Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

318. spurningaþraut: „Þorbjörg var kurteis kona og eigi einkar væn, svart hár og brýn — því var hún kölluð Kolbrún“

318. spurningaþraut: „Þorbjörg var kurteis kona og eigi einkar væn, svart hár og brýn — því var hún kölluð Kolbrún“

Þraut gærdags.

***

Aukaspurning fyrst, hér er sú fyrri:

Hvaða dýr er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.   Frá hvaða landi er sennilegt að þeir séu ættaðir (kannski langt aftur í ættum stundum) sem heita Mc– eða Mac—Eitthvað?

2.   Hvaða bandarísku forsetafrú lék Natalie Portman í bíómynd árið 2016?

3.   „Þorbjörg var kurteis kona og eigi einkar væn, svart hár og brýn — því var hún kölluð Kolbrún —viturleg í ásjónu og vel litkuð, limuð vel og grannvaxin og útfætt en eigi alllág.“ Svo segir í Fóstbræðrasögu, einni Íslendingasagnanna. Þorbjörg eða Kolbrún kemur reyndar ekki mikið við sögu í frásögninni en skiptir þó máli því skáldið Þormóður Bersason orti um hana lofkvæði. Og hvaða afleiðingar hafði það kvæði fyrir Þormóð?

4.   Hvaða trúarrit var gefið út í fyrsta sinn árið 1830 eftir að maður nokkur taldi sig hafa fundið texta þess á gullplötum sem grafnar höfðu verið í jörð. Þær voru á löngu dauðu tungumáli, að sögn, en guð mun hafa útbúið sérstök gleraugu sem gerðu manninum kleift að þýða textann og gefa út. Hvað heitir þessi bók?

5.   Á Íslandi verpa aðeins þrjár tegundir af ættflokki ránfugla: Haförn, fálki og ...?

6.   Í nýlegri sjónvarpsseríu rannsakar Villi Netó meint andlát ... hvers?

7.   Hvað hét móðir Jesúa frá Nasaret samkvæmt frásögn Nýja testamentisins?

8.   Hvar hófst skólahald á Norðurlandi árið 1106?

9.   Jóhanna María Sigmundsdóttir settist á þing fyrir Framsóknarflokkinn 2013. Þingferill hennar varð ekki nema þrjú ár en hún á sinn óbrotgjarna sess í þingsögunni samt. Hver er sá sess?

10.   Einhver umfangsmesta og flóknasta hernaðaraðgerð sögunnar var Operation Overlord í síðari heimsstyröldinni. Hvað fólst í Operation Overlord?

***

Síðari aukaspurning:

Hér er piltur einn aðeins tveggja ára, en var þá þegar í miklum metum í sínu landi. Thondup var nafn hans þá, en við þekkjum hann sem ...?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Skotlandi.

2.   Jackie Kennedy.

3.   Hann var síðan kallaður Þormóður Kolbrúnarskáld.

4.   Mormónsbók, trúarrit Mormóna.

5.   Smyrill.

6.   Friðriks Dórs.

7.   María.

8.   Hólum í Hjaltadal.

9.   Hún er yngsti þingmaður sem kjörinn hefur verið á þing. Hún var þá 21 árs og 303 daga en þær tölur þurfiði ekki að vita.

10.   Innrásin í Normandy.

***

Svör við aukaspurningum:

Dýrin á efri myndinni er llama-dýr.

Pilturinn á neðri myndinni kallast Dalai Lama en það er raunar titill hans eða nafnbót en ekki eiginlegt nafn.

***

Misstuði nokkuð af þraut gærdags?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
6
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu