Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

319. spurningaþraut: Hvaða leikkona hefur leikið sömu drottninguna tvisvar?

319. spurningaþraut: Hvaða leikkona hefur leikið sömu drottninguna tvisvar?

Gærdagsþrautin, hér er hlekkur á hana.

***

Aukaspurning númer eitt:

Á myndinni hér að ofan má sjá bandaríska leikarann Jack Nicholson sitja aftan á mótorhjóli í kvikmynd frá 1969. Hann er kannski ekki mjög auðþekkjanlegur en þetta er samt hann. Hvað heitir bíómyndin?

***

Aðalspurningar:

1.   Til er nákvæm ættartala Andrésar Andar. Frá hvaða landi kom móðurfjölskylda Andrésar?

2.   Hvað ár gengu Íslendingar í hernaðarbandalagið NATO?

3.   Hersveitir NATO hafa blessunarlega látið fremur sjaldan að sér kveða í nafni bandalagsins. Frá mars til júní 1999 stóð bandalagið þó fyrir loftárásum á tiltekið ríki í Evrópu. Hvaða ríki var það?

4.   Annar af tveimur öldungadeildarþingmönnum Vermont-ríkis í Bandaríkjunum heitir Patrick Leahy. Hvað heitir hinn?

5.   Hvaða tónlistarmaður gaf út plöturnar 1000 kossa nótt, Í sex skrefa fjarlægð frá Paradís og Fjórir naglar?

6.   Hvaða land er milli risanna Argentínu og Brasilíu og á ekki landamæri að öðrum ríkjum?

7.   Árið 1998 fékk leikkona ein tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir að leika drottningu eina. Hún vann ekki. Árið 2008 brá svo við að leikkonan lék sömu drottningu í annarri bíómynd, og var þá aftur tilnefnd til Óskarsverðlauna. En hún vann þau heldur ekki í þetta sinn. Ýmis önnur fékk hún þó fyrir hlutverk sína í báðum myndunum, og hún hefur reyndar unnið Óskarsverðlaun tvisvar fyrir önnur hlutverk í öðrum myndum. En hver er þessi leikkona?

8.   Og hver var þessi drottning sem hún hefur sem sé leikið í tvígang?

9.   Hvað eiga eyjarnar Elba og St.Helena sameiginlegt?

10.   Hvað heitir Eurovision-lag Íslendinga fyrir árið 2021?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir fuglinn hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Skotlandi.

2.   1949.

3.   Júgóslavíu — en ég ætla líka að gefa rétt fyrir Serbíu.

4.   Bernie Sanders.

5.   Bubbi Morthens.

6.   Úrúgvæ.

7.   Cate Blanchett.

8.   Elísabet Englandsdrottning I.

9.   Á þeim var Napóleon Bonaparte vistaður eftir að hann hrökklaðist frá völdum í Frakklandi.

10.   Ten Years eða Tíu ár.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er úr kvikmyndinni Easy Rider.

Á neðri myndinni er himbrimi

***

Aftur hlekkur á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár