Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

317. spurningaþraut: Í höfuðborg einni í Evrópu hefur mælst mestur hiti í álfunni

317. spurningaþraut: Í höfuðborg einni í Evrópu hefur mælst mestur hiti í álfunni

Þrautin í gær!

***

Fyrri myndaspurning:

Lítið á myndina hér fyrir ofan. Hvað heitir kona sú er þar byssu brúkar?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir bæjarstjórinn í Grindavík?

2.   Hvaða dýr heitir á latínu ursus maritimus?

3.    Hércules heitir spænskt fótboltalið, sem spilar nú í 3. deild á Spáni en hefur öðru hvoru náð upp í efstu deild La Liga, spænsku deildarkeppninnar og spilað þar við bestu liðin eins og Real Madrid og Barcelona. Leiktíðina 1986-86 spilaði Hércules til dæmis í efstu deild en lenti þá í næstneðsta sæti og féll í aðra deild. Þessa leiktíð fyrir 35 árum spilaði með Hércules einn þeirra sárafáu Íslendinga, sem hafa spilað í La Liga — djarfur sóknarmaður sem skoraði 5 mörk í 22 deildarleikjum. Hver var þessi Íslendingur?

4.   Í hvaða landi er höfuðborgin Belgrad?

5.   Lucy Bronze heitir kona ein og býr í Manchester á Englandi. Hvað fæst hún helst við?

6.   Ramadan, hvað er það nú aftur?

7.   Í hvaða landi í veröldinni hefur mælst hæstur hiti? Þann 10. júlí 1913 mældist þar 56,7 gráðu hiti.

8.   Hitamet Evrópu er öllu lægra. Árið 1977 (líka 10. júlí!) mældist hæsti hiti í Evrópu, 48 gráður, í höfuðborg einni? Hvaða höfuðborg skyldi það vera?

9.   „Genesis“ nefnist á alþjóðlegum málum upphafsbindið í frægri bók. Hvaða bók er það?

10.   En „Genesis“ er líka fræg hljómsveit. Þegar fyrsti söngvari hljómsveitarinnar hætti fyrir löngu, þá tók trommuleikarinn við söngnum og hefur séð um sönginn síðan. Hvað heitir hann?    

***

Seinni myndaspurning:

Lítið á myndina hér að neðan. Í hvaða landi er upprunnin trú á þennan marghenta fíl?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Fannar Jónasson. Af einskæru umburðarlyndi, og af því skírnarnöfn skipta mestu í voru landi, þá fáiði rétt þótt þið segið Jónsson.

2.   Ísbjörn.

3.   Pétur Pétursson.

4.   Serbíu.

5.   Hún er fótboltakona.

6.   Mánuður í tímatali múslima, notaður til föstu og bænahalds. Oft kallað „hátíð múslima“ og því dæmist það rétt vera hér og nú.

7.   Bandaríkjunum.

8.   Aþenu.

9.   Biblian.

10.   Phil Collins.

***

Svör við myndaspurningum:

Konan á efri myndinni heitir Patty Hearst. Það mun gleðja ykkur að hún hélt fyrir fjórum dögum upp á 67 ára afmælið og er hin hressasta.

Fíllinn á neðri myndinni er í hávegum á hafður á Indlandi. Reyndar víðar líka, en í því landi er átrúnaður á hann upprunninn.

***

Og aftur þrautin í gær!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár