„Þú hefur alveg örugglega hitt fólk sem hefur orðið sakborningur í einhverju máli einhverju síðar,“ segir Steinbergur Finnbogason, fyrrum verjandi Antons Kristins Þórarinssonar vegna rannsóknar á morði í Rauðagerði í febrúar. Steinbergur var kallaður til skýrslutöku sem vitni í málinu og sviptur stöðu verjanda en í ljós hefur komið að hann var í samskiptum við aðra sakborninga málsins fyrir og eftir að Anton óskaði eftir því að Steinbergur yrði verjandi hans. Steinbergur á litríkan feril að baki. Hann var dæmdur fyrir skjalafals á þrítugsaldri, varð fyrir árás athafnamanns vegna deilu um skuld og var færður í gæsluvarðhald, grunaður um aðild að peningaþvætti, fyrir fjórum árum.
Í samskiptum við mann sem var á vettvangi morðsins
Einn þeirra sem Steinbergur á að hafa haft í samskiptum við er karlmaður sem lögreglan grunar um að hafa verið á vettvangi í Rauðagerði skömmu fyrir og eftir að morðið átti sér stað. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar sem staðfestir kröfu lögreglu um að kalla hann til sem vitni.
Athugasemdir