Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kvikmynd Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós

Tón­list­ar­mynd­in When We Are Born af­hjúp­ar per­sónu­lega sögu síð­ustu plötu Ól­afs Arn­alds. Hún var tek­in upp síð­asta sum­ar, en verð­ur frum­sýnd á net­inu 7. mars.

Kvikmynd Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós

Hæglyndi og heimsfrægi nýklassíski tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds fylgdi plötu sinni some kind of peace ekki eftir með tónleikaferð, eins og fyrri plötum, heldur með tónlistarmynd. Kvikmyndin skartar Ólafi í aðalhlutverki og var tekin upp síðastliðið sumar. Hún verður frumsýnd 7. mars á netinu, en Ólafur situr fyrir svörum eftir sýninguna.

Platan some kind of peace er frábrugðin fyrri plötum Ólafs þar sem hann tjáir sig á persónulegri nótum en áður. „Í staðinn fyrir að setja fram „konsept“ eða stórar hugmyndir sem ég get falið mig á bak við, eins og ég hef áður gert, þá ákvað ég að reyna að tala um síðustu 2–3 árin mín,“ sagði hann í viðtali við Stundina síðastliðinn desember. „Ég byrja í sambandi, læri að lifa með annarri manneskju og reyni að vera opinn fyrir hlutum sem ég var áður lokaður fyrir.“

Handritið og hugmyndin að kvikmyndinni spratt upp úr áköfum viðtölum sem hinn franski Vincent Moon, leikstjóri myndarinnar, tók við Ólaf um nýju plötu hans. Þar sem viðfangsefni plötunnar er svo nátengt Ólafi var óhjákvæmilegt að hann færi með aðalhlutverk myndarinnar.

Hægt er að nálgast miða hér á frumsýninguna 7. mars kl. 19.00. Ekki er enn búið að tilkynna fleiri sýningar á When We Are Born, hvorki á netinu né í bíóhúsum landsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
3
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár