***
Spurningarnar í dag eru allar um fræga Frakka.
Myndaspurningarnar snúast um skáldaðar persónur, en hinir um alvöru fólk.
Spurningin sú hin efri hjlóðar svo:
Hvar koma þessar persónurnar hér að ofan við sögu?
***
Aðalspurningar:
1. Hvað heitir þessa franska filmstjarna sem hefur leikið í fjölda góðra mynda í heimalandi sínu en líka dúkkað stöku sinnum upp í alþjóðlegum myndum af ýmsu tagi, eins og skrímslamyndinni Godzilla frá 2013?

***
2. Þessi hóf feril sinn sem hermaður — eins og sjá má — en síðan fór hann út í pólitík. Hvað hét hann?

***
3. Hvað hét þessi fræga listakona?

***
4. Þessi lét líka að sér kveða í listum, en var þó á endanum frægari fyrir annað?

***
5. Þessi hér hefur verið einhver virtasta kvikmyndastjarna Frakklands í áratugi og lætur ekki bilbug á finna.

***
6. Þessi hér var einn frægasti tískuhönnuður um sína daga og hugsaði þó ekki bara um föt og fylgihluti, heldur lét sér jafnvel lyktina varða. Hvað hét hún?

***
7. Þessi kona hefur verið í framboði til forseta Frakklands en ekki náð árangri — sem betur fer, mundu flestir segja. Hvað heitir hún?

***
8. Það er nú nokkuð síðan þessi lét að sér kveða. En hann var fyrirferðarmikill þá. Hvað hét hann?

***
9. Alltaf voða mikið grænt í kringum þennan. Hvað heitir hann?

***
10. Þessi kona er borgarstjóri í París og ýmsir telja að hún eigi ágæta möguleika á að verða fyrsta konan sem hreppi forsetaembættið í Frans. Hvað heitir hún?

***
Seinni aukaspurningin:
Þarna sjást sjónvarpspersónurnar Laure og Gilou (þau eru leikin af Caroline Proust og Thierry Godard). Þau hafa leikið í frægum frönskum lögguþáttum sem eru nú að renna sitt skeið á enda. Hvað heitir serían?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Juliette Binoche.
2. De Gaulle.
3. Edith Piaf.
4. Brigitte Bardot.
5. Catherine Deneuve.
6. Coco Chanel.
7. Marine le Pen.
8. Napoleon.
9. Zidane.
10. Anne Hidalgo.
***
Svör við aukaspurningum:
Á fyrri myndinni eru persónur úr sögunum um Asterix, eða Ástrík.
Þau skötuhjúin á neðri myndinni hafa leikið í þáttaröðinni Spiral og/eða Engrenages.
***
Athugasemdir