Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

337. spurningaþraut: Michelin-stjörnur, úlfabaunir, Ástrós og Kópavogskróníka

337. spurningaþraut: Michelin-stjörnur, úlfabaunir, Ástrós og Kópavogskróníka

Gærdagsþrautin.

***

Fyrri aukaspurning:

Lítið á myndina hér að ofan. Hver syngur þar af slíkri innlifun?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvaða ríki var hið voldugasta í Suður-Ameríku um 1500?

2.   Hvaða borg í Bandaríkjunum fór illa í jarðskjálftum árið 1906?

3.   Úlfabaunir heitir planta ein sem nokkuð umdeild er á Íslandi en við þekkjum hana þó betur undir öðru nafni. Hvaða nafn er það?

4.   Hverjir töpuðu orrustu þar sem heitir Dien Bien Phu árið 1954?

5.   Hver syngur með Bubba Morthens í laginu Ástrós sem út kom í byrjun mars?

6.   Hvað fékkst Þjóðverjinn Rainer Werner Fassbinder við kringum 1980?

7.   Árið 1852 stofnuðu þeir Daniel Baird Wesson og Horace Smith fyrirtæki í Connecticut í Bandaríkjunum. Fyrirtækið gekk í gegnum nokkra byrjunarörðugleika en fór svo brátt að ná miklum árangri. Hvað framleiddi fyrirtæki þeirra félaga?

8.   Hvað heitir höfuðborgin í Eistlandi?

9.   Meðal eigenda matsöluhúsa þykir fátt eftirsóknarverðara en fá stjörnur frá fyrirtækinu Michelin. Mest er hægt að fá þrjár stjörnur. Hve mörg veitingahús í heiminum ætli séu með þrjár Michelin-stjörnur? Eru það 37 veitingahús, 137 veitingahús, 237 veitingahús, 337 veitingahús, 437 veitingahús eða 537 veitingahús?

10.   Kópavogskróníka heitir leikrit sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu, byggt á skáldsögu. Hver skrifaði skáldsöguna?

***

Seinni aukaspurning:

Lauf af hvaða trjám má sjá á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Ríki Inka.

2.   San Francisco.

3.   Lúpína.

4.   Frakkar.

5.   Bríet.

6.   Hann var kvikmyndaleikstjóri.

7.   Byssur.

8.   Tallin.

9.   Veitingahúsin eru 137 (þegar síðast fréttist).

10.   Kamilla Einarsdóttir.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni syngur Magga Stína á ljósmynd Sigtryggs Ara.

Á neðri myndinni má sjá eikarlauf.

***

Og loks aftur gærdagsþrautin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár