Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

318. spurningaþraut: „Þorbjörg var kurteis kona og eigi einkar væn, svart hár og brýn — því var hún kölluð Kolbrún“

318. spurningaþraut: „Þorbjörg var kurteis kona og eigi einkar væn, svart hár og brýn — því var hún kölluð Kolbrún“

Þraut gærdags.

***

Aukaspurning fyrst, hér er sú fyrri:

Hvaða dýr er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.   Frá hvaða landi er sennilegt að þeir séu ættaðir (kannski langt aftur í ættum stundum) sem heita Mc– eða Mac—Eitthvað?

2.   Hvaða bandarísku forsetafrú lék Natalie Portman í bíómynd árið 2016?

3.   „Þorbjörg var kurteis kona og eigi einkar væn, svart hár og brýn — því var hún kölluð Kolbrún —viturleg í ásjónu og vel litkuð, limuð vel og grannvaxin og útfætt en eigi alllág.“ Svo segir í Fóstbræðrasögu, einni Íslendingasagnanna. Þorbjörg eða Kolbrún kemur reyndar ekki mikið við sögu í frásögninni en skiptir þó máli því skáldið Þormóður Bersason orti um hana lofkvæði. Og hvaða afleiðingar hafði það kvæði fyrir Þormóð?

4.   Hvaða trúarrit var gefið út í fyrsta sinn árið 1830 eftir að maður nokkur taldi sig hafa fundið texta þess á gullplötum sem grafnar höfðu verið í jörð. Þær voru á löngu dauðu tungumáli, að sögn, en guð mun hafa útbúið sérstök gleraugu sem gerðu manninum kleift að þýða textann og gefa út. Hvað heitir þessi bók?

5.   Á Íslandi verpa aðeins þrjár tegundir af ættflokki ránfugla: Haförn, fálki og ...?

6.   Í nýlegri sjónvarpsseríu rannsakar Villi Netó meint andlát ... hvers?

7.   Hvað hét móðir Jesúa frá Nasaret samkvæmt frásögn Nýja testamentisins?

8.   Hvar hófst skólahald á Norðurlandi árið 1106?

9.   Jóhanna María Sigmundsdóttir settist á þing fyrir Framsóknarflokkinn 2013. Þingferill hennar varð ekki nema þrjú ár en hún á sinn óbrotgjarna sess í þingsögunni samt. Hver er sá sess?

10.   Einhver umfangsmesta og flóknasta hernaðaraðgerð sögunnar var Operation Overlord í síðari heimsstyröldinni. Hvað fólst í Operation Overlord?

***

Síðari aukaspurning:

Hér er piltur einn aðeins tveggja ára, en var þá þegar í miklum metum í sínu landi. Thondup var nafn hans þá, en við þekkjum hann sem ...?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Skotlandi.

2.   Jackie Kennedy.

3.   Hann var síðan kallaður Þormóður Kolbrúnarskáld.

4.   Mormónsbók, trúarrit Mormóna.

5.   Smyrill.

6.   Friðriks Dórs.

7.   María.

8.   Hólum í Hjaltadal.

9.   Hún er yngsti þingmaður sem kjörinn hefur verið á þing. Hún var þá 21 árs og 303 daga en þær tölur þurfiði ekki að vita.

10.   Innrásin í Normandy.

***

Svör við aukaspurningum:

Dýrin á efri myndinni er llama-dýr.

Pilturinn á neðri myndinni kallast Dalai Lama en það er raunar titill hans eða nafnbót en ekki eiginlegt nafn.

***

Misstuði nokkuð af þraut gærdags?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár