Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gjaldþrotum og nauðungarsölum fækkaði á síðasta ári

Færri ein­stak­ling­ar voru lýst­ir gjald­þrota á síð­asta ári en ár­in tvö á und­an. Hið sama má segja um nauð­ung­ar­söl­ur á eign­um. Þá fækk­aði fjár­nám­um einnig.

Gjaldþrotum og nauðungarsölum fækkaði á síðasta ári
Fer fækkandi Gjaldþrotum og fjárnámi hjá einstaklingum fer fækkandi samkvæmt svörum við fyrirspurn Ólafs. Mynd: Flokkur fólksins

Gjaldþrotum einstaklinga fækkaði á síðasta ári, borið saman við tvö ár á undan. Hið sama má segja um nauðungarsölur á fasteignum í eigu einstaklinga, á ökutækjum og um fjárnám hjá einstaklingum.

Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins. Í svari Áslaugar Örnu er tiltekið að aðeins sé um að ræða mál sem lokið var á árunum 2018 til 2020 en ekki þau mál sem hafi komið til meðferðar.

Alls voru 778 einstaklingar lýstir gjaldþrota á síðustu þremur árum á landinu öllu. Bú 222 einstaklinga voru tekin til gjaldþrotaskipta á síðasta ári. Árið áður voru 246 einstaklingar lýstir gjaldþrota og 310 árið 2018. Langflest gjaldþrotaskipti áttu sér stað í Reykjavík, 364 í heildina á þessum þremur árum. Næstflest voru gjaldþrotin í umdæmi Héraðsdóms Reykjaness, 277 talsins á sama tímabili.

Nauðungarsölum á fasteignum fækkaði einnig verulega á síðasta ári, um því sem næst helming …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár