Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Verjandi í samskiptum við aðra sakborninga fyrir og eftir morðið

Stein­berg­ur Finn­boga­son, fyrr­ver­andi verj­andi Ant­ons Krist­ins Þór­ar­ins­son­ar sem var færð­ur í gæslu­varð­hald vegna rann­sókn­ar á morði í Rauða­gerði, var sam­kvæmt fjar­skipta­gögn­um lög­reglu í sam­skipt­um við aðra sak­born­inga í mál­inu fyr­ir og eft­ir að morð­ið var fram­ið. Vegna þessa hef­ur hann ver­ið kvadd­ur til skýrslu­töku í mál­inu og get­ur því ekki sinnt stöðu verj­anda. Stein­berg­ur hef­ur áð­ur ver­ið tal­inn af lög­reglu rjúfa mörk verj­anda og að­ila.

Verjandi í samskiptum við aðra sakborninga fyrir og eftir morðið
Steinbergur Finnbogason Lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar skrifaði grein í Fréttablaðið í síðustu viku þar sem hann greindi frá því að lögregla hefði fengið því framgengt að svipta hann stöðu verjanda og breyta honum í vitni. Mynd: Jón Ingi

„Þú hefur alveg örugglega hitt fólk sem hefur orðið sakborningur í einhverju máli einhverju síðar,“ segir Steinbergur Finnbogason, fyrrum verjandi Antons Kristins Þórarinssonar vegna rannsóknar á morði í Rauðagerði í febrúar. Steinbergur var kallaður til skýrslutöku sem vitni í málinu og sviptur stöðu verjanda en í ljós hefur komið að hann var í samskiptum við aðra sakborninga málsins fyrir og eftir að Anton óskaði eftir því að Steinbergur yrði verjandi hans. Steinbergur á litríkan feril að baki. Hann var dæmdur fyrir skjalafals á þrítugsaldri, varð fyrir árás athafnamanns vegna deilu um skuld og var færður í gæsluvarðhald, grunaður um aðild að peningaþvætti, fyrir fjórum árum.

Í samskiptum við mann sem var á vettvangi morðsins

Einn þeirra sem Steinbergur á að hafa haft í samskiptum við er karlmaður sem lögreglan grunar um að hafa verið á vettvangi í Rauðagerði skömmu fyrir og eftir að morðið átti sér stað. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar sem staðfestir kröfu lögreglu um að kalla hann til sem vitni.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Morð í Rauðagerði

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár