Anton ennþá með stöðu sakbornings

Lög­mað­ur Ant­ons Krist­ins Þór­ar­ins­son­ar seg­ir Ant­on laus­an úr gæslu­varð­haldi en hann hafi enn stöðu sak­born­ings í rann­sókn á morð­inu í Rauða­gerði 28.

Anton ennþá með stöðu sakbornings
Laus úr gæsluvarðhaldi Anton Kristinn Þórarinsson hefur verið sleptp úr gæsluvarðhaldi en sætir þó farbanni til 30.mars næstkomandi Mynd: holdempix.com

Anton Kristinn Þórarinsson hefur nú verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn en hefur þó enn stöðu sakbornings og var því úrskurðaður í fjögurra vikna farbann.

„Hann er enn grunaður um eitthvað,“ segir Steinbergur Finnbogason, lögmaður Antons í samtali við Stundina og bætir því að alls tólf manns hafi réttarstöðu sakbornings í málinu.  

„Rökstuddi grunurinn hefur eitthvað rýrnað,“ segir Steinbergur um það af hverju Antoni var sleppt úr haldi eftir að hafa setið yfirheyrslur af hálfu lögreglu seinnipartinn í gær. Anton hafði þá verið í gæsluvarðhaldi í tvær vikur.

Eins og áður segir sætir Anton fjögurra vikna farbanni að beiðni lögreglunnar og má því ekki yfirgefa land á þeim tíma eða allt til 30. mars næstkomandi. „Það er nú ekki oft sem Íslendingar eru settir í farbann en til upplýsinga lagði lögreglan fram farbann og hann samþykkti það bara,“ segir Steinbergur. 

Í gær var litháenskum manni einnig sleppt úr gæsluvarðhaldi og sömuleiðis úrskurðaður í farbann sem var þó styttra en farbann Antons eða átta dagar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Morð í Rauðagerði

Verjandi í samskiptum við aðra sakborninga fyrir og eftir morðið
FréttirMorð í Rauðagerði

Verj­andi í sam­skipt­um við aðra sak­born­inga fyr­ir og eft­ir morð­ið

Stein­berg­ur Finn­boga­son, fyrr­ver­andi verj­andi Ant­ons Krist­ins Þór­ar­ins­son­ar sem var færð­ur í gæslu­varð­hald vegna rann­sókn­ar á morði í Rauða­gerði, var sam­kvæmt fjar­skipta­gögn­um lög­reglu í sam­skipt­um við aðra sak­born­inga í mál­inu fyr­ir og eft­ir að morð­ið var fram­ið. Vegna þessa hef­ur hann ver­ið kvadd­ur til skýrslu­töku í mál­inu og get­ur því ekki sinnt stöðu verj­anda. Stein­berg­ur hef­ur áð­ur ver­ið tal­inn af lög­reglu rjúfa mörk verj­anda og að­ila.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár