Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

333. spurningaþraut: Fyrsta spurningin er létt, spurning svo með hinar

333. spurningaþraut: Fyrsta spurningin er létt, spurning svo með hinar

Lítið á þrautina frá því í gær.

— — —

Fyrri aukaspurning:

Lítið á myndina hér að ofan. Hvaða fólk er þetta?

— — —

Lítið þá á þessar aðalspurningar:

1.   Hvað heitir áin sem rennur um heimsborgina London?

2.   Hverrar þjóðar var barnabókahöfundurinn Dr. Seuss?

3.   Julian Duranona var fastamaður í landsliði Íslands í handbolta karla í mörg ár. Hvaðan kom hann upphaflega?

4.  Hver er höfuðborgin á spænska sjálfstjórnarsvæðinu Katalóníu?

5.   En hver ætli sé höfuðborgin á sjálfstjórnarsvæðinu Andalúsíu?

6.   Hvað hét hinn skammlífi söngvari rokkhljómsveitarinnar The Doors?

7.   Í hvaða heimsborg fjarri heimaslóðum andaðist hann?

8.   Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir settist á Alþingi þegar annar þingmaður sagði af sér þingmennsku. Fyrir hvaða flokk situr Þorbjörg Sigríður á þingi?

9.   Hvaða ríki tilheyrir eyjan Tasmanía?

10.   Frá 2002-2016 voru frumsýndar fimm hasarmyndir um óeirðamanninn Jason Bourne og blóðug ævintýri ýmis sem hann lendir sífellt í. Hver leikur Jason Bourne í fjórum af þessum bíómyndum?

— — —

Seinni aukaspurning:

Lítið á myndina hér að neðan. Þessi fræga íþróttakona var upp á sitt besta fyrir 30 árum eða svo, en var þá nánast ósigrandi í sinni grein. Hvað heitir hún?

— — —

Lítið á svörin við aðalspurningunum:

1.   Thames.

2.   Bandarískur.

3.   Frá Kúbu.

4.   Barcelona.

5.   Sevilla.

6.   Jim Morrison.

7.   Í París.

8.   Viðreisn.

9.   Ástralíu.

10.   Matt Damon.

— — —

Lítið á þessi svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru Neanderdalsmenn.

Á neðri myndinni er þýska tennisdrottningin Steffi Graf.

— — —

Og lítið á þrautina frá því í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár