Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

324. spurningaþraut: Montesúma og Matthías, hvað vitiði um þá?

324. spurningaþraut: Montesúma og Matthías, hvað vitiði um þá?

Þraut gærdagsins, hér.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvaða mynd er þetta hér að ofan?

***

Aðalspurning:

1.   Montesúma eða Moktesúma hét kóngur einn sem ríkti yfir þjóð einni fyrir fimm hundruð árum en var þá steypt af stóli af innrásarþjóð. Yfir hvaða þjóð ríkti hann?

2.   Hvað hét norska eyjan þar sem fjöldamorð voru framin fyrir áratug?

3.   Hvað heitir gítarleikarinn í hljómsveitinni Led Zeppelin?

4.   Dolores O'Riordan hét einstaklega hæfileikarík írsk söngkona og tónlistarmaður sem lést langt fyrir aldur fram fyrir þrem árum, aðeins 46 ára. Frá 1990 var hún meðlimur í vinsælli hljómsveit frá heimalandinu en lét líka að sér kveða upp á eigin spýtur. Eitt vinsælasta lag hennar hét Ordinary Day. En hvað hét hljómsveitin sem hún söng með?

5.   Matthías Jochumsson var lengi prestur á Akureyri og er oft kenndur við þann stað. En hann var um tíma prestur á fornu höfuðbýli á Suðurlandi. Hver var sá bær?

6.   Mark Zuckerberg er einn af ríkustu mönnum heims. Auður hans grundvallast á fyrirtæki sem hann kom á laggirnar og rekur enn. Það heitir ...?

7.    „Drjúg eru ...“ hver?

8.   Hvaða vinsæla kvikmynd gerist á tungli reikistjörnunnar Pandóru?

9.   Ein uglutegund verpir hér á landi að staðaldri. Hvaða tegund er það?

10.   Undir hvaða nafni er Steinþór Hróar Steinþórsson þekktastur?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða íslenskan fjörð má sjá hér?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Astekum.

2.   Útey.

3.   Jimmy Page.

4.   Cranberries.

5.   Oddi.

6.   Facebook.

7.   Morgunverkin.

8.   Avatar.

9.   Brandugla. Önnur uglutegund á til að verpa hér en mun sjaldnar.

10.   Steindi.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri mynd prýðir albúm einnar þekktustu sólóplötu Bubba Morthens, Konu.

Seinni aukaspurning:

Á neðri myndinni má sjá Reyðarfjörð og er myndin tekin úr mikilli hæð yfir Austfjörðum. Örlítið víðara sjónarhorn má sjá hér til hliðar.

***

Og hérna er þrautin síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár