Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

319. spurningaþraut: Hvaða leikkona hefur leikið sömu drottninguna tvisvar?

319. spurningaþraut: Hvaða leikkona hefur leikið sömu drottninguna tvisvar?

Gærdagsþrautin, hér er hlekkur á hana.

***

Aukaspurning númer eitt:

Á myndinni hér að ofan má sjá bandaríska leikarann Jack Nicholson sitja aftan á mótorhjóli í kvikmynd frá 1969. Hann er kannski ekki mjög auðþekkjanlegur en þetta er samt hann. Hvað heitir bíómyndin?

***

Aðalspurningar:

1.   Til er nákvæm ættartala Andrésar Andar. Frá hvaða landi kom móðurfjölskylda Andrésar?

2.   Hvað ár gengu Íslendingar í hernaðarbandalagið NATO?

3.   Hersveitir NATO hafa blessunarlega látið fremur sjaldan að sér kveða í nafni bandalagsins. Frá mars til júní 1999 stóð bandalagið þó fyrir loftárásum á tiltekið ríki í Evrópu. Hvaða ríki var það?

4.   Annar af tveimur öldungadeildarþingmönnum Vermont-ríkis í Bandaríkjunum heitir Patrick Leahy. Hvað heitir hinn?

5.   Hvaða tónlistarmaður gaf út plöturnar 1000 kossa nótt, Í sex skrefa fjarlægð frá Paradís og Fjórir naglar?

6.   Hvaða land er milli risanna Argentínu og Brasilíu og á ekki landamæri að öðrum ríkjum?

7.   Árið 1998 fékk leikkona ein tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir að leika drottningu eina. Hún vann ekki. Árið 2008 brá svo við að leikkonan lék sömu drottningu í annarri bíómynd, og var þá aftur tilnefnd til Óskarsverðlauna. En hún vann þau heldur ekki í þetta sinn. Ýmis önnur fékk hún þó fyrir hlutverk sína í báðum myndunum, og hún hefur reyndar unnið Óskarsverðlaun tvisvar fyrir önnur hlutverk í öðrum myndum. En hver er þessi leikkona?

8.   Og hver var þessi drottning sem hún hefur sem sé leikið í tvígang?

9.   Hvað eiga eyjarnar Elba og St.Helena sameiginlegt?

10.   Hvað heitir Eurovision-lag Íslendinga fyrir árið 2021?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir fuglinn hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Skotlandi.

2.   1949.

3.   Júgóslavíu — en ég ætla líka að gefa rétt fyrir Serbíu.

4.   Bernie Sanders.

5.   Bubbi Morthens.

6.   Úrúgvæ.

7.   Cate Blanchett.

8.   Elísabet Englandsdrottning I.

9.   Á þeim var Napóleon Bonaparte vistaður eftir að hann hrökklaðist frá völdum í Frakklandi.

10.   Ten Years eða Tíu ár.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er úr kvikmyndinni Easy Rider.

Á neðri myndinni er himbrimi

***

Aftur hlekkur á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár