Hlekkurinn á þrautina frá í gær.
***
Fyrri aukaspurning:
Hver er konan á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Höfuðstaðurinn Tórshavn er stærsti bær Færeyja, um það hef ég þegar spurt. En hvað heitir næststærsti bær Færeyja?
2. Hvaða arkitekt teiknaði Þjóðleikhúsið?
3. Hvað þýddi F-ið í nafni John F. Kennedys Bandaríkjaforseta?
4. En hvað þýddi F-ið í nafni Roberts F. Kennedys bróður hans, sem hefði sennilega orðið Bandaríkjaforseti ...
5. ... ef HVER hefði ekki myrt hann?
6. Hvaða mexíkóski myndlistarmaður (1907-1954) málaði ekki síst litríkar sjálfsmyndir?
7. Hvað heitir kastali bresku konungsfjölskyldunnar í Skotlandi?
8. Í hvaða landi heitir höfuðborgin Santiago?
9. Hvað þýðir skammstöfunin YSL — sér í lagi þegar menn eru að tala eða skrifa um tísku?
10. Tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn gegndu sömu embættum í síðustu ríkisstjórn líka. Hverjir eru þeir? Nefna verður báða ráðherrana.
***
Seinni aukaspurning.
Hér að neðan má sjá enska rokkstjörnu. Hann kom fram á sjónarsviðið með hljómsveit sinni á síðasta áratug síðustu aldar. Hljómsveitin þykir vera ein sú allra virtasta í rokkinu og plötur hennar seljast vel, en er sennilega of „tilraunakennd“ til að þessi söngvari geti talist í hópi stærstu „poppstjarna“. En hvað heitir hann?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Klaksvik.
2. Guðjón Samúelsson.
3. Fitzgerald.
4. Francis.
5. Sirhan Sirhan.
6. Frida Kahlo.
7. Balmoral.
8. Tjíle.
9. Yves Saint Laurent.
10. Guðlaugur Þór og Þórdís Kolbrún.
***
Svör við aukaspurningum:
Konan á efri myndinni er Marilyn Monroe:
(Bíðið bara eftir spurningaþraut númer 794, þegar ég mun spyrja: Hver er karlmaðurinn á myndinni!)
Á neðri myndinni er söngvari Radiohead, Thom Yorke.
***
Athugasemdir