Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

332. spurningaþraut: Hér er spurt um mann sem sparaði ekki stóru orðin gegn syndinni!

332. spurningaþraut: Hér er spurt um mann sem sparaði ekki stóru orðin gegn syndinni!

Þraut frá í gær.

— — —

Á myndinni hér að ofan má sjá bandarísku leikkonuna Renée Zellweger í hlutverki sínu í bíómynd frá 2001. Þar lék hún persónu sem hún hefur síðan leikið í tveimur öðrum myndum, 2004 og 2016. Hvað heitir persónan?

— — —

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir bæjarfógetinn í Kardimommubæ?

2.   Hvaða land í veröldinni var fyrrum kallað Síam?

3.   Hvað eru Síams-tvíburar?

4.   Maður nokkur var bisup í Skálholti frá 1698 til dauðadags 1720. Hann var frægur mælskumaður og safn hans af prédikunum var gefið út sem „postillusafn“. Þar sparaði hann ekki stóru orðin gegn syndinni! En biskup var líka breyskur valdamaður, drykkfelldur og skapstór. Hvað hét hann?

5.   Chloé Zhao vann um daginn verðlaun Golden Globe sem besti leikstjórinn á síðasta ári fyrir mynd sína sem heitir ...?

6.   Hvaða nes er milli Breiðafjarðar og Faxaflóa?

7.   Nýlega var hið mikla rússneska skáldverk, Karamazov-bræðurnir, gefið út að nýju hér á landi. Hver skrifaði um þá bræður?

8.   Hver þýddi bókina á íslensku, og margar aðrar eftir sama höfund?

9.   Hvaða stofnun er WHO?

10.   Hvað heitir gítarleikari og lagasmiður hljómsveitarinnar The Who?

— — —

Seinni aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan má sjá þrjá hunda af tegund sem hefur síðustu tvo þrjá áratugina verið sú vinsælasta hjá hundaeigendum á vesturlöndum. Hvað nefnist þessi tegund?

— — —

Svör við aðalspurningum:

1.   Bastian.

2.   Thaíland.

3.   Tvíburar sem fæðast að einhverju leyti samvaxnir.

4.   Jón Vídalín.

5.   Nomadland.

6.   Snæfellsnes.

7.   Dostoévskí.

8.   Ingibjörg Haraldsdóttir.

9.   Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (World Health Organization).

10.   Pete Townsend.

— — —

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Zellweger í hlutverki Bridget Jones.

En hundategundin á seinni myndinni kallast á ensku Labrador Retriever en hefur oftast verið kölluð einfaldlega Labrador-hundur á Íslandi.

— — —

Og hér er svo aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár