***
Fyrri aukaspurning:
Í hvaða landi er myndin hér að ofan tekin?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða landi er borgin Dresden?
2. Hver er fjölmennasta gatan Í Reykjavík og þar með á öllu Íslandi?
3. Svo óvenjulega vill til að vetrarólympíuleikarnir á næsta ári, 2022, verða haldnir í borg sem er tiltölulega nýbúin að halda sumarólympíuleikana. Borgin verður því sú fyrsta sem heldur bæði sumar- og vetrarleika. Hvaða borg er þetta?
4. Nú er orðið næsta víst það sem margir töldu sig þó vita, að krónprins og aðalvaldamaður Sádi-Arabíu stóð persónulega á bak við morðið á sádískum blaðamanni árið 2018. Hvað hét blaðamaðurinn?
5. Í hvaða landi var Ferdinand Marcos forseti 1965-1986?
6. Anna Pavlova var ein frægasta kona heimsins á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Hvað fékkst hún við?
7. Dakar heitir borg í Afríku þar sem voru upphaflega bækistöðvar þrælasala og nýlenduherra en nú er hún höfuðborg í sjálfstæðu ríki. Hvaða ríki er það?
8. Í hvaða bæ á Íslandi starfar íþróttafélagið Stjarnan?
9. Hvaða þjóð framleiðir herþotur af gerðinni MiG?
10. Olga Tokarczuk fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 2018. Hverrar þjóðar er hún?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er sá ungi maður sem sjá má á myndinni hér að neðan?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Þýskalandi.
2. Hraunbæ.
3. Bejing.
4. Khasoggi.
5. Filippseyjar.
6. Hún var ballettdansari.
7. Senegal.
8. Garðabæ.
9. Rússar.
10. Hún er pólsk.
***
Svör við aukaspurningum:
Efri myndin er tekin í Bosníu Hersegóvínu. Þetta er bærinn Mostar með hinni frægu brú sem sprengd var í stríðinu þar á síðasta áratug 20. aldar en endurbyggð rétt eftir aldamótin.
Neðri myndin er af Vladimir Pútin.
***
Athugasemdir