„Ég fór í Varpholt í lok 10. bekkjar, þá 15 ára gömul. Ég var ekki í neyslu, ég hafði eitthvað fiktað en var í áhættuhópi. Ég var þessi ADHD-stelpa sem fann sig ekki í neinum tilbúnum römmum og sóttist í slæman félagsskap og var dálítið óþekk og í uppreisn. Ég var hætt að mæta í skólann og kom ekki heim á tilsettum tímum. Mamma og pabbi voru að tryllast af áhyggjum og þeim var ráðlagt að senda mig norður á meðferðarheimilið í Varpholti sem þeim var sagt að væri yndislegt heimili þar sem krakkar í vanda voru byggð upp,“ segir Kolbrún, sem er 37 ára og starfar sem hársnyrtir.
Skelfingu lostin frá fyrsta degi
Kolbrún var í Varpholti og á Laugalandi í rúmt ár. „Ég man vel eftir fyrsta deginum mínum þar. Mamma og pabbi keyrðu mig norður og áttu fund með forstöðufólkinu þegar þangað var komið og …
Athugasemdir