326. spurningaþraut: Hver birtist 37 sinnum í sínum eigin myndum?

326. spurningaþraut: Hver birtist 37 sinnum í sínum eigin myndum?

Hafirðu misst af þrautinni í gær, þá er hún hér.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er á myndinni hér að ofan, ögn yngri en hún er núna?

***

Aðalspurningar:

1.   Samsung heitir tæknifyrirtæki sem framleiðir meðal annars farsíma. Í hvaða landi er Samsung upprunnið?

2.   Í ágúst 1969 var haldin víðfræg tónlistarhátíð í New York-ríki í Bandaríkjunum. Hún er kennd við jörðina þar sem hátíðin fór fram. Hvað kallast hún?

3.   Leikstjóri einn birtist 37 sinnum í sínum eigin bíómyndum, en þó aðeins í örfáar sekúndur í hvert sinn og oftast tóku áhorfendur ekkert eftir honum. Hver er þessi leikstjóri?

4.   Hver lék Mary Poppins í bíómyndinni frá 1964?

5.   Árlegur úrslitaleikur í hinum svokallaða ameríska fótbolta fór að þessu sinni fram 7. febrúar. Hvað kallast þessi úrslitaleikur?

6.   Að þessu sinni sigraði liðið Tampa Bay Buccaneers örugglega í þessum leik og leikstjórnandi liðsins skráði nafn sitt í sögubækur þessarar íþróttar. Hann er orðinn 43 ára gamall en var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. Hvað heitir hann?

7.   Í hvaða landi er dagblaðið Politiken gefið út?

8.   Maður nokkur hefur víða komið við, verið blaðamaður og ritstjóri, forstjóri fjölmiðlafyrirtækis og fleira, en  er nú einn helsti forkólfur hins nýja Sósíalistaflokks. Hvað heitir hann?

9.   Í rúmar tvær aldir — frá um það bil 1550 og langt fram á 18. öld — var eitt víðlendasta ríki Evrópu sambandsríki Póllands og ... hvaða ríkis?

10.   Hvað hét goðinn sem sagður hafa ákveðið á Alþingi að Íslendingar skyldu taka upp kristni svo ekki kæmi til borgarastyrjaldar í landinu?

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða vinsælu scifi sjónvarpsþáttum og bíómyndum ber þetta geimfar reglulega fyrir sjónir?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Suður-Kóreu.

2.   Woodstock.

3.   Hitchcock.

4.   Julie Andrews.

5.   Super Bowl, Ofurskálin.

6.   Tom Brady.

7.   Danmörku.

8.   Gunnar Smári.

9.   Litháens.

10.   Þorgeir.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá söngkonuna Madonnu unga að árum.

Á neðri myndinni er USS Enterprise úr Star Trek-þáttum og myndum.

***

Hlekkur á síðustu þraut.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár