317. spurningaþraut: Í höfuðborg einni í Evrópu hefur mælst mestur hiti í álfunni

317. spurningaþraut: Í höfuðborg einni í Evrópu hefur mælst mestur hiti í álfunni

Þrautin í gær!

***

Fyrri myndaspurning:

Lítið á myndina hér fyrir ofan. Hvað heitir kona sú er þar byssu brúkar?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir bæjarstjórinn í Grindavík?

2.   Hvaða dýr heitir á latínu ursus maritimus?

3.    Hércules heitir spænskt fótboltalið, sem spilar nú í 3. deild á Spáni en hefur öðru hvoru náð upp í efstu deild La Liga, spænsku deildarkeppninnar og spilað þar við bestu liðin eins og Real Madrid og Barcelona. Leiktíðina 1986-86 spilaði Hércules til dæmis í efstu deild en lenti þá í næstneðsta sæti og féll í aðra deild. Þessa leiktíð fyrir 35 árum spilaði með Hércules einn þeirra sárafáu Íslendinga, sem hafa spilað í La Liga — djarfur sóknarmaður sem skoraði 5 mörk í 22 deildarleikjum. Hver var þessi Íslendingur?

4.   Í hvaða landi er höfuðborgin Belgrad?

5.   Lucy Bronze heitir kona ein og býr í Manchester á Englandi. Hvað fæst hún helst við?

6.   Ramadan, hvað er það nú aftur?

7.   Í hvaða landi í veröldinni hefur mælst hæstur hiti? Þann 10. júlí 1913 mældist þar 56,7 gráðu hiti.

8.   Hitamet Evrópu er öllu lægra. Árið 1977 (líka 10. júlí!) mældist hæsti hiti í Evrópu, 48 gráður, í höfuðborg einni? Hvaða höfuðborg skyldi það vera?

9.   „Genesis“ nefnist á alþjóðlegum málum upphafsbindið í frægri bók. Hvaða bók er það?

10.   En „Genesis“ er líka fræg hljómsveit. Þegar fyrsti söngvari hljómsveitarinnar hætti fyrir löngu, þá tók trommuleikarinn við söngnum og hefur séð um sönginn síðan. Hvað heitir hann?    

***

Seinni myndaspurning:

Lítið á myndina hér að neðan. Í hvaða landi er upprunnin trú á þennan marghenta fíl?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Fannar Jónasson. Af einskæru umburðarlyndi, og af því skírnarnöfn skipta mestu í voru landi, þá fáiði rétt þótt þið segið Jónsson.

2.   Ísbjörn.

3.   Pétur Pétursson.

4.   Serbíu.

5.   Hún er fótboltakona.

6.   Mánuður í tímatali múslima, notaður til föstu og bænahalds. Oft kallað „hátíð múslima“ og því dæmist það rétt vera hér og nú.

7.   Bandaríkjunum.

8.   Aþenu.

9.   Biblian.

10.   Phil Collins.

***

Svör við myndaspurningum:

Konan á efri myndinni heitir Patty Hearst. Það mun gleðja ykkur að hún hélt fyrir fjórum dögum upp á 67 ára afmælið og er hin hressasta.

Fíllinn á neðri myndinni er í hávegum á hafður á Indlandi. Reyndar víðar líka, en í því landi er átrúnaður á hann upprunninn.

***

Og aftur þrautin í gær!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár