Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

318. spurningaþraut: „Þorbjörg var kurteis kona og eigi einkar væn, svart hár og brýn — því var hún kölluð Kolbrún“

318. spurningaþraut: „Þorbjörg var kurteis kona og eigi einkar væn, svart hár og brýn — því var hún kölluð Kolbrún“

Þraut gærdags.

***

Aukaspurning fyrst, hér er sú fyrri:

Hvaða dýr er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.   Frá hvaða landi er sennilegt að þeir séu ættaðir (kannski langt aftur í ættum stundum) sem heita Mc– eða Mac—Eitthvað?

2.   Hvaða bandarísku forsetafrú lék Natalie Portman í bíómynd árið 2016?

3.   „Þorbjörg var kurteis kona og eigi einkar væn, svart hár og brýn — því var hún kölluð Kolbrún —viturleg í ásjónu og vel litkuð, limuð vel og grannvaxin og útfætt en eigi alllág.“ Svo segir í Fóstbræðrasögu, einni Íslendingasagnanna. Þorbjörg eða Kolbrún kemur reyndar ekki mikið við sögu í frásögninni en skiptir þó máli því skáldið Þormóður Bersason orti um hana lofkvæði. Og hvaða afleiðingar hafði það kvæði fyrir Þormóð?

4.   Hvaða trúarrit var gefið út í fyrsta sinn árið 1830 eftir að maður nokkur taldi sig hafa fundið texta þess á gullplötum sem grafnar höfðu verið í jörð. Þær voru á löngu dauðu tungumáli, að sögn, en guð mun hafa útbúið sérstök gleraugu sem gerðu manninum kleift að þýða textann og gefa út. Hvað heitir þessi bók?

5.   Á Íslandi verpa aðeins þrjár tegundir af ættflokki ránfugla: Haförn, fálki og ...?

6.   Í nýlegri sjónvarpsseríu rannsakar Villi Netó meint andlát ... hvers?

7.   Hvað hét móðir Jesúa frá Nasaret samkvæmt frásögn Nýja testamentisins?

8.   Hvar hófst skólahald á Norðurlandi árið 1106?

9.   Jóhanna María Sigmundsdóttir settist á þing fyrir Framsóknarflokkinn 2013. Þingferill hennar varð ekki nema þrjú ár en hún á sinn óbrotgjarna sess í þingsögunni samt. Hver er sá sess?

10.   Einhver umfangsmesta og flóknasta hernaðaraðgerð sögunnar var Operation Overlord í síðari heimsstyröldinni. Hvað fólst í Operation Overlord?

***

Síðari aukaspurning:

Hér er piltur einn aðeins tveggja ára, en var þá þegar í miklum metum í sínu landi. Thondup var nafn hans þá, en við þekkjum hann sem ...?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Skotlandi.

2.   Jackie Kennedy.

3.   Hann var síðan kallaður Þormóður Kolbrúnarskáld.

4.   Mormónsbók, trúarrit Mormóna.

5.   Smyrill.

6.   Friðriks Dórs.

7.   María.

8.   Hólum í Hjaltadal.

9.   Hún er yngsti þingmaður sem kjörinn hefur verið á þing. Hún var þá 21 árs og 303 daga en þær tölur þurfiði ekki að vita.

10.   Innrásin í Normandy.

***

Svör við aukaspurningum:

Dýrin á efri myndinni er llama-dýr.

Pilturinn á neðri myndinni kallast Dalai Lama en það er raunar titill hans eða nafnbót en ekki eiginlegt nafn.

***

Misstuði nokkuð af þraut gærdags?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
1
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
3
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár