Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Frávísunarkrafa Jóns Baldvins verður tekin aftur fyrir í héraðsdómi

Lands­rétt­ur hef­ur gert ómerka frá­vís­un hér­aðds­dóms Reykja­vík­ur á máli Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar sem varð­ar kyn­ferð­is­lega áreitni. Flytja þarf frá­vís­un­ar­mál­ið að nýju.

Frávísunarkrafa Jóns Baldvins verður tekin aftur fyrir í héraðsdómi
Jón Baldvin Hannibalsson Mál hans verður tekið fyrir í héraði á ný.

Landsréttur ómerkti í gær úrskurð héraðdóms Reykjavíkur þegar máli Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var vísað frá. Frávísunarkrafan verður því tekin munnlega fyrir í héraðsdómi á ný. DV greindi fyrst frá.

Landsréttardómararnir Jón Höskuldsson, Kristbjörg Stephensen og Ragnheiður Harðardóttir kváðu upp úrskurðinn, en samkvæmt honum leið of langur tími á milli munnlegs málflutnings um frávísunarkröfunnar 23. nóvember 2020 þar til úrskurður var kveðinn upp 7. janúar.

„Leið þannig lengri tími en fjórar vikur frá því að málið var tekið til úrskurðar þar til hann var kveðinn upp,“ segir í niðurstöðunni, en samkvæmt lögum átti að flytja málið á ný nema aðilar teldu það óþarft. „Málið  var ekki flutt að nýju og verður hvorki ráðið að aðilum hafi verið  gefinn kostur á því né að þeir hafi lýst því yfir að þess gerðist ekki þörf og dómari  væri því sammála. Samkvæmt framangreindu verður að ómerkja hinn kærða úrskurð  og vísa málinu heim í hérað til munnlegs málflutnings og uppkvaðningar úrskurðar að nýju.“

Jóni Baldvini er gefið að sök að hafa laugardaginn 16. júní 2018 á heimili sínu í Salobreña á Spáni strokið utanklæða rass Carmenar, sem var gestur á heimili hans. Greindi Stundin í upphafi árs 2019 frá framburði hennar og fleiri kvenna um kynferðislega áreitni. Krefur hún Jón Baldvin um eina milljón í miskabætur, en hann krafðist frávísunar og málsvarnalauna úr ríkissjóði sem héraðsdómur veitti honum með upphaflega úrskurðinum, rúmlega 917 þúsund krónur í málsvarnarlaun Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns hans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár