Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Dómsmálaráðherra bregst við bið eftir fangelsisvistun með samfélagsþjónustu

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra hef­ur lagt fram frum­varp sem mun heim­ila afplán­un allt að tveggja ára fang­els­is­dóma með sam­fé­lags­þjón­ustu. Til­gang­ur­inn er að draga úr bið eft­ir afplán­un og bregð­ast við aukn­um fjölda fyrn­inga dóma.

Dómsmálaráðherra bregst við bið eftir fangelsisvistun með samfélagsþjónustu
Bregst við bið Áslaug Arna hefur lagt fram frumvarp þar sem gert er ráð fyrir auknum heimildum til beitingar samfélagsþjónustu í stað fangelsisvistunar. Mynd: xd.is

Fangelsismálastofnun verður heimilað að láta fólk sem dæmt hefur verið í allt að tveggja ára fangelsi taka út refsingu sína með samfélagsþjónustu í stað fangelsisvistunar, verði frumvarp dómsmálaráðherra þar um lögfest. Ástæða breytinganna er viðbragð við þeim mikla fjölda fólks sem bíður eftir því að hægt sé að fullnusta refsingu þessa en íslensk fangelsi anna ekki fjöldanum.

Í frumvarpinu er lagt til að við lög um fullnustu refsinga bætist tvö ný ákvæði til bráðabirgða, og gildi þau til 1. júlí 2024. Annars vegar er um að ræða ákvæði sem heimilar að fullnusta refsingu sem fólk hefur verið dæmt til með ólaunaðri samfélagsþjónustu, í þeim tilvikum þegar dómurinn er allt að tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Í gildandi lögum er heimildin hins vegar bundin við eitt ár, helmingi skemmri tíma. Þá er einnig lagt til að heimilt sé að beita samfélagsþjónustu þó heildarrefsing samkvæmt dómi sé lengri en tvö ár, að því gefnu að hluti dómsins sé skilorðsbundinn.

Þá er einnig lögð til breyting á lögunum sem heimilar að föngum sé veitt reynslulausn fyrr en nú er gert. Þannig er lagt til að fangar sem hafa verið dæmdir til óskilorðsbundinnar fangelsisvistunar í skemmri tíma en þrjá mánuði geti fengið reynslulausn fimm dögum fyrr en verið hefur, og þeir fangar sem dæmdir hafi verið til lengri refsingar en þriggja mánaða geti fengið reynslulausn tíu dögum fyrr en nú er. Lögð er áhersla á það í greinargerð með frumvarpinu að um sé að ræða tímabundið úrræði til að stytta biðlista eftir fangelsisvistun.

Fjöldi þeirra sem bíða eftir fullnustu refsingar hjá Fangelsismálastofnun, svokallaður boðunarlisti, hefur aukist umtalsvert síðustu ár. Í lok síðasta ár biðu 706 manns eftir því að vera boðaðir til fullnustu refsingar og hafði fjöldinn ríflega tvöfaldast á áratug. Í lok árs 2010 voru þannig 300 manns á boðunarlistanum. Árið 2010 liðu að meðaltali 4,9 mánuðir frá dómi og til upphafs afplánunar en árið 2019 var tíminn kominn í 6,9 mánuði. Er það þrátt fyrir uppbyggingu í fangelsiskerfinu, meðal annars með byggingu fangelsisins á Hólmsheiði.

Þessi langi biðtími hefur orðið til þess að óskilorðsbundir dómar hafa fyrnst í mun meira mæli en áður var. Í greinargerðinni segir að verði ekki brugðist við megi leiða líkum að því að fyrningum fjölgi enn frekar en slíkt sé óásættanlegt með tilliti til varnaðaráhrifa refsinga. Þá séu líka dæmi um að í langri bið eftir afplánun felist í raun viðbótarrefsing, þar eð þau sem dæmd hafa verið hafa mögulega snúið lífi sínu á rétta braut í millitíðinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár