338. spurningaþraut: Álfur á Akureyri, skáldkonan Rósa, Vestfjarðagöng og fleira

338. spurningaþraut: Álfur á Akureyri, skáldkonan Rósa, Vestfjarðagöng og fleira

Hér er þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Konan hér að ofan hét Irma Grese. Var hún dómari í skautakeppni (og því með þetta númer á lofti) eða hvað á þetta númer að þýða? Hvert er sem sagt hennar tilkall til frægðar?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað þýðir franska hugtakið „Coup de grâce“ sem notað er í mörgum tungumálum?

2.   Hver skrifaði leikritið Dagur vonar sem frumsýnt var árið 1987?

3.   Vestfjarðagöng tengja kaupstaðinn Ísafjörð við tvo firði fyrir vestan. Hvaða firðir eru það?

4.   Skáldkonan Rósa Guðmundsdóttir (1795-1855) gekk bæði meðan hún lifði og síðan undir tveim viðurnefnum. Hver voru þau? Og já, þið þurfið að þekkja bæði.

5.   Hvaða álfur gengur ljósum logum um leiksvið á Akureyri um þessar mundir?

6.   Árið 1987 átti að slátra kúnni Hörpu fyrir vestan en hún stökk út í sjó og komst undan á sundi. Hún fékk þá að lifa og fékk í leiðinni nýtt nafn. Hvað var hún kölluð eftir þennan atburð?

7.   Hvað hét fyrsti gervihnöttur Sovétríkjanna?

8.   En fyrsti gervihnöttur Bandaríkjanna?

9.   Frá hvaða landi kemur hið vinsæla súkkulaði Prins Póló?

10.   Hvað heitir víðáttumikill flóinn út í Atlantshafið milli Frakklands og Spánar? 

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða eldfjall gýs á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Náðarhögg — yfirleitt notað um síðasta höggið sem einhver aðframkominn fær og bindur í raun endi á þjáningar viðkomandi.

2.   Birgir Sigurðsson.

3.   Önundarfjörð og Súgandafjörð.

4.   Vatnsenda-Rósa og Skáld-Rósa.

5.   Benedikt búálfur. Samnefnt barnaleikrit er nú sýnt af Leikfélagi Akureyrar.

6.   Sæunn.

7.   Sputnik.

8.   Explorer.

9.   Póllandi.

10.   Biscaya-flói.

***   

Svör við aukaspurningum:

Irma Grese var fangavörður í fangabúðunum Ravensbrück, Auschwitz og Bergen-Belsen í síðari heimsstyrjöld. Myndin er tekin þegar hún var leidd fyrir rétt eftir stríðið. Hún var tekin af lífi fyrir margvíslega glæpi og ofbeldi gegn föngum. Ekki þarf að nefna réttar fangabúðir, en „þýskar fangabúðir“ verður að koma fram í svarinu.

Á neðri myndinni gýs Hekla. Þetta er mynd af gosinu 1947 en ekki er nauðsynlegt að ártalið fylgi.

***

Og hér er aftur þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár