Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Anton ennþá með stöðu sakbornings

Lög­mað­ur Ant­ons Krist­ins Þór­ar­ins­son­ar seg­ir Ant­on laus­an úr gæslu­varð­haldi en hann hafi enn stöðu sak­born­ings í rann­sókn á morð­inu í Rauða­gerði 28.

Anton ennþá með stöðu sakbornings
Laus úr gæsluvarðhaldi Anton Kristinn Þórarinsson hefur verið sleptp úr gæsluvarðhaldi en sætir þó farbanni til 30.mars næstkomandi Mynd: holdempix.com

Anton Kristinn Þórarinsson hefur nú verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn en hefur þó enn stöðu sakbornings og var því úrskurðaður í fjögurra vikna farbann.

„Hann er enn grunaður um eitthvað,“ segir Steinbergur Finnbogason, lögmaður Antons í samtali við Stundina og bætir því að alls tólf manns hafi réttarstöðu sakbornings í málinu.  

„Rökstuddi grunurinn hefur eitthvað rýrnað,“ segir Steinbergur um það af hverju Antoni var sleppt úr haldi eftir að hafa setið yfirheyrslur af hálfu lögreglu seinnipartinn í gær. Anton hafði þá verið í gæsluvarðhaldi í tvær vikur.

Eins og áður segir sætir Anton fjögurra vikna farbanni að beiðni lögreglunnar og má því ekki yfirgefa land á þeim tíma eða allt til 30. mars næstkomandi. „Það er nú ekki oft sem Íslendingar eru settir í farbann en til upplýsinga lagði lögreglan fram farbann og hann samþykkti það bara,“ segir Steinbergur. 

Í gær var litháenskum manni einnig sleppt úr gæsluvarðhaldi og sömuleiðis úrskurðaður í farbann sem var þó styttra en farbann Antons eða átta dagar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Morð í Rauðagerði

Verjandi í samskiptum við aðra sakborninga fyrir og eftir morðið
FréttirMorð í Rauðagerði

Verj­andi í sam­skipt­um við aðra sak­born­inga fyr­ir og eft­ir morð­ið

Stein­berg­ur Finn­boga­son, fyrr­ver­andi verj­andi Ant­ons Krist­ins Þór­ar­ins­son­ar sem var færð­ur í gæslu­varð­hald vegna rann­sókn­ar á morði í Rauða­gerði, var sam­kvæmt fjar­skipta­gögn­um lög­reglu í sam­skipt­um við aðra sak­born­inga í mál­inu fyr­ir og eft­ir að morð­ið var fram­ið. Vegna þessa hef­ur hann ver­ið kvadd­ur til skýrslu­töku í mál­inu og get­ur því ekki sinnt stöðu verj­anda. Stein­berg­ur hef­ur áð­ur ver­ið tal­inn af lög­reglu rjúfa mörk verj­anda og að­ila.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár