Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Yfirlestur á Alþingi breytti orðalagi stjórnarskrárfrumvarpsins

For­sæt­is­ráðu­neyt­ið bað Al­þingi að leið­rétta breyt­ingu sem varð á frum­varpi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur til breyt­inga á stjórn­ar­skrá þar sem gef­in var í skyn stefnu­breyt­ing.

Yfirlestur á Alþingi breytti orðalagi stjórnarskrárfrumvarpsins
Katrín Jakobsdóttir Frumvarp forsætisráðherra breyttist í yfirlestri Alþingis, segir í svari forsætisráðuneytisins. Mynd: Shutterstock

Orðalag sem gaf til kynna stefnubreytingu varðandi samband þjóðaréttar og landsréttar í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til stjórnarskrárbreytinga kom til vegna breytinga í skjalalestri Alþingis. Þetta kemur fram í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar.

Stundin fjallaði nýlega um að orðalagið í þessari grein frumvarpsins gæfi í skyn að alþjóðlegar skuldbindingar færu framar íslenskum lögum. Að mati Bjarna Más Magnússonar, prófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík, myndi það marka tímamót, enda hafi því almennt verið öfugt farið. Ný uppprentun á vef Alþingis, merkt sem leiðrétting, breytti greininni svo til baka í það sem kynnt hafði verið í frumvarpsdrögum síðasta sumar.

Forsætisráðuneytið segir breytingarnar hafa gerst í skjalalestri á vegum Alþingis. „Þegar frumvarpið var birt í samráðsgátt og sent Alþingi til yfirlestrar hljóðaði 9. gr. þess svo: „2. mgr. 16. gr. stjórnarskrárinnar orðast svo: Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir, þar á meðal þjóðréttarsamninga sem horfa til breytinga á landslögum eða eru af öðrum ástæðum mikilvægir, skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði. Við skjalalestur á vegum Alþingis breyttist orðalagið „sem horfa til breytinga á landslögum“ í „sem valda breytingum á landslögum“. Við lokaskil frumvarpsins láðist að bera breytinguna undir forsætisráðherra, flutningsmann frumvarpsins, og því var þingið beðið um uppprentun til að færa orðalagið til fyrra horfs,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar.

Í svarinu kemur einnig fram að forsætisráðherra telji ekki að frumvarp hennar mundi breyta neinu um samband þjóðaréttar og landsréttar, yrði það samþykkt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár