Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Verjandi í samskiptum við aðra sakborninga fyrir og eftir morðið

Stein­berg­ur Finn­boga­son, fyrr­ver­andi verj­andi Ant­ons Krist­ins Þór­ar­ins­son­ar sem var færð­ur í gæslu­varð­hald vegna rann­sókn­ar á morði í Rauða­gerði, var sam­kvæmt fjar­skipta­gögn­um lög­reglu í sam­skipt­um við aðra sak­born­inga í mál­inu fyr­ir og eft­ir að morð­ið var fram­ið. Vegna þessa hef­ur hann ver­ið kvadd­ur til skýrslu­töku í mál­inu og get­ur því ekki sinnt stöðu verj­anda. Stein­berg­ur hef­ur áð­ur ver­ið tal­inn af lög­reglu rjúfa mörk verj­anda og að­ila.

Verjandi í samskiptum við aðra sakborninga fyrir og eftir morðið
Steinbergur Finnbogason Lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar skrifaði grein í Fréttablaðið í síðustu viku þar sem hann greindi frá því að lögregla hefði fengið því framgengt að svipta hann stöðu verjanda og breyta honum í vitni. Mynd: Jón Ingi

„Þú hefur alveg örugglega hitt fólk sem hefur orðið sakborningur í einhverju máli einhverju síðar,“ segir Steinbergur Finnbogason, fyrrum verjandi Antons Kristins Þórarinssonar vegna rannsóknar á morði í Rauðagerði í febrúar. Steinbergur var kallaður til skýrslutöku sem vitni í málinu og sviptur stöðu verjanda en í ljós hefur komið að hann var í samskiptum við aðra sakborninga málsins fyrir og eftir að Anton óskaði eftir því að Steinbergur yrði verjandi hans. Steinbergur á litríkan feril að baki. Hann var dæmdur fyrir skjalafals á þrítugsaldri, varð fyrir árás athafnamanns vegna deilu um skuld og var færður í gæsluvarðhald, grunaður um aðild að peningaþvætti, fyrir fjórum árum.

Í samskiptum við mann sem var á vettvangi morðsins

Einn þeirra sem Steinbergur á að hafa haft í samskiptum við er karlmaður sem lögreglan grunar um að hafa verið á vettvangi í Rauðagerði skömmu fyrir og eftir að morðið átti sér stað. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar sem staðfestir kröfu lögreglu um að kalla hann til sem vitni.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Morð í Rauðagerði

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár