Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tíu þættir um íslenska kvikmyndasögu

Um 200 kvik­mynd­ir koma við sögu í þáttar­öð­inni Ís­land: bíó­land.

Tíu þættir um íslenska kvikmyndasögu
Ísland: bíóland Á annað hundrað viðmælenda kemur fram í þáttunum.

Þáttaröðin Ísland: bíóland hefur göngu sína á RÚV sunnudaginn 14. mars. Þættirnir eru í tíu hlutum og fjalla um sögu íslenskra kvikmynda frá byrjun tuttugustu aldarinnar til dagsins í dag.

Ásgrímur Sverrisson er leikstjóri þáttanna, skrifar handrit og er þulur, en hver hluti tekur ákveðið tímabil fyrir, þar sem fjallað er um kvikmyndir þess tíma og valdir kaflar sýndir úr þeim. Farið er yfir inntak þeirra, áherslur, nálgun og aðstæðurnar sem þær eru gerðar í.

Alls eru í kringum 200 kvikmyndir nefndar til sögu og sýnd brot úr fjölmörgum heimildamyndum og -þáttum sem komið hafa út um íslenskar kvikmyndir. Rúmlega 120 viðmælendur koma fram í þáttunum úr röðum leikstjóra, framleiðenda, handritshöfunda, leikara, annarra kvikmyndagerðarmanna, auk fjölmargra innlendra og erlendra kvikmyndasérfræðinga.

Undirbúningur og rannsóknarvinna vegna þáttanna hófst árið 2016 og lauk vinnslu þeirra í árslok 2020. Þættirnir eru gerðir í samvinnu við Kvikmyndasafn Íslands, en framlag safnsins og starfsmanna þess fólst …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár