Gærdagsþrautin, hlekkur á hana.
***
Aukaspurning, sú hin fyrri, er á þessa leið:
Dýrið á myndinni hér að ofan er útdautt. Mannsmyndin er í hlutfallslega réttri stærð. En hvað nefnum við þetta dýr?
***
Aðalspurningar:
1. Daenerys Targaryan — hvar er hana að finna?
2. Ágúst Ævar Gunnarsson var trommuleikari í hljómsveit einni frá stofnun hennar 1994. Hann spilaði á fyrstu plötu hljómsveitarinnar, sem þótti ágætis byrjun, en síðan tók annar maður við trommukjuðunum. Hvaða hljómsveit er hér um að ræða?
3. Sagan um Lísu í Undralandi hefst á því að hún liggur og dormar í góða veðrinu þegar dýr nokkurt hleypur framhjá, dregur upp úr og lítur á það, um leið og dýrið segir áhyggjufullt: „Almáttugur, almáttugur, ég verð of seinn!“ Hvaða dýr er þetta?
4. Árið 1979 kom tónlistarmaður nokkur vestan hafs aðdáendum sínum á óvart með því að gefa út plötuna Slow Train Coming. Á henni voru trúarsöngvar en tónlistarmaðurinn hafði ekki samið slíka söngva áður, heldur var kunnari fyrir mótmælasöngva og innhverfa ástarsöngva. Á eftir fylgdu tvær plötur í viðbót með trúarsöngvum — Saved og Shot of Love — en síðan lagði tónlistarmaðurinn trúarsöngva á hilluna og tók aftur upp fyrri háttu. Hvaða músíkant er þetta?
5. Lotukerfið er skrá yfir frumefni. Hversu mörg eru þau? Hér má muna þremur til eða frá.
6. Hvað eiga þessi 14 Evrópuríki sameiginlegt: Andorra, Austurríki, Bélarus, Liechtenstein, Luxemburg, Moldova, Norður Makedónía, San Marino, Serbía, Slóvakía, Sviss, Tékkland, Ungverjaland og Vatíkanið?
7. Hversu margar mínútur tekur venjulegur keppnisleikur í fótbolta karla?
8. En kvenna?
9. Hversu mörg hólf eru í hjarta mannsins?
10. Hvað er svokallaður „Blue Cheese“ (á ensku) kallaður á íslensku?
***
Aukaspurning, sú hin seinni, er á þessa leið:
Hvað heitir ávöxturinn á myndinni hér að neðan?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Í bókum og sjónvarpsþáttum um Krúnuleikana, Game of Thrones.
2. Sigur Rós.
3. Kanína.
4. Bob Dylan.
5. Frumefnin eru 118, svo rétt telst vera allt frá 115 til 121.
6. Þau eru landlukt.
7. Níutíu mínútur.
8. Níutíu mínútur líka.
9. Fjögur.
10. Gráðostur eða gráðaostur.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er risaletidýr sem búsett var í Mið- og Norður-Ameríku.
Á neðri myndinni er mangó.
***
Athugasemdir