Gjaldþrotum einstaklinga fækkaði á síðasta ári, borið saman við tvö ár á undan. Hið sama má segja um nauðungarsölur á fasteignum í eigu einstaklinga, á ökutækjum og um fjárnám hjá einstaklingum.
Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins. Í svari Áslaugar Örnu er tiltekið að aðeins sé um að ræða mál sem lokið var á árunum 2018 til 2020 en ekki þau mál sem hafi komið til meðferðar.
Alls voru 778 einstaklingar lýstir gjaldþrota á síðustu þremur árum á landinu öllu. Bú 222 einstaklinga voru tekin til gjaldþrotaskipta á síðasta ári. Árið áður voru 246 einstaklingar lýstir gjaldþrota og 310 árið 2018. Langflest gjaldþrotaskipti áttu sér stað í Reykjavík, 364 í heildina á þessum þremur árum. Næstflest voru gjaldþrotin í umdæmi Héraðsdóms Reykjaness, 277 talsins á sama tímabili.
Nauðungarsölum á fasteignum fækkaði einnig verulega á síðasta ári, um því sem næst helming …
Athugasemdir