318. spurningaþraut: „Þorbjörg var kurteis kona og eigi einkar væn, svart hár og brýn — því var hún kölluð Kolbrún“

318. spurningaþraut: „Þorbjörg var kurteis kona og eigi einkar væn, svart hár og brýn — því var hún kölluð Kolbrún“

Þraut gærdags.

***

Aukaspurning fyrst, hér er sú fyrri:

Hvaða dýr er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.   Frá hvaða landi er sennilegt að þeir séu ættaðir (kannski langt aftur í ættum stundum) sem heita Mc– eða Mac—Eitthvað?

2.   Hvaða bandarísku forsetafrú lék Natalie Portman í bíómynd árið 2016?

3.   „Þorbjörg var kurteis kona og eigi einkar væn, svart hár og brýn — því var hún kölluð Kolbrún —viturleg í ásjónu og vel litkuð, limuð vel og grannvaxin og útfætt en eigi alllág.“ Svo segir í Fóstbræðrasögu, einni Íslendingasagnanna. Þorbjörg eða Kolbrún kemur reyndar ekki mikið við sögu í frásögninni en skiptir þó máli því skáldið Þormóður Bersason orti um hana lofkvæði. Og hvaða afleiðingar hafði það kvæði fyrir Þormóð?

4.   Hvaða trúarrit var gefið út í fyrsta sinn árið 1830 eftir að maður nokkur taldi sig hafa fundið texta þess á gullplötum sem grafnar höfðu verið í jörð. Þær voru á löngu dauðu tungumáli, að sögn, en guð mun hafa útbúið sérstök gleraugu sem gerðu manninum kleift að þýða textann og gefa út. Hvað heitir þessi bók?

5.   Á Íslandi verpa aðeins þrjár tegundir af ættflokki ránfugla: Haförn, fálki og ...?

6.   Í nýlegri sjónvarpsseríu rannsakar Villi Netó meint andlát ... hvers?

7.   Hvað hét móðir Jesúa frá Nasaret samkvæmt frásögn Nýja testamentisins?

8.   Hvar hófst skólahald á Norðurlandi árið 1106?

9.   Jóhanna María Sigmundsdóttir settist á þing fyrir Framsóknarflokkinn 2013. Þingferill hennar varð ekki nema þrjú ár en hún á sinn óbrotgjarna sess í þingsögunni samt. Hver er sá sess?

10.   Einhver umfangsmesta og flóknasta hernaðaraðgerð sögunnar var Operation Overlord í síðari heimsstyröldinni. Hvað fólst í Operation Overlord?

***

Síðari aukaspurning:

Hér er piltur einn aðeins tveggja ára, en var þá þegar í miklum metum í sínu landi. Thondup var nafn hans þá, en við þekkjum hann sem ...?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Skotlandi.

2.   Jackie Kennedy.

3.   Hann var síðan kallaður Þormóður Kolbrúnarskáld.

4.   Mormónsbók, trúarrit Mormóna.

5.   Smyrill.

6.   Friðriks Dórs.

7.   María.

8.   Hólum í Hjaltadal.

9.   Hún er yngsti þingmaður sem kjörinn hefur verið á þing. Hún var þá 21 árs og 303 daga en þær tölur þurfiði ekki að vita.

10.   Innrásin í Normandy.

***

Svör við aukaspurningum:

Dýrin á efri myndinni er llama-dýr.

Pilturinn á neðri myndinni kallast Dalai Lama en það er raunar titill hans eða nafnbót en ekki eiginlegt nafn.

***

Misstuði nokkuð af þraut gærdags?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár