Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Atvinnuvegaráðuneytið brýtur á bændum

Ekki hef­ur enn ver­ið geng­ið frá samn­ing­um um bæt­ur við bænd­ur í Skaga­firði sem skyld­að­ir voru til að skera nið­ur fé sitt vegna riðu. Með því er brot­ið gegn reglu­gerð þar um. Atli Már Trausta­son, bóndi á Syðri-Hof­döl­um, seg­ir nógu erfitt að lenda í nið­ur­skurði þó ekki þurfi að slást við ráðu­neyt­ið um samn­inga vegna bóta.

Atvinnuvegaráðuneytið brýtur á bændum
Segir um sorgarferli að ræða Atli segir að ekki sé hægt að vinna áfram í málunum fyrr en að gengið hafi verið frá samningum við bændur. Mynd: Úr einkasafni

Ekki hafa enn verið gerðir samningar við bændur á fimm bæjum í Skagafirði þar sem skorið var niður vegna riðu í lok síðasta árs. Í reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar segir hins vegar að fullnaðargreiðsla bóta skuli innt af hendi eigi síðar en 45 dögum eftir að förgun sauðfjár lauk. Yfir þrír til fjórir mánuðir eru liðnir síðan skorið var niður á bæjunum.

Atli Már Traustason er bóndi á Syðri-Hofdölum í Skagafirði. Riða greindist þar í haust í aðkomuhrúti sem hafði verið á bænum í afkvæmarannsóknum. Hrúturinn var frá Stóru-Ökrum, þar sem fyrst greindist riða á bæjunum fimm. Matvælastofnun gerði það að kröfu sinni að allt fé á Syðri-Hofdölum yrði fellt, þrátt fyrir að hrúturinn hefði ekki verið í samneyti við nema hluta stofnsins. Allt fé á hinum bæjunum fjórum var einnig skorið niður, allt í allt um þrjú þúsund fjár.

Í gær fengu bændur á Syðri-Hofdölum niðurstöður úr rannsóknum á fénu sem skorið var. Niðurstaðan var sú að öll sýni reyndust neikvæð og því hníga öll rök að því að fjárstofninn á Syðri-Hofdölum hafi verið heilbrigður, það er ekki riðusmitaður. Atli segir í samtali við Stundina að tilfinningarnar séu ærið blendnar en féð á bænum var skorið 1. desember síðastliðinn. Hins vegar sé mjög þungt í honum yfir aðgerðarleysi atvinnuvegaráðuneytisins í samningsgerð við bændur.

Úr fjárhúsunumFjárhúsin á Syðri-Hofdölum eru nú tóm og bíða þess að bændur geti tekið aftur fé, árið 2023.

Komnir 60 dagar fram yfir

Samkvæmt reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar skal greiða bændum sem sæta niðurskurði bætur út ríkissjóði. Fullnaðargreiðslu skuli innt af hendi „eigi síðar en 45 dögum eftir að förgun lauk,“ þó eigi fyrr en 21 degi eftir að samkomulag um bætur liggur fyrir. 105 dagar eru nú liðnir síðan féð á Syðri-Hofdölum var skorið niður.

„Þetta ætlaði aldrei að fara af stað, þetta ferli. Þegar það loksins fór af stað fengu fljótlega þrír aðilar send drög að samningum en þau komu af einhverjum ástæðum ekki til okkar strax. Þegar það loks gerðist ákváðum við að hittast, þessir fimm bændur hér í Skagafirði, og ræða samningana sameiginlega. Við gerðum sameiginlegar tillögur að úrbótum sem við sendum en það gerðist bara ekki neitt í málinu“ segir Atli.

Atli skrifaði færslu á Facebook 1. mars síðastliðinn sem að hristi eitthvað aðeins upp í málinu að hans sögn. „Við fengum loksins sent svar, aðra útfærslu af samningnum. Við þessir fimm bændur sendum til baka smávægilegar breytingar, leiðréttingar á einhverjum útreikningum, bara breyting á nokkrum tölum í excel-skjali. Því var vel tekið og við fengum ádrátt um að það ætti bara að klára þessi mál fljótt og vel. Það er hins vegar komið yfir vikutíma síðan það var og enn heyrum við ekki neitt frá ráðuneytinu.“

„Við getum kallað þetta ákveðið sorgarferli og þetta er ákveðinn punktur sem þarf að setja til að hægt sé að halda áfram að vinna í málunum“
Atli Már Traustason
á Syðri-Hofdölum

Atli segir það hans skoðun að gera hafi átt samninga áður en að niðurskurði kom. „Hvaða samningsstöðu höfum við bændur þegar búið er að skera niður fjárstofninn. Maður fer ekki af stað í neitt hreinsunarferli fyrr en þetta er frágengið, það er ekki búið að útfæra hvernig sú vinna á að eiga sér stað, hvernig á að höndla með innréttingar, skít, jarðveg og fleira. Þessi seinagangur er óþolandi og þetta á ekki að vera svona. Við getum kallað þetta ákveðið sorgarferli og þetta er ákveðinn punktur sem þarf að setja til að hægt sé að halda áfram að vinna í málunum. Það er nógu erfitt að þurfa að lenda í þessum niðurskurði þó maður þurfi ekki að brasa við að fá þessa samninga kláraða.“

Bæturnar duga ekki til

Niðurskurður vegna riðu kallar á mikinn kostnað. Meðal annars þarf að rífa og farga ýmsum innréttingum og búnaði. Bændur fá greitt andvirði þess en hins vegar fá þeir ekki greitt fyrir þá vinnu sem fer bæði í niðurrifið né í uppbygginguna. „Þessar bætur sem við fáum greiddar fyrir bústofninn þær duga ekki einu sinni fyrir helmingnum af því sem þarf til að kaupa sama fjölda fjár. Fyrir okkur er það stærsti hlutinn af því sem stendur út af. Ég hafði nú ekki mikið verið að spá í þessum niðurskurðarmálum, kannski sem betur fer, fyrr en að þessu kom hjá okkur en ég hafði einhvern veginn ímyndað mér að þetta ætti ekki að koma mikið við mann fjárhagslega mikið. En það er hins vegar þannig.“

Atli segir að þau bændur á Hofdölum þurfi að vera fjárlaus til ársins 2023. Hann segir að þá muni þau örugglega taka fé aftur. „Það byggist nú ekki síst á því að unga fólkið á bænum hefur endalausan áhuga á sauðfé.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár