Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stórir skjálftar ríða yfir Reykjanesið og höfuðborgarsvæðið

Skjálft­ar um og yf­ir 5 á Richter hafa rið­ið yf­ir Reykja­nes­ið. Stað­setn­ing­in er í kring­um Fagra­dals­fjall. Sá fyrsti mæld­ist 5,7 að stærð, 3,3 kíló­metr­um suðsuð­vest­ur af Keili. Skjálft­arn­ir teygja sig í átt að höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sam­kvæmt frumnið­ur­stöð­um Veð­ur­stof­unn­ar.

Stórir skjálftar ríða yfir Reykjanesið og höfuðborgarsvæðið
Fyrsti skjálftinn Veðurstofan staðfestir að fyrsti skjálftinn var 5,7 á Richterskvarða.

Öflugir jarðskjálftar finnast nú á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesinu. 43 skjálftar yfir 3 að stærð hafa fundist síðan í morgun og enn heldur hrinan áfram.

Fyrsti skjálftinn er staðfestur 5,7 að stærð, staðsettur 3,3 kílómetra suðsuðvestur af Keili. Óttast er að enn stærri skjálfti sé ókominn.

Skjálftahrinan teygir sig til höfuðborgarsvæðisins. Þannig er einn þeirra, 3,6 að stærð á slaginu hálfellefu, samkvæmt frumniðurstöðum staðsettur 4,6 kílómetra aust-suðaustur af Straumsvík.

Vefur Veðurstofunnar liggur niðri með hléum. Samkvæmt vef Veðurstofunnar dreifast stórir skjálftar yfir Reykjanesið. Staðsetning þeirra er í kringum Keili og Fagradalsfjall, þar sem órói hefur verið undanfarin misseri.

Fregnir eru af því að myndir hafi dottið niður í Vesturbænum. Í Hlíðunum þótti íbúa sem bíll hefði keyrt á húsið. Skjálftarnir fundust vel á Seltjarnarnesi og í Hveragerði. Mest finna þó íbúar í Grindavík og nágrenni fyrir skjálftunum.

Enn annar jarðskjálfti reið yfir klukkan 10.16. Samkvæmt frumniðurstöðum Veðurstofunnar voru þeir tveir með mínútu millibili, 3,5 á Richter.

Fyrstu tveir sjálftarnir eru metnir 4,5 og 4,7 að stærð klukkan 10.05 með fimmtán sekúndna millibili. 

Klukkan 10.20 mældist skjálfti upp á 4,9, samkvæmt frumniðurstöðum Veðurstofunnar. Annar kom mínútu síðar, 4,3 og enn annar 10.23, 4,6 að stærð.  Enn halda skjálftarnir áfram og eru þeir samkvæmt frumniðurstöðum staðsettir í kringum Fagradalsfjall.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár