Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

326. spurningaþraut: Hver birtist 37 sinnum í sínum eigin myndum?

326. spurningaþraut: Hver birtist 37 sinnum í sínum eigin myndum?

Hafirðu misst af þrautinni í gær, þá er hún hér.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er á myndinni hér að ofan, ögn yngri en hún er núna?

***

Aðalspurningar:

1.   Samsung heitir tæknifyrirtæki sem framleiðir meðal annars farsíma. Í hvaða landi er Samsung upprunnið?

2.   Í ágúst 1969 var haldin víðfræg tónlistarhátíð í New York-ríki í Bandaríkjunum. Hún er kennd við jörðina þar sem hátíðin fór fram. Hvað kallast hún?

3.   Leikstjóri einn birtist 37 sinnum í sínum eigin bíómyndum, en þó aðeins í örfáar sekúndur í hvert sinn og oftast tóku áhorfendur ekkert eftir honum. Hver er þessi leikstjóri?

4.   Hver lék Mary Poppins í bíómyndinni frá 1964?

5.   Árlegur úrslitaleikur í hinum svokallaða ameríska fótbolta fór að þessu sinni fram 7. febrúar. Hvað kallast þessi úrslitaleikur?

6.   Að þessu sinni sigraði liðið Tampa Bay Buccaneers örugglega í þessum leik og leikstjórnandi liðsins skráði nafn sitt í sögubækur þessarar íþróttar. Hann er orðinn 43 ára gamall en var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. Hvað heitir hann?

7.   Í hvaða landi er dagblaðið Politiken gefið út?

8.   Maður nokkur hefur víða komið við, verið blaðamaður og ritstjóri, forstjóri fjölmiðlafyrirtækis og fleira, en  er nú einn helsti forkólfur hins nýja Sósíalistaflokks. Hvað heitir hann?

9.   Í rúmar tvær aldir — frá um það bil 1550 og langt fram á 18. öld — var eitt víðlendasta ríki Evrópu sambandsríki Póllands og ... hvaða ríkis?

10.   Hvað hét goðinn sem sagður hafa ákveðið á Alþingi að Íslendingar skyldu taka upp kristni svo ekki kæmi til borgarastyrjaldar í landinu?

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða vinsælu scifi sjónvarpsþáttum og bíómyndum ber þetta geimfar reglulega fyrir sjónir?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Suður-Kóreu.

2.   Woodstock.

3.   Hitchcock.

4.   Julie Andrews.

5.   Super Bowl, Ofurskálin.

6.   Tom Brady.

7.   Danmörku.

8.   Gunnar Smári.

9.   Litháens.

10.   Þorgeir.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá söngkonuna Madonnu unga að árum.

Á neðri myndinni er USS Enterprise úr Star Trek-þáttum og myndum.

***

Hlekkur á síðustu þraut.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár