Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

324. spurningaþraut: Montesúma og Matthías, hvað vitiði um þá?

324. spurningaþraut: Montesúma og Matthías, hvað vitiði um þá?

Þraut gærdagsins, hér.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvaða mynd er þetta hér að ofan?

***

Aðalspurning:

1.   Montesúma eða Moktesúma hét kóngur einn sem ríkti yfir þjóð einni fyrir fimm hundruð árum en var þá steypt af stóli af innrásarþjóð. Yfir hvaða þjóð ríkti hann?

2.   Hvað hét norska eyjan þar sem fjöldamorð voru framin fyrir áratug?

3.   Hvað heitir gítarleikarinn í hljómsveitinni Led Zeppelin?

4.   Dolores O'Riordan hét einstaklega hæfileikarík írsk söngkona og tónlistarmaður sem lést langt fyrir aldur fram fyrir þrem árum, aðeins 46 ára. Frá 1990 var hún meðlimur í vinsælli hljómsveit frá heimalandinu en lét líka að sér kveða upp á eigin spýtur. Eitt vinsælasta lag hennar hét Ordinary Day. En hvað hét hljómsveitin sem hún söng með?

5.   Matthías Jochumsson var lengi prestur á Akureyri og er oft kenndur við þann stað. En hann var um tíma prestur á fornu höfuðbýli á Suðurlandi. Hver var sá bær?

6.   Mark Zuckerberg er einn af ríkustu mönnum heims. Auður hans grundvallast á fyrirtæki sem hann kom á laggirnar og rekur enn. Það heitir ...?

7.    „Drjúg eru ...“ hver?

8.   Hvaða vinsæla kvikmynd gerist á tungli reikistjörnunnar Pandóru?

9.   Ein uglutegund verpir hér á landi að staðaldri. Hvaða tegund er það?

10.   Undir hvaða nafni er Steinþór Hróar Steinþórsson þekktastur?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða íslenskan fjörð má sjá hér?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Astekum.

2.   Útey.

3.   Jimmy Page.

4.   Cranberries.

5.   Oddi.

6.   Facebook.

7.   Morgunverkin.

8.   Avatar.

9.   Brandugla. Önnur uglutegund á til að verpa hér en mun sjaldnar.

10.   Steindi.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri mynd prýðir albúm einnar þekktustu sólóplötu Bubba Morthens, Konu.

Seinni aukaspurning:

Á neðri myndinni má sjá Reyðarfjörð og er myndin tekin úr mikilli hæð yfir Austfjörðum. Örlítið víðara sjónarhorn má sjá hér til hliðar.

***

Og hérna er þrautin síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár