Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

319. spurningaþraut: Hvaða leikkona hefur leikið sömu drottninguna tvisvar?

319. spurningaþraut: Hvaða leikkona hefur leikið sömu drottninguna tvisvar?

Gærdagsþrautin, hér er hlekkur á hana.

***

Aukaspurning númer eitt:

Á myndinni hér að ofan má sjá bandaríska leikarann Jack Nicholson sitja aftan á mótorhjóli í kvikmynd frá 1969. Hann er kannski ekki mjög auðþekkjanlegur en þetta er samt hann. Hvað heitir bíómyndin?

***

Aðalspurningar:

1.   Til er nákvæm ættartala Andrésar Andar. Frá hvaða landi kom móðurfjölskylda Andrésar?

2.   Hvað ár gengu Íslendingar í hernaðarbandalagið NATO?

3.   Hersveitir NATO hafa blessunarlega látið fremur sjaldan að sér kveða í nafni bandalagsins. Frá mars til júní 1999 stóð bandalagið þó fyrir loftárásum á tiltekið ríki í Evrópu. Hvaða ríki var það?

4.   Annar af tveimur öldungadeildarþingmönnum Vermont-ríkis í Bandaríkjunum heitir Patrick Leahy. Hvað heitir hinn?

5.   Hvaða tónlistarmaður gaf út plöturnar 1000 kossa nótt, Í sex skrefa fjarlægð frá Paradís og Fjórir naglar?

6.   Hvaða land er milli risanna Argentínu og Brasilíu og á ekki landamæri að öðrum ríkjum?

7.   Árið 1998 fékk leikkona ein tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir að leika drottningu eina. Hún vann ekki. Árið 2008 brá svo við að leikkonan lék sömu drottningu í annarri bíómynd, og var þá aftur tilnefnd til Óskarsverðlauna. En hún vann þau heldur ekki í þetta sinn. Ýmis önnur fékk hún þó fyrir hlutverk sína í báðum myndunum, og hún hefur reyndar unnið Óskarsverðlaun tvisvar fyrir önnur hlutverk í öðrum myndum. En hver er þessi leikkona?

8.   Og hver var þessi drottning sem hún hefur sem sé leikið í tvígang?

9.   Hvað eiga eyjarnar Elba og St.Helena sameiginlegt?

10.   Hvað heitir Eurovision-lag Íslendinga fyrir árið 2021?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir fuglinn hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Skotlandi.

2.   1949.

3.   Júgóslavíu — en ég ætla líka að gefa rétt fyrir Serbíu.

4.   Bernie Sanders.

5.   Bubbi Morthens.

6.   Úrúgvæ.

7.   Cate Blanchett.

8.   Elísabet Englandsdrottning I.

9.   Á þeim var Napóleon Bonaparte vistaður eftir að hann hrökklaðist frá völdum í Frakklandi.

10.   Ten Years eða Tíu ár.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er úr kvikmyndinni Easy Rider.

Á neðri myndinni er himbrimi

***

Aftur hlekkur á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
6
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu