Lögregan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar skemmdir sem unnar voru á bifreið Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Rannsóknin snýr meðal annars að því hvort skotvopn hafi verið notað við verknaðinn og hvort málið tengist skemmdum á húsnæði Samfylkingarinnar í síðustu viku.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. Málið er sagt litið alvarlegum augum, en skotvopn voru notuð til að vinna skemmdarverk á húsnæði Samfylkingarinnar í Sóltúni í Reykjavík. Sömuleiðis hafa skemmdir verið unnar á húsnæði fleiri stjórnmálaflokka. „Bifreiðin, sem varð fyrir skemmdum, er í eigu borgarstjóra og fjölskyldu hans,“ segir í tilkynningunni.
Athugasemdir