Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kvikmynd Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós

Tón­list­ar­mynd­in When We Are Born af­hjúp­ar per­sónu­lega sögu síð­ustu plötu Ól­afs Arn­alds. Hún var tek­in upp síð­asta sum­ar, en verð­ur frum­sýnd á net­inu 7. mars.

Kvikmynd Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós

Hæglyndi og heimsfrægi nýklassíski tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds fylgdi plötu sinni some kind of peace ekki eftir með tónleikaferð, eins og fyrri plötum, heldur með tónlistarmynd. Kvikmyndin skartar Ólafi í aðalhlutverki og var tekin upp síðastliðið sumar. Hún verður frumsýnd 7. mars á netinu, en Ólafur situr fyrir svörum eftir sýninguna.

Platan some kind of peace er frábrugðin fyrri plötum Ólafs þar sem hann tjáir sig á persónulegri nótum en áður. „Í staðinn fyrir að setja fram „konsept“ eða stórar hugmyndir sem ég get falið mig á bak við, eins og ég hef áður gert, þá ákvað ég að reyna að tala um síðustu 2–3 árin mín,“ sagði hann í viðtali við Stundina síðastliðinn desember. „Ég byrja í sambandi, læri að lifa með annarri manneskju og reyni að vera opinn fyrir hlutum sem ég var áður lokaður fyrir.“

Handritið og hugmyndin að kvikmyndinni spratt upp úr áköfum viðtölum sem hinn franski Vincent Moon, leikstjóri myndarinnar, tók við Ólaf um nýju plötu hans. Þar sem viðfangsefni plötunnar er svo nátengt Ólafi var óhjákvæmilegt að hann færi með aðalhlutverk myndarinnar.

Hægt er að nálgast miða hér á frumsýninguna 7. mars kl. 19.00. Ekki er enn búið að tilkynna fleiri sýningar á When We Are Born, hvorki á netinu né í bíóhúsum landsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár