Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

338. spurningaþraut: Álfur á Akureyri, skáldkonan Rósa, Vestfjarðagöng og fleira

338. spurningaþraut: Álfur á Akureyri, skáldkonan Rósa, Vestfjarðagöng og fleira

Hér er þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Konan hér að ofan hét Irma Grese. Var hún dómari í skautakeppni (og því með þetta númer á lofti) eða hvað á þetta númer að þýða? Hvert er sem sagt hennar tilkall til frægðar?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað þýðir franska hugtakið „Coup de grâce“ sem notað er í mörgum tungumálum?

2.   Hver skrifaði leikritið Dagur vonar sem frumsýnt var árið 1987?

3.   Vestfjarðagöng tengja kaupstaðinn Ísafjörð við tvo firði fyrir vestan. Hvaða firðir eru það?

4.   Skáldkonan Rósa Guðmundsdóttir (1795-1855) gekk bæði meðan hún lifði og síðan undir tveim viðurnefnum. Hver voru þau? Og já, þið þurfið að þekkja bæði.

5.   Hvaða álfur gengur ljósum logum um leiksvið á Akureyri um þessar mundir?

6.   Árið 1987 átti að slátra kúnni Hörpu fyrir vestan en hún stökk út í sjó og komst undan á sundi. Hún fékk þá að lifa og fékk í leiðinni nýtt nafn. Hvað var hún kölluð eftir þennan atburð?

7.   Hvað hét fyrsti gervihnöttur Sovétríkjanna?

8.   En fyrsti gervihnöttur Bandaríkjanna?

9.   Frá hvaða landi kemur hið vinsæla súkkulaði Prins Póló?

10.   Hvað heitir víðáttumikill flóinn út í Atlantshafið milli Frakklands og Spánar? 

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða eldfjall gýs á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Náðarhögg — yfirleitt notað um síðasta höggið sem einhver aðframkominn fær og bindur í raun endi á þjáningar viðkomandi.

2.   Birgir Sigurðsson.

3.   Önundarfjörð og Súgandafjörð.

4.   Vatnsenda-Rósa og Skáld-Rósa.

5.   Benedikt búálfur. Samnefnt barnaleikrit er nú sýnt af Leikfélagi Akureyrar.

6.   Sæunn.

7.   Sputnik.

8.   Explorer.

9.   Póllandi.

10.   Biscaya-flói.

***   

Svör við aukaspurningum:

Irma Grese var fangavörður í fangabúðunum Ravensbrück, Auschwitz og Bergen-Belsen í síðari heimsstyrjöld. Myndin er tekin þegar hún var leidd fyrir rétt eftir stríðið. Hún var tekin af lífi fyrir margvíslega glæpi og ofbeldi gegn föngum. Ekki þarf að nefna réttar fangabúðir, en „þýskar fangabúðir“ verður að koma fram í svarinu.

Á neðri myndinni gýs Hekla. Þetta er mynd af gosinu 1947 en ekki er nauðsynlegt að ártalið fylgi.

***

Og hér er aftur þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
5
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár