Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

339. spurningaþraut: Hvar eru evrópsk eldfjöll utan Íslands og Ítalíu?

339. spurningaþraut: Hvar eru evrópsk eldfjöll utan Íslands og Ítalíu?

Hér er hlekkur á þrautina síðan í gær.

***

Aukaspurningar:

Þetta fremur hrörlega hús við Rue Oudinot í París komst í fréttirnar síðastliðið sumar. Hvers vegna? Ef þú veist það ertu komin eða kominn með svar við fyrri aukaspurningu.

***

Aðalspurningar:

1.   Maður nokkur var þriðji forseti Bandaríkjanna, sat í embætti 1801-1809 en hafði áður átt mikinn þátt í móta stjórnskipun og hugmyndafræði hins nýja ríkis um og eftir sjálfstæðisbaráttuna. Hann var til dæmis aðalhöfundur sjálfstæðisyfirlýsingarinnar 1776. Hvað hét hann?

2.   Hvaða skóli vann á dögunum spurningakeppnina Gettu betur?

3.   Þótt Ísland og Ítalía beri höfuð og herðar yfir önnur Evrópuríki hvað virk eldfjöll varðar, þá eru þó fáein slík í öðrum löndum álfunnar. Árið 1985 varð til dæmis eldgos í Noregi, þar sem heitir Beerenberg. Hvar í Noregi er það?

4.   Í fjalli í öðru Evrópulandi gaus síðast árið 1950 og þá varð sumum ekki um sel því þegar þar gaus einu sinni fyrir eitthvað rúmlega 3.000 árum, þá beinlínis tætti fjallið í sundur heila eyju, svo hún er ekki svipur hjá sjón síðan. Hvað heitir sú eyja?

5.   Í þriðja Evrópulandinu er fjall sem heitir Teide og gaus árið 1909. Fjallið er á eyju, eins og fleiri eldfjöll, og ef það skyldi nú fara að gjósa aftur, þá gæti það truflað líf allmargra Íslendinga. Hvað heitir eyjan þar sem fjallið Teide er að finna?

6.   Kona nokkur fæddist 1797 og var fyrstu áratugina kölluð Belle Baumfree. Þegar hún var komin yfir fertugt gaf hún sjálfri sér nafnið Sojourner Truth, því þá gerðist hún eldheit baráttukona bæði FYRIR kvenréttindum en einkum og sér í lagi GEGN ... hverju?

7.   Callisto er þriðja stærsta tungl sólkerfisins, töluvert stærra en okkar tungl. Kringum hvaða plánetu snýst Callisto?

8.   Í bíómyndum og bókum er gjarnan talað um að fyrrum hafi miklar hjarðir buffaló-uxa reikað um sléttur Norður-Ameríku. En sannleikurinn er sá að þessir norður-amerísku „buffalóar“ eru lítið skyldir raunverulegum buffaló-uxum sem búa aðallega í Afríku sunnan Sahara og á Indlandi og Suðaustur-Asíu. Hvaða tegundarheiti er miklu nær að nota um þennan ameríska nautgrip?

9.   Í hvaða borg er sixtínska kapellan?

10.   Blábokka, skeggbokka og fiskibokka eru nöfn á náskyldum tegundum dýrs, sem er mjög algengt á Íslandi. Fæstir gera nokkurn greinarmun á þessum þremur tegundum. En hvaða nafn eða nöfn eru algengust yfir þessi dýr?

***

Síðari aukaspurning:

Þetta er skjáskot úr stuttri teiknimynd sem tilnefnd er til Óskarsverðauna þetta árið. Hvað skyldi hún heita?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Jefferson.

2.   Verslunarskólinn.

3.   Á Jan Mayen.

4.   Santorini (eða Thiru) á Grikklandi.

5.   Tenerife, sem tilheyrir Spáni.

6.   Þrælahaldi í Bandaríkjunum.

7.   Júpíter.

8.   Bíson. Eða vísundur upp á íslensku.

9.   Róm.

10.   Fiskifluga eða maðkafluga.

***

Svör við aukaspurningum:

Í kjallara þess fannst lík sem þar hafði legið óhreyft í 30 ár. Það dugar að nefna lík.

Og teiknimyndin sem spurt er um heitir Já-fólkið. Gísli Darri Halldórsson gerði hana.

***

Og hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár