Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

318. spurningaþraut: „Þorbjörg var kurteis kona og eigi einkar væn, svart hár og brýn — því var hún kölluð Kolbrún“

318. spurningaþraut: „Þorbjörg var kurteis kona og eigi einkar væn, svart hár og brýn — því var hún kölluð Kolbrún“

Þraut gærdags.

***

Aukaspurning fyrst, hér er sú fyrri:

Hvaða dýr er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.   Frá hvaða landi er sennilegt að þeir séu ættaðir (kannski langt aftur í ættum stundum) sem heita Mc– eða Mac—Eitthvað?

2.   Hvaða bandarísku forsetafrú lék Natalie Portman í bíómynd árið 2016?

3.   „Þorbjörg var kurteis kona og eigi einkar væn, svart hár og brýn — því var hún kölluð Kolbrún —viturleg í ásjónu og vel litkuð, limuð vel og grannvaxin og útfætt en eigi alllág.“ Svo segir í Fóstbræðrasögu, einni Íslendingasagnanna. Þorbjörg eða Kolbrún kemur reyndar ekki mikið við sögu í frásögninni en skiptir þó máli því skáldið Þormóður Bersason orti um hana lofkvæði. Og hvaða afleiðingar hafði það kvæði fyrir Þormóð?

4.   Hvaða trúarrit var gefið út í fyrsta sinn árið 1830 eftir að maður nokkur taldi sig hafa fundið texta þess á gullplötum sem grafnar höfðu verið í jörð. Þær voru á löngu dauðu tungumáli, að sögn, en guð mun hafa útbúið sérstök gleraugu sem gerðu manninum kleift að þýða textann og gefa út. Hvað heitir þessi bók?

5.   Á Íslandi verpa aðeins þrjár tegundir af ættflokki ránfugla: Haförn, fálki og ...?

6.   Í nýlegri sjónvarpsseríu rannsakar Villi Netó meint andlát ... hvers?

7.   Hvað hét móðir Jesúa frá Nasaret samkvæmt frásögn Nýja testamentisins?

8.   Hvar hófst skólahald á Norðurlandi árið 1106?

9.   Jóhanna María Sigmundsdóttir settist á þing fyrir Framsóknarflokkinn 2013. Þingferill hennar varð ekki nema þrjú ár en hún á sinn óbrotgjarna sess í þingsögunni samt. Hver er sá sess?

10.   Einhver umfangsmesta og flóknasta hernaðaraðgerð sögunnar var Operation Overlord í síðari heimsstyröldinni. Hvað fólst í Operation Overlord?

***

Síðari aukaspurning:

Hér er piltur einn aðeins tveggja ára, en var þá þegar í miklum metum í sínu landi. Thondup var nafn hans þá, en við þekkjum hann sem ...?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Skotlandi.

2.   Jackie Kennedy.

3.   Hann var síðan kallaður Þormóður Kolbrúnarskáld.

4.   Mormónsbók, trúarrit Mormóna.

5.   Smyrill.

6.   Friðriks Dórs.

7.   María.

8.   Hólum í Hjaltadal.

9.   Hún er yngsti þingmaður sem kjörinn hefur verið á þing. Hún var þá 21 árs og 303 daga en þær tölur þurfiði ekki að vita.

10.   Innrásin í Normandy.

***

Svör við aukaspurningum:

Dýrin á efri myndinni er llama-dýr.

Pilturinn á neðri myndinni kallast Dalai Lama en það er raunar titill hans eða nafnbót en ekki eiginlegt nafn.

***

Misstuði nokkuð af þraut gærdags?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár