Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

326. spurningaþraut: Hver birtist 37 sinnum í sínum eigin myndum?

326. spurningaþraut: Hver birtist 37 sinnum í sínum eigin myndum?

Hafirðu misst af þrautinni í gær, þá er hún hér.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er á myndinni hér að ofan, ögn yngri en hún er núna?

***

Aðalspurningar:

1.   Samsung heitir tæknifyrirtæki sem framleiðir meðal annars farsíma. Í hvaða landi er Samsung upprunnið?

2.   Í ágúst 1969 var haldin víðfræg tónlistarhátíð í New York-ríki í Bandaríkjunum. Hún er kennd við jörðina þar sem hátíðin fór fram. Hvað kallast hún?

3.   Leikstjóri einn birtist 37 sinnum í sínum eigin bíómyndum, en þó aðeins í örfáar sekúndur í hvert sinn og oftast tóku áhorfendur ekkert eftir honum. Hver er þessi leikstjóri?

4.   Hver lék Mary Poppins í bíómyndinni frá 1964?

5.   Árlegur úrslitaleikur í hinum svokallaða ameríska fótbolta fór að þessu sinni fram 7. febrúar. Hvað kallast þessi úrslitaleikur?

6.   Að þessu sinni sigraði liðið Tampa Bay Buccaneers örugglega í þessum leik og leikstjórnandi liðsins skráði nafn sitt í sögubækur þessarar íþróttar. Hann er orðinn 43 ára gamall en var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. Hvað heitir hann?

7.   Í hvaða landi er dagblaðið Politiken gefið út?

8.   Maður nokkur hefur víða komið við, verið blaðamaður og ritstjóri, forstjóri fjölmiðlafyrirtækis og fleira, en  er nú einn helsti forkólfur hins nýja Sósíalistaflokks. Hvað heitir hann?

9.   Í rúmar tvær aldir — frá um það bil 1550 og langt fram á 18. öld — var eitt víðlendasta ríki Evrópu sambandsríki Póllands og ... hvaða ríkis?

10.   Hvað hét goðinn sem sagður hafa ákveðið á Alþingi að Íslendingar skyldu taka upp kristni svo ekki kæmi til borgarastyrjaldar í landinu?

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða vinsælu scifi sjónvarpsþáttum og bíómyndum ber þetta geimfar reglulega fyrir sjónir?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Suður-Kóreu.

2.   Woodstock.

3.   Hitchcock.

4.   Julie Andrews.

5.   Super Bowl, Ofurskálin.

6.   Tom Brady.

7.   Danmörku.

8.   Gunnar Smári.

9.   Litháens.

10.   Þorgeir.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá söngkonuna Madonnu unga að árum.

Á neðri myndinni er USS Enterprise úr Star Trek-þáttum og myndum.

***

Hlekkur á síðustu þraut.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár