Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Atvinnuvegaráðuneytið brýtur á bændum

Ekki hef­ur enn ver­ið geng­ið frá samn­ing­um um bæt­ur við bænd­ur í Skaga­firði sem skyld­að­ir voru til að skera nið­ur fé sitt vegna riðu. Með því er brot­ið gegn reglu­gerð þar um. Atli Már Trausta­son, bóndi á Syðri-Hof­döl­um, seg­ir nógu erfitt að lenda í nið­ur­skurði þó ekki þurfi að slást við ráðu­neyt­ið um samn­inga vegna bóta.

Atvinnuvegaráðuneytið brýtur á bændum
Segir um sorgarferli að ræða Atli segir að ekki sé hægt að vinna áfram í málunum fyrr en að gengið hafi verið frá samningum við bændur. Mynd: Úr einkasafni

Ekki hafa enn verið gerðir samningar við bændur á fimm bæjum í Skagafirði þar sem skorið var niður vegna riðu í lok síðasta árs. Í reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar segir hins vegar að fullnaðargreiðsla bóta skuli innt af hendi eigi síðar en 45 dögum eftir að förgun sauðfjár lauk. Yfir þrír til fjórir mánuðir eru liðnir síðan skorið var niður á bæjunum.

Atli Már Traustason er bóndi á Syðri-Hofdölum í Skagafirði. Riða greindist þar í haust í aðkomuhrúti sem hafði verið á bænum í afkvæmarannsóknum. Hrúturinn var frá Stóru-Ökrum, þar sem fyrst greindist riða á bæjunum fimm. Matvælastofnun gerði það að kröfu sinni að allt fé á Syðri-Hofdölum yrði fellt, þrátt fyrir að hrúturinn hefði ekki verið í samneyti við nema hluta stofnsins. Allt fé á hinum bæjunum fjórum var einnig skorið niður, allt í allt um þrjú þúsund fjár.

Í gær fengu bændur á Syðri-Hofdölum niðurstöður úr rannsóknum á fénu sem skorið var. Niðurstaðan var sú að öll sýni reyndust neikvæð og því hníga öll rök að því að fjárstofninn á Syðri-Hofdölum hafi verið heilbrigður, það er ekki riðusmitaður. Atli segir í samtali við Stundina að tilfinningarnar séu ærið blendnar en féð á bænum var skorið 1. desember síðastliðinn. Hins vegar sé mjög þungt í honum yfir aðgerðarleysi atvinnuvegaráðuneytisins í samningsgerð við bændur.

Úr fjárhúsunumFjárhúsin á Syðri-Hofdölum eru nú tóm og bíða þess að bændur geti tekið aftur fé, árið 2023.

Komnir 60 dagar fram yfir

Samkvæmt reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar skal greiða bændum sem sæta niðurskurði bætur út ríkissjóði. Fullnaðargreiðslu skuli innt af hendi „eigi síðar en 45 dögum eftir að förgun lauk,“ þó eigi fyrr en 21 degi eftir að samkomulag um bætur liggur fyrir. 105 dagar eru nú liðnir síðan féð á Syðri-Hofdölum var skorið niður.

„Þetta ætlaði aldrei að fara af stað, þetta ferli. Þegar það loksins fór af stað fengu fljótlega þrír aðilar send drög að samningum en þau komu af einhverjum ástæðum ekki til okkar strax. Þegar það loks gerðist ákváðum við að hittast, þessir fimm bændur hér í Skagafirði, og ræða samningana sameiginlega. Við gerðum sameiginlegar tillögur að úrbótum sem við sendum en það gerðist bara ekki neitt í málinu“ segir Atli.

Atli skrifaði færslu á Facebook 1. mars síðastliðinn sem að hristi eitthvað aðeins upp í málinu að hans sögn. „Við fengum loksins sent svar, aðra útfærslu af samningnum. Við þessir fimm bændur sendum til baka smávægilegar breytingar, leiðréttingar á einhverjum útreikningum, bara breyting á nokkrum tölum í excel-skjali. Því var vel tekið og við fengum ádrátt um að það ætti bara að klára þessi mál fljótt og vel. Það er hins vegar komið yfir vikutíma síðan það var og enn heyrum við ekki neitt frá ráðuneytinu.“

„Við getum kallað þetta ákveðið sorgarferli og þetta er ákveðinn punktur sem þarf að setja til að hægt sé að halda áfram að vinna í málunum“
Atli Már Traustason
á Syðri-Hofdölum

Atli segir það hans skoðun að gera hafi átt samninga áður en að niðurskurði kom. „Hvaða samningsstöðu höfum við bændur þegar búið er að skera niður fjárstofninn. Maður fer ekki af stað í neitt hreinsunarferli fyrr en þetta er frágengið, það er ekki búið að útfæra hvernig sú vinna á að eiga sér stað, hvernig á að höndla með innréttingar, skít, jarðveg og fleira. Þessi seinagangur er óþolandi og þetta á ekki að vera svona. Við getum kallað þetta ákveðið sorgarferli og þetta er ákveðinn punktur sem þarf að setja til að hægt sé að halda áfram að vinna í málunum. Það er nógu erfitt að þurfa að lenda í þessum niðurskurði þó maður þurfi ekki að brasa við að fá þessa samninga kláraða.“

Bæturnar duga ekki til

Niðurskurður vegna riðu kallar á mikinn kostnað. Meðal annars þarf að rífa og farga ýmsum innréttingum og búnaði. Bændur fá greitt andvirði þess en hins vegar fá þeir ekki greitt fyrir þá vinnu sem fer bæði í niðurrifið né í uppbygginguna. „Þessar bætur sem við fáum greiddar fyrir bústofninn þær duga ekki einu sinni fyrir helmingnum af því sem þarf til að kaupa sama fjölda fjár. Fyrir okkur er það stærsti hlutinn af því sem stendur út af. Ég hafði nú ekki mikið verið að spá í þessum niðurskurðarmálum, kannski sem betur fer, fyrr en að þessu kom hjá okkur en ég hafði einhvern veginn ímyndað mér að þetta ætti ekki að koma mikið við mann fjárhagslega mikið. En það er hins vegar þannig.“

Atli segir að þau bændur á Hofdölum þurfi að vera fjárlaus til ársins 2023. Hann segir að þá muni þau örugglega taka fé aftur. „Það byggist nú ekki síst á því að unga fólkið á bænum hefur endalausan áhuga á sauðfé.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár