Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

325. spurningaþraut: Næstlengsta áin á Íslandi, og fleira

325. spurningaþraut: Næstlengsta áin á Íslandi, og fleira

Hér er þraut gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning, hver er karlinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir höfuðborgin í Íran?

2.   Páll postuli hét öðru nafni áður en hann gekk til liðs kristna menn. Hvað var hann nefndur?

3.   Leikkona ein bandarísk hlaut fleiri Óskarsverðlaun fyrir leikafrek en nokkur annar eða fjögur. Konan lést 2003, 96 ára. Hvað hét hún?

4.     Margrét Lára Viðarsdóttir markadrottning íslenska landsliðsins í fótbolta fæddist í Vestmannaeyjum og hóf ferill sinn hjá ÍBV. Hún spilaði svo með einu öðru íslensku liði og auk þess liðum bæði í Svíþjóð og Þýskalandi. Hvaða íslenska liði spilaði Margrét Lára með, auk ÍBV?

5.   Hver skrifaði bókina Veröld sem var?

6.   Tveir tónlistarmenn létu mjög að sér kveða í raf-, dans-, house-, funk-, teknó-, diskó-, indí- og popptónlist. Þeir kölluðu sig Daft Punk. Frá hvaða landi komu þeir?

7.   Elenóra af Akvitaníu var frönsk hertogadóttir sem giftist fyrst Loðvík 7. konungi Frakklands en skildi við hann og giftist þá Hinriki 2. Englandskonungi. Hún var móðir Englandskónganna Ríkarðar ljónshjarta og Jóhanns landlausa. Hún var ein aðalpersónan í kvikmyndinni Lion in Winter frá 1968 sem þótti einkar fín mynd. Hver lék Elenóru þar?

8.   En hver lék eiginmann hennar Hinrik 2.?

9.   Þegar hefur verið spurt á þessum vettvangi um hver er lengsta á á Íslandi og reyndist það vera Þjórsá. En hver er næstlengst?

10.   Í hvaða landi er forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu?

***

Seinni aukaspurning, úr hvaða kvikmynd er þetta skjáskot?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Teheran.

2.   Sál.

3.   Katherine Hepburn.

4.   Val.

5.   Stefan Zweig.

6.   Þeir eru franskir.

7.   Katherine Hepburn.

Katherine Hepburn og Peter O'Tooleí hlutverkum sínum í myndinni Lion in Winter.

8.   Peter O'Toole.

9.   Jökulsá á Fjöllum.

10.   Ísrael.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Ásmundur Sveinsson myndhöggvari.

Schwarzenegger/Terminator

Neðri myndin sýnir hins vegar Arnold Schwarzenegger í hlutverki sínu í kvikmyndinni The Terminator.

***

Og hér er þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár