Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

317. spurningaþraut: Í höfuðborg einni í Evrópu hefur mælst mestur hiti í álfunni

317. spurningaþraut: Í höfuðborg einni í Evrópu hefur mælst mestur hiti í álfunni

Þrautin í gær!

***

Fyrri myndaspurning:

Lítið á myndina hér fyrir ofan. Hvað heitir kona sú er þar byssu brúkar?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir bæjarstjórinn í Grindavík?

2.   Hvaða dýr heitir á latínu ursus maritimus?

3.    Hércules heitir spænskt fótboltalið, sem spilar nú í 3. deild á Spáni en hefur öðru hvoru náð upp í efstu deild La Liga, spænsku deildarkeppninnar og spilað þar við bestu liðin eins og Real Madrid og Barcelona. Leiktíðina 1986-86 spilaði Hércules til dæmis í efstu deild en lenti þá í næstneðsta sæti og féll í aðra deild. Þessa leiktíð fyrir 35 árum spilaði með Hércules einn þeirra sárafáu Íslendinga, sem hafa spilað í La Liga — djarfur sóknarmaður sem skoraði 5 mörk í 22 deildarleikjum. Hver var þessi Íslendingur?

4.   Í hvaða landi er höfuðborgin Belgrad?

5.   Lucy Bronze heitir kona ein og býr í Manchester á Englandi. Hvað fæst hún helst við?

6.   Ramadan, hvað er það nú aftur?

7.   Í hvaða landi í veröldinni hefur mælst hæstur hiti? Þann 10. júlí 1913 mældist þar 56,7 gráðu hiti.

8.   Hitamet Evrópu er öllu lægra. Árið 1977 (líka 10. júlí!) mældist hæsti hiti í Evrópu, 48 gráður, í höfuðborg einni? Hvaða höfuðborg skyldi það vera?

9.   „Genesis“ nefnist á alþjóðlegum málum upphafsbindið í frægri bók. Hvaða bók er það?

10.   En „Genesis“ er líka fræg hljómsveit. Þegar fyrsti söngvari hljómsveitarinnar hætti fyrir löngu, þá tók trommuleikarinn við söngnum og hefur séð um sönginn síðan. Hvað heitir hann?    

***

Seinni myndaspurning:

Lítið á myndina hér að neðan. Í hvaða landi er upprunnin trú á þennan marghenta fíl?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Fannar Jónasson. Af einskæru umburðarlyndi, og af því skírnarnöfn skipta mestu í voru landi, þá fáiði rétt þótt þið segið Jónsson.

2.   Ísbjörn.

3.   Pétur Pétursson.

4.   Serbíu.

5.   Hún er fótboltakona.

6.   Mánuður í tímatali múslima, notaður til föstu og bænahalds. Oft kallað „hátíð múslima“ og því dæmist það rétt vera hér og nú.

7.   Bandaríkjunum.

8.   Aþenu.

9.   Biblian.

10.   Phil Collins.

***

Svör við myndaspurningum:

Konan á efri myndinni heitir Patty Hearst. Það mun gleðja ykkur að hún hélt fyrir fjórum dögum upp á 67 ára afmælið og er hin hressasta.

Fíllinn á neðri myndinni er í hávegum á hafður á Indlandi. Reyndar víðar líka, en í því landi er átrúnaður á hann upprunninn.

***

Og aftur þrautin í gær!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
1
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
3
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár