Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

331. spurningaþraut: Hvað þýða F-in í nöfnum Kennedy-bræðra?

331. spurningaþraut: Hvað þýða F-in í nöfnum Kennedy-bræðra?

Hlekkurinn á þrautina frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Höfuðstaðurinn Tórshavn er stærsti bær Færeyja, um það hef ég þegar spurt. En hvað heitir næststærsti bær Færeyja?

2.   Hvaða arkitekt teiknaði Þjóðleikhúsið?

3.   Hvað þýddi F-ið í nafni John F. Kennedys Bandaríkjaforseta?

4.   En hvað þýddi F-ið í nafni Roberts F. Kennedys bróður hans, sem hefði sennilega orðið Bandaríkjaforseti ...

5.    ... ef HVER hefði ekki myrt hann?

6.   Hvaða mexíkóski myndlistarmaður (1907-1954) málaði ekki síst litríkar sjálfsmyndir?

7.   Hvað heitir kastali bresku konungsfjölskyldunnar í Skotlandi?

8.   Í hvaða landi heitir höfuðborgin Santiago?

9.   Hvað þýðir skammstöfunin YSL — sér í lagi þegar menn eru að tala eða skrifa um tísku?

10.   Tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn gegndu sömu embættum í síðustu ríkisstjórn líka. Hverjir eru þeir? Nefna verður báða ráðherrana.

***

Seinni aukaspurning.

Hér að neðan má sjá enska rokkstjörnu. Hann kom fram á sjónarsviðið með hljómsveit sinni á síðasta áratug síðustu aldar. Hljómsveitin þykir vera ein sú allra virtasta í rokkinu og plötur hennar seljast vel, en er sennilega of „tilraunakennd“ til að þessi söngvari geti talist í hópi stærstu „poppstjarna“. En hvað heitir hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Klaksvik.

2.   Guðjón Samúelsson.

3.   Fitzgerald.

4.   Francis.

5.   Sirhan Sirhan.

6.   Frida Kahlo.

7.   Balmoral.

8.   Tjíle.

9.   Yves Saint Laurent.

10.   Guðlaugur Þór og Þórdís Kolbrún.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á efri myndinni er Marilyn Monroe:

(Bíðið bara eftir spurningaþraut númer 794, þegar ég mun spyrja: Hver er karlmaðurinn á myndinni!)

Á neðri myndinni er söngvari Radiohead, Thom Yorke.

***

Á hlekkurinn gær frá þrautina í.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár