Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

329. spurningaþraut: Ostur, trúarsöngvar og tímabundið dýr

329. spurningaþraut: Ostur, trúarsöngvar og tímabundið dýr

Gærdagsþrautin, hlekkur á hana.

***

Aukaspurning, sú hin fyrri, er á þessa leið:

Dýrið á myndinni hér að ofan er útdautt. Mannsmyndin er í hlutfallslega réttri stærð. En hvað nefnum við þetta dýr?

***

Aðalspurningar:

1.   Daenerys Targaryan — hvar er hana að finna?

2.   Ágúst Ævar Gunnarsson var trommuleikari í hljómsveit einni frá stofnun hennar 1994. Hann spilaði á fyrstu plötu hljómsveitarinnar, sem þótti ágætis byrjun, en síðan tók annar maður við trommukjuðunum. Hvaða hljómsveit er hér um að ræða?

3.   Sagan um Lísu í Undralandi hefst á því að hún liggur og dormar í góða veðrinu þegar dýr nokkurt hleypur framhjá, dregur upp úr og lítur á það, um leið og dýrið segir áhyggjufullt: „Almáttugur, almáttugur, ég verð of seinn!“ Hvaða dýr er þetta?

4.   Árið 1979 kom tónlistarmaður nokkur vestan hafs aðdáendum sínum á óvart með því að gefa út plötuna Slow Train Coming. Á henni voru trúarsöngvar en tónlistarmaðurinn hafði ekki samið slíka söngva áður, heldur var kunnari fyrir mótmælasöngva og innhverfa ástarsöngva. Á eftir fylgdu tvær plötur í viðbót með trúarsöngvum — Saved og Shot of Love — en síðan lagði tónlistarmaðurinn trúarsöngva á hilluna og tók aftur upp fyrri háttu. Hvaða músíkant er þetta?

5.   Lotukerfið er skrá yfir frumefni. Hversu mörg eru þau? Hér má muna þremur til eða frá.

6.   Hvað eiga þessi 14 Evrópuríki sameiginlegt: Andorra, Austurríki, Bélarus, Liechtenstein, Luxemburg, Moldova, Norður Makedónía, San Marino, Serbía, Slóvakía, Sviss, Tékkland, Ungverjaland og Vatíkanið? 

7.   Hversu margar mínútur tekur venjulegur keppnisleikur í fótbolta karla?

8.   En kvenna?

9.   Hversu mörg hólf eru í hjarta mannsins?

10.   Hvað er svokallaður „Blue Cheese“ (á ensku) kallaður á íslensku?

***

Aukaspurning, sú hin seinni, er á þessa leið:

Hvað heitir ávöxturinn á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Í bókum og sjónvarpsþáttum um Krúnuleikana, Game of Thrones.

2.   Sigur Rós.

3.   Kanína.

4.   Bob Dylan.

5.   Frumefnin eru 118, svo rétt telst vera allt frá 115 til 121.

6.   Þau eru landlukt.

7.   Níutíu mínútur.

8.   Níutíu mínútur líka.

9.   Fjögur.

10.   Gráðostur eða gráðaostur.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er risaletidýr sem búsett var í Mið- og Norður-Ameríku.

Á neðri myndinni er mangó.

***

Gærdagsþrautin, hlekkur á hana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár