Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

319. spurningaþraut: Hvaða leikkona hefur leikið sömu drottninguna tvisvar?

319. spurningaþraut: Hvaða leikkona hefur leikið sömu drottninguna tvisvar?

Gærdagsþrautin, hér er hlekkur á hana.

***

Aukaspurning númer eitt:

Á myndinni hér að ofan má sjá bandaríska leikarann Jack Nicholson sitja aftan á mótorhjóli í kvikmynd frá 1969. Hann er kannski ekki mjög auðþekkjanlegur en þetta er samt hann. Hvað heitir bíómyndin?

***

Aðalspurningar:

1.   Til er nákvæm ættartala Andrésar Andar. Frá hvaða landi kom móðurfjölskylda Andrésar?

2.   Hvað ár gengu Íslendingar í hernaðarbandalagið NATO?

3.   Hersveitir NATO hafa blessunarlega látið fremur sjaldan að sér kveða í nafni bandalagsins. Frá mars til júní 1999 stóð bandalagið þó fyrir loftárásum á tiltekið ríki í Evrópu. Hvaða ríki var það?

4.   Annar af tveimur öldungadeildarþingmönnum Vermont-ríkis í Bandaríkjunum heitir Patrick Leahy. Hvað heitir hinn?

5.   Hvaða tónlistarmaður gaf út plöturnar 1000 kossa nótt, Í sex skrefa fjarlægð frá Paradís og Fjórir naglar?

6.   Hvaða land er milli risanna Argentínu og Brasilíu og á ekki landamæri að öðrum ríkjum?

7.   Árið 1998 fékk leikkona ein tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir að leika drottningu eina. Hún vann ekki. Árið 2008 brá svo við að leikkonan lék sömu drottningu í annarri bíómynd, og var þá aftur tilnefnd til Óskarsverðlauna. En hún vann þau heldur ekki í þetta sinn. Ýmis önnur fékk hún þó fyrir hlutverk sína í báðum myndunum, og hún hefur reyndar unnið Óskarsverðlaun tvisvar fyrir önnur hlutverk í öðrum myndum. En hver er þessi leikkona?

8.   Og hver var þessi drottning sem hún hefur sem sé leikið í tvígang?

9.   Hvað eiga eyjarnar Elba og St.Helena sameiginlegt?

10.   Hvað heitir Eurovision-lag Íslendinga fyrir árið 2021?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir fuglinn hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Skotlandi.

2.   1949.

3.   Júgóslavíu — en ég ætla líka að gefa rétt fyrir Serbíu.

4.   Bernie Sanders.

5.   Bubbi Morthens.

6.   Úrúgvæ.

7.   Cate Blanchett.

8.   Elísabet Englandsdrottning I.

9.   Á þeim var Napóleon Bonaparte vistaður eftir að hann hrökklaðist frá völdum í Frakklandi.

10.   Ten Years eða Tíu ár.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er úr kvikmyndinni Easy Rider.

Á neðri myndinni er himbrimi

***

Aftur hlekkur á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár