334. spurningaþraut: Hvað fór fram í Bletchley Park?

334. spurningaþraut: Hvað fór fram í Bletchley Park?

Þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá málverk eftir franska málarann Hubert Robert, en af HVERJUM er málverkið í raun og veru?

***

Aðalspurningar:

1.   Hver er forseti Alþingis?

2.   Hvað fór fram í Bletchley Park?

3.   Genghis Khan og hinar mongólsku hersveitir hans fóru sem stormsveipur um Mið-Asíu og Miðausturlönd, en svo lést hann þegar hæst bar. En um hvaða leyti voru Mongólar ferðinni? Hvaða ár dó Genghis Khan? Var það árið 627, árið 827, árið 1027, árið 1227, árið 1427 eða árið 1627?

4.   Hver leikstýrði árið 1979 kvikmyndinni Alien?

5.   En hver leikstýrði hér heima á Íslandi kvikmyndunum Nýtt líf og tveimur framhaldsmyndum, Dalalíf og Löggulíf?

6.   Framan við hvaða gömlu og virðulegu byggingu var reistur glerpíramídi og lokið við hann 1989?

7.   Hvað heitir drottningin í Noregi?

8.   Henri Toulouse-Lautrec var listamaður. Hvernig listaverk skóp hann?

9.   Hvað nefnist skaginn sem Akranes stendur á?

10.   Hvar mun næsta heimsmeistarakeppni í fótbolta karla fara fram?

*** 

Seinni aukaspurning:

Þessi tónlistarkona var í miðju kafi með fullskipaðri sveit á Háskólatónleikum fyrir fáeinum vikum þegar snarpur jarðsjálfti reið yfir og olli stuttri truflun á tónleikunum. Hvað heitir hún?

 ***

Svör við aðalspurningum:

1.   Steingrímur J. Sigfússon.

2.   Dulmálsráðningar.

3.   1227.

4.   Ridley Scott.

5.   Þráinn Bertelsson.

6.   Louvre-safnið í París.

7.   Sonja.

8.   Málverk.

9.   Skipaskagi.

10.   Katar.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er af Nero keisara í Róm þegar mikill bruni varð í borginni árið 64 eftir Krist. Nero er þarna að spila á cithara, eins konar lýru.

Á neðri myndinni er Sóley. Sjá hér.

***

Og þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár