Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

323. spurningaþraut: drykkfelldur, geðstirður, sjálfhverfur, illskeyttur og ofstopafullur vísindamaður. Hver þekkir hann?

323. spurningaþraut: drykkfelldur, geðstirður, sjálfhverfur, illskeyttur og ofstopafullur vísindamaður. Hver þekkir hann?

Já, þrautin í gær!

***

Fyrri aukaspurning:

Það verður að viðurkennast að hún er ekki fyrir ungt fólk. En þau sem komin eru nokkuð á miðan aldur og það af lengra, þau er vonandi óhætt að spyrja: Hver er á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Vísindamaðurinn Sanchez býr hjá Beth Smith dóttur sinni og Jerry eiginmanni hennar. Sanchez er drykkfelldur, geðstirður, sjálfhverfur, illskeyttur, ofstopafullur og alveg ódrepandi dóni. Hann fer gjarnan í ferðalög um geiminn og aðrar víddir með dóttursyni sínum, sem er prúður piltur en þó lítill eftirbátur afa sínum í ævintýrunum. Um er að ræða vinsæla teiknimyndaseríu sem heitir eftir fornöfnum Sanchez vísindamanns og dóttursonar hans. Og serían heitir þá ...?

2.   Síðari heimsstyrjöldin hófst 1939 þegar Þýskaland og síðar Sovétríkin réðust á ... hvaða land?

3.   Frakkar gerðu síðan málamyndainnrás í Þýskaland en sú aðgerð var öll í skötulíki. En hvaða land var því næst ráðist á í styrjöldinni?

4.   Íslenskur rithöfundur gekk á fund Hitlers og spjallaði við hann á útmánuðum 1940. Því miður fékkst rithöfundur þessi aldrei til að lýsa fundinum með þýska foringjanum. En hver var rithöfundurinn?

5.   Audrey Tatou heitir frönsk leikkona, hálffimmtug núna. Árið 2001 sló hún í gegn í afar kostulegri bíómynd, þar sem hún lék einkar lífsglaða stúlku sem er ákveðin í að gera sem flesta í kringum sig hamingjusama og ánægða. Og myndin jók allavega ánægju flestra sem hana sáu. Hún hét eftir persónunni sem Tatou lék, það er að segja ...?

6.   Hver er stærsta eyjan sem tilheyrir Frakklandi?

7.   Hinir svokölluðu kóalabirnir eru snotrir og sætir og huggulegir og margt fleira, en eitt eru þeir þó alls ekki. Hvað er það?

8.   Hvar búa kóalabirnirnir?

9.   „Allt uns festing brestur“ heitir bók með trúarljóðum undir dróttkvæðum hætti sem prestur einn hefur nýlega gefið út. Hver er presturinn?

10.   Í hvaða firði eru Æðey og Vigur?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fræga fjall er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Rick and Morty.

Rick afi og Morty dóttursonur hans

2.   Pólland.

3.   Finnland.

4.   Gunnar Gunnarsson.

5.   Amélie.

6.   Korsíka.

7.    Birnir. Þeir eru alls óskyldir björnum, enda pokadýr.

8.   Ástralíu.

9.   Davíð Þór Jónsson.

10.   Ísafjarðardjúpi.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er sparibaukurinn Trölli.

Skoðið endilega hina glæsilegu sjónvarpsauglýsingu sem sjá má hér til hliðar (eða ofan eða neðan eða einhvers staðar annars staðar ef þið eruð að skoða þetta í síma!).

Á neðri myndinni er Hekla.

***

Og já, þrautin í gær!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu