Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

336. spurningaþraut: Hvaða eyjaklasi er ekki í Eyjaálfu?

336. spurningaþraut: Hvaða eyjaklasi er ekki í Eyjaálfu?

Hlekkur á síðustu þraut.

— — —

Fyrri aukaspurning:

Hver er karlinn á myndinni hér að ofan?

— — —

Aðalspurningar:

1.   Hver af þessum eyjaklösum er EKKI í Eyjaálfu? — Comoros-eyjar, Fiji-eyjar, Marshall-eyjar, Micronesiu-eyjar, Samoa-eyjar, Solomons-eyjar.

2.   Bong Joon Ho heitir maður nokkur, rúmlega fimmtugur, fæddur í Suður-Kóreum, þykir bæði skynugur og skemmtilegur og árið 2019 vann hann ákveðið afrek sem engum hafði tekist áður. Hvað gæti það verið?

3.   Hvaða ár fengu Íslendingar fyrst sérstaka stjórnarskrá?

4.   Árið 1968 varð algjört hrun í veiðum á ákveðinni fisktegund og hafði það mjög slæm áhrif á efnahagsástand Íslands. Hver var fisktegundin?

5.   Rulla, skro og tala — um hvað voru þessi orð notuð á Íslandi til skamms tíma?

6.   Hvað eiga bílategundirnar Pontiac, Mazda Navajo, Jeep Cherokee og Dodge Dakota sameiginlegt? Það lýtur að nöfnum bílanna fyrst og fremst.

7.   Árið 934 eða þar um bil varð gríðarlegt eldgos norðan og norðvestan þess svæðis þar sem Skaftáreldar brutust síðar út. Þar mun hafa gosið í um það bil 60 kílómetra langri gjá, en að vísu ekki samfellt allsstaðar í einu. Hvað nefnist þessi eldstöð?

8.   Árið 1960 gaf kornung kona út ástarsöguna Ást á rauðu ljósi. Hún gaf svo út tvær skáldsögur til viðbótar en helgaði sig síðan ferðabókum, æviminningum og fræðsluritum um framandi slóðir. Hvað hét konan?

9.   Eitt af frægustu lögum Bubba Morthens er Blindsker („Ég sest niður með kaffið, ég set Bowie á fóninn ...“). Hvaða hljómsveit spilaði með Bubba á þeirri plötu (Lili Marlene) þar sem þetta lag birtist fyrst?

10.  Og meðal annarra orða. Hvernig er framhaldið: „... ég set Bowie  á fóninn, þitt uppáhaldslag var ...?“

— — — 

Seinni aukaspurning:

Útlínur hvaða lands má sjá hér að neðan?

— — —

Svör við aðalspurningum:

1.   Comoros-eyjar tilheyra Afríku.

2.   Kvikmyndaleikstjóri sem varð fyrstur til að vinna Óskarsverðlaun fyrir bestu mynd með mynd á annarri tungu en ensku, með myndinni Parasite.

3.   1874.

4.   Síld.

5.   Munntóbak. Tóbak dugar alveg.

6.   Heita eftir ættbálkum eða einstaklingum af kyni frumbyggja — Indíána sem kallaðir voru.

7.   Eldgjá.

8.   Jóhanna Kristjónsdóttir.

9.   Das Kapital.

Blindsker í flutningi Das Kapital:Auk Bubba spiluðu í þessu lagi Mike Pollock gítarleikari, Jakob Smári Magnússon bassaleikari og Guðmundur Gunnarsson trommuleikari. Að auki komu Jens Hansson og Arnþór Jónsson við sögu.

10.   Wild is the Wind.

— — —

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Friðrik Ólafsson stórmeistari í skák.

Hér til hliðar má sjá myndina óskorna.

Á neðri myndinni má sjá útlínur Mexíkó.

— — —

Hlekkur á síðustu þraut!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár