Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

333. spurningaþraut: Fyrsta spurningin er létt, spurning svo með hinar

333. spurningaþraut: Fyrsta spurningin er létt, spurning svo með hinar

Lítið á þrautina frá því í gær.

— — —

Fyrri aukaspurning:

Lítið á myndina hér að ofan. Hvaða fólk er þetta?

— — —

Lítið þá á þessar aðalspurningar:

1.   Hvað heitir áin sem rennur um heimsborgina London?

2.   Hverrar þjóðar var barnabókahöfundurinn Dr. Seuss?

3.   Julian Duranona var fastamaður í landsliði Íslands í handbolta karla í mörg ár. Hvaðan kom hann upphaflega?

4.  Hver er höfuðborgin á spænska sjálfstjórnarsvæðinu Katalóníu?

5.   En hver ætli sé höfuðborgin á sjálfstjórnarsvæðinu Andalúsíu?

6.   Hvað hét hinn skammlífi söngvari rokkhljómsveitarinnar The Doors?

7.   Í hvaða heimsborg fjarri heimaslóðum andaðist hann?

8.   Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir settist á Alþingi þegar annar þingmaður sagði af sér þingmennsku. Fyrir hvaða flokk situr Þorbjörg Sigríður á þingi?

9.   Hvaða ríki tilheyrir eyjan Tasmanía?

10.   Frá 2002-2016 voru frumsýndar fimm hasarmyndir um óeirðamanninn Jason Bourne og blóðug ævintýri ýmis sem hann lendir sífellt í. Hver leikur Jason Bourne í fjórum af þessum bíómyndum?

— — —

Seinni aukaspurning:

Lítið á myndina hér að neðan. Þessi fræga íþróttakona var upp á sitt besta fyrir 30 árum eða svo, en var þá nánast ósigrandi í sinni grein. Hvað heitir hún?

— — —

Lítið á svörin við aðalspurningunum:

1.   Thames.

2.   Bandarískur.

3.   Frá Kúbu.

4.   Barcelona.

5.   Sevilla.

6.   Jim Morrison.

7.   Í París.

8.   Viðreisn.

9.   Ástralíu.

10.   Matt Damon.

— — —

Lítið á þessi svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru Neanderdalsmenn.

Á neðri myndinni er þýska tennisdrottningin Steffi Graf.

— — —

Og lítið á þrautina frá því í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár