Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Frávísunarkrafa Jóns Baldvins verður tekin aftur fyrir í héraðsdómi

Lands­rétt­ur hef­ur gert ómerka frá­vís­un hér­aðds­dóms Reykja­vík­ur á máli Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar sem varð­ar kyn­ferð­is­lega áreitni. Flytja þarf frá­vís­un­ar­mál­ið að nýju.

Frávísunarkrafa Jóns Baldvins verður tekin aftur fyrir í héraðsdómi
Jón Baldvin Hannibalsson Mál hans verður tekið fyrir í héraði á ný.

Landsréttur ómerkti í gær úrskurð héraðdóms Reykjavíkur þegar máli Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var vísað frá. Frávísunarkrafan verður því tekin munnlega fyrir í héraðsdómi á ný. DV greindi fyrst frá.

Landsréttardómararnir Jón Höskuldsson, Kristbjörg Stephensen og Ragnheiður Harðardóttir kváðu upp úrskurðinn, en samkvæmt honum leið of langur tími á milli munnlegs málflutnings um frávísunarkröfunnar 23. nóvember 2020 þar til úrskurður var kveðinn upp 7. janúar.

„Leið þannig lengri tími en fjórar vikur frá því að málið var tekið til úrskurðar þar til hann var kveðinn upp,“ segir í niðurstöðunni, en samkvæmt lögum átti að flytja málið á ný nema aðilar teldu það óþarft. „Málið  var ekki flutt að nýju og verður hvorki ráðið að aðilum hafi verið  gefinn kostur á því né að þeir hafi lýst því yfir að þess gerðist ekki þörf og dómari  væri því sammála. Samkvæmt framangreindu verður að ómerkja hinn kærða úrskurð  og vísa málinu heim í hérað til munnlegs málflutnings og uppkvaðningar úrskurðar að nýju.“

Jóni Baldvini er gefið að sök að hafa laugardaginn 16. júní 2018 á heimili sínu í Salobreña á Spáni strokið utanklæða rass Carmenar, sem var gestur á heimili hans. Greindi Stundin í upphafi árs 2019 frá framburði hennar og fleiri kvenna um kynferðislega áreitni. Krefur hún Jón Baldvin um eina milljón í miskabætur, en hann krafðist frávísunar og málsvarnalauna úr ríkissjóði sem héraðsdómur veitti honum með upphaflega úrskurðinum, rúmlega 917 þúsund krónur í málsvarnarlaun Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns hans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár