Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skemmdir unnar á bifreið borgarstjóra

Lög­regl­an skoð­ar hvort skot­vopn hafi ver­ið not­uð eins og í skemmd­ar­verk­um á skrif­stofu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Skemmdir unnar á bifreið borgarstjóra
Dagur B. Eggertsson Lögreglan lítur málið alvarlegum augum að því fram kemur í tilkynningu. Mynd: Samfylkingin

Lögregan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar skemmdir sem unnar voru á bifreið Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Rannsóknin snýr meðal annars að því hvort skotvopn hafi verið notað við verknaðinn og hvort málið tengist skemmdum á húsnæði Samfylkingarinnar í síðustu viku.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. Málið er sagt litið alvarlegum augum, en skotvopn voru notuð til að vinna skemmdarverk á húsnæði Samfylkingarinnar í Sóltúni í Reykjavík. Sömuleiðis hafa skemmdir verið unnar á húsnæði fleiri stjórnmálaflokka. „Bifreiðin, sem varð fyrir skemmdum, er í eigu borgarstjóra og fjölskyldu hans,“ segir í tilkynningunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár