Ég fékk símtal frá vini mínum, honum Hansa, sem býr úti í Noregi. Hann vekur mig á laugardagsmorgni og spyr hvort ég vilji koma í fallhlífarstökk.
Svo förum við þarna út og um kvöldið förum við á einhverja listahátíð við einhvern sveitabæ og það er rosa partí. Ég geri þau mistök að ég fæ mér orkudrykk þannig að ég sofna ekki neitt. Klukkan er orðin fjögur þegar við erum að reyna að sofna og við eigum að leggja af stað klukkan sex til að vera komnir klukkan átta og ég er gjörsamlega ekki búinn að sofa í mínútu.
Það er ekkert rosalega bjart yfir svo mér fannst ekkert sérstaklega líklegt að við værum á leið í fallhlífarstökk, það var massív þoka og eitthvað. Svo kem ég á staðinn og við förum í fallhlífarstökk.
Áður en við stígum fæti í flugvélina er tuttugu mínútna kynning á norsku og ég sit einn …
Athugasemdir