Kvikmynd Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós

Tón­list­ar­mynd­in When We Are Born af­hjúp­ar per­sónu­lega sögu síð­ustu plötu Ól­afs Arn­alds. Hún var tek­in upp síð­asta sum­ar, en verð­ur frum­sýnd á net­inu 7. mars.

Kvikmynd Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós

Hæglyndi og heimsfrægi nýklassíski tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds fylgdi plötu sinni some kind of peace ekki eftir með tónleikaferð, eins og fyrri plötum, heldur með tónlistarmynd. Kvikmyndin skartar Ólafi í aðalhlutverki og var tekin upp síðastliðið sumar. Hún verður frumsýnd 7. mars á netinu, en Ólafur situr fyrir svörum eftir sýninguna.

Platan some kind of peace er frábrugðin fyrri plötum Ólafs þar sem hann tjáir sig á persónulegri nótum en áður. „Í staðinn fyrir að setja fram „konsept“ eða stórar hugmyndir sem ég get falið mig á bak við, eins og ég hef áður gert, þá ákvað ég að reyna að tala um síðustu 2–3 árin mín,“ sagði hann í viðtali við Stundina síðastliðinn desember. „Ég byrja í sambandi, læri að lifa með annarri manneskju og reyni að vera opinn fyrir hlutum sem ég var áður lokaður fyrir.“

Handritið og hugmyndin að kvikmyndinni spratt upp úr áköfum viðtölum sem hinn franski Vincent Moon, leikstjóri myndarinnar, tók við Ólaf um nýju plötu hans. Þar sem viðfangsefni plötunnar er svo nátengt Ólafi var óhjákvæmilegt að hann færi með aðalhlutverk myndarinnar.

Hægt er að nálgast miða hér á frumsýninguna 7. mars kl. 19.00. Ekki er enn búið að tilkynna fleiri sýningar á When We Are Born, hvorki á netinu né í bíóhúsum landsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár