Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kvikmynd Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós

Tón­list­ar­mynd­in When We Are Born af­hjúp­ar per­sónu­lega sögu síð­ustu plötu Ól­afs Arn­alds. Hún var tek­in upp síð­asta sum­ar, en verð­ur frum­sýnd á net­inu 7. mars.

Kvikmynd Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós

Hæglyndi og heimsfrægi nýklassíski tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds fylgdi plötu sinni some kind of peace ekki eftir með tónleikaferð, eins og fyrri plötum, heldur með tónlistarmynd. Kvikmyndin skartar Ólafi í aðalhlutverki og var tekin upp síðastliðið sumar. Hún verður frumsýnd 7. mars á netinu, en Ólafur situr fyrir svörum eftir sýninguna.

Platan some kind of peace er frábrugðin fyrri plötum Ólafs þar sem hann tjáir sig á persónulegri nótum en áður. „Í staðinn fyrir að setja fram „konsept“ eða stórar hugmyndir sem ég get falið mig á bak við, eins og ég hef áður gert, þá ákvað ég að reyna að tala um síðustu 2–3 árin mín,“ sagði hann í viðtali við Stundina síðastliðinn desember. „Ég byrja í sambandi, læri að lifa með annarri manneskju og reyni að vera opinn fyrir hlutum sem ég var áður lokaður fyrir.“

Handritið og hugmyndin að kvikmyndinni spratt upp úr áköfum viðtölum sem hinn franski Vincent Moon, leikstjóri myndarinnar, tók við Ólaf um nýju plötu hans. Þar sem viðfangsefni plötunnar er svo nátengt Ólafi var óhjákvæmilegt að hann færi með aðalhlutverk myndarinnar.

Hægt er að nálgast miða hér á frumsýninguna 7. mars kl. 19.00. Ekki er enn búið að tilkynna fleiri sýningar á When We Are Born, hvorki á netinu né í bíóhúsum landsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár