Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

328. spurningaþraut: Dakar, Dresden og MiG-orrustuþotur

328. spurningaþraut: Dakar, Dresden og MiG-orrustuþotur

Þraut gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning:

Í hvaða landi er myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.   Í hvaða landi er borgin Dresden?

2.   Hver er fjölmennasta gatan Í Reykjavík og þar með á öllu Íslandi?

3.   Svo óvenjulega vill til að vetrarólympíuleikarnir á næsta ári, 2022, verða haldnir í borg sem er tiltölulega nýbúin að halda sumarólympíuleikana. Borgin verður því sú fyrsta sem heldur bæði sumar- og vetrarleika. Hvaða borg er þetta?

4.   Nú er orðið næsta víst það sem margir töldu sig þó vita, að krónprins og aðalvaldamaður Sádi-Arabíu stóð persónulega á bak við morðið á sádískum blaðamanni árið 2018. Hvað hét blaðamaðurinn?

5.   Í hvaða landi var Ferdinand Marcos forseti 1965-1986?

6.   Anna Pavlova var ein frægasta kona heimsins á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Hvað fékkst hún við?

7.   Dakar heitir borg í Afríku þar sem voru upphaflega bækistöðvar þrælasala og nýlenduherra en nú er hún höfuðborg í sjálfstæðu ríki. Hvaða ríki er það?

8.   Í hvaða bæ á Íslandi starfar íþróttafélagið Stjarnan?

9.   Hvaða þjóð framleiðir herþotur af gerðinni MiG?

10.   Olga Tokarczuk fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 2018. Hverrar þjóðar er hún?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er sá ungi maður sem sjá má á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Þýskalandi.

2.   Hraunbæ.

3.   Bejing.

4.   Khasoggi.

5.   Filippseyjar.

6.   Hún var ballettdansari.

7.   Senegal.

8.   Garðabæ.

9.   Rússar.

10.   Hún er pólsk.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin í Bosníu Hersegóvínu. Þetta er bærinn Mostar með hinni frægu brú sem sprengd var í stríðinu þar á síðasta áratug 20. aldar en endurbyggð rétt eftir aldamótin.

Neðri myndin er af Vladimir Pútin.

***

Þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár