Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Íslendingar borga 40% meira fyrir matinn

Ís­lend­ing­ar greiða 40 pró­sent hærra verð fyr­ir mat og drykk en að með­al­tali í öðr­um Evr­ópu­ríkj­um, sam­kvæmt nýj­um töl­um. Mat­arkarf­an hér á landi er sú þriðja dýr­asta í Evr­ópu, en var sú dýr­asta ár­ið áð­ur. Laun á Ís­landi voru 60 pró­sent­um hærri en að með­al­tali í Evr­ópu á sama tíma.

Íslendingar borga 40% meira fyrir matinn
Dýr matarkarfa Matarkarfan hér á landi er sú þriðja dýrasta í Evrópu. Mynd: Davíð Þór

Matarverð á Íslandi var 40 prósent hærra en að meðaltali í Evrópusambandinu á árinu 2019. Verð á matvöru og drykkjum var hið þriðja hæsta hér á landi. Aðeins í Noregi og í Sviss var matarkarfan dýrari.

Þetta kemur fram í tölum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Samanburðurinn tekur til 34 landa, allra 26 aðildarríkja sambandsins, Bretlands, EFTA-ríkjanna Íslands, Noregs og Sviss, Norður-Makedóníu, Póllands, Serbíu og Tyrklands.

Sé miðað við meðaltalsverð í Evrópusambandinu greiða Svisslendingar um 63 prósent hærra verð fyrir matarkörfuna og Norðmenn um 57 prósent hærra verð. Verð á mat og drykk á Íslandi er afgerandi hærra en á Norðurlöndunum, utan Noregs. Danir eru næstir eftir Íslendingum en þar kostar matarkarfan um 29 prósentum meira en að meðaltali í í Evrópusambandinu. Finnsk heimili greiða 18,5 prósentum meira en að meðaltali og Svíar um 14 prósent.

45 prósent dýrari en í Bretlandi

Þá er mun hagstæðara að gera matarinnkaupin í öðrum nágrannalöndum okkar, eins og Hollandi og Þýskalandi til að mynda en þar er matarkarfan tæplega 40 prósentum ódýrari en hér á landi. Í Bretlandi er hún síðan um 45 prósentum ódýrari en hér á landi. Útganga Breta úr Evrópusambandinu um síðustu áramót kann hins vegar að hafa áhrif þar á í framtíðinni.

Matarverð er lægst í Norður-Makedóníu, 40 prósentum lægra en að meðaltali í samanburðarlöndunum, og í Rúmeníu þar sem það er 34 prósent lægra. Kaupmáttur á Íslandi er mun meiri en í þessum löndum. Árið 2019 voru laun á Íslandi um 60 prósentum hærri en að meðaltali í öðrum Evrópuríkjum.

Mikil verðhækkun á síðasta ári

Tölur Eurostat eru fyrir árið 2019 sem fyrr segir. Í frétt á vef Landsbankans frá því 21. september síðastliðinn kemur fram að á því ári hafi matarkarfa Íslendinga hækkað um 1,1 prósent. Sögulega séð er það lítil hækkun, enda var matvælaverð enn hærra hlutfalslega árið 2018, þegar Ísland var með hæsta verðlag í Evrópu.

Árið 2018 munaði mestu um að Íslendingar greiddu langmest á hótelum og veitingastöðum, hátt í tvöfalt meira en meðaltalið í Evrópu. Landsmenn borguðu meira en aðrir í menningu- og skemmtun, eða 66% yfir meðaltalinu, og mest allra í almenningssamgöngur og klæðnað. Norðmenn borguðu hins vegar meira fyrir áfengi og tóbak og bæði þeir og Danir meira en Íslendingar fyrir einkabílinn. Hagstæðast var verðlag í fjarskiptum fyrir Íslendinga, aðeins 19 prósent yfir meðaltalinu.

Verðhækkanir árið 2020

Þrátt fyrir hlutfallslega lækkun í samanburði við aðrar þjóðir árið 2019 eru horfur á því að Íslendingar greiði meira núna. Þrátt fyrir lækkandi hráefnaverð hefur matarkarfan á Íslandi hækkað um 6,3 prósent fyrstu þrjá ársfjórðunga ársins 2020. Það var verulega mikið meira en hækkun á vísitölu neysluverðs, sem hafði hækkað um 2,5 prósent á sama tímabili á síðasta ári. Veiking krónunnar var þar talin vega hvað þyngst, en lækkun eldsneytis- og hráefnisverðs á heimsmarkaði hafði mótvægisáhrif.

Samkvæmt vef Hagstofunnar verja íslensk heimili um 15 prósentum af útgjöldum sínum til kaupa á matar- og drykkjavörum. Þá eru undanskilin útgjöld vegna kaupa á mat og drykk sem neytt er á veitinga- og kaffihúsum og í mötuneytum. Hæst hlutfall er vegna kaupa á kjörvöru, um 19 prósent, og síðan vegna kaupa á mjólkurvörum og eggjum. Samkvæmt tölum Eurostat er kjöt að meðaltali 56 prósentum dýrara hér á landi en í Evrópulöndunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár