Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Íslendingar borga 40% meira fyrir matinn

Ís­lend­ing­ar greiða 40 pró­sent hærra verð fyr­ir mat og drykk en að með­al­tali í öðr­um Evr­ópu­ríkj­um, sam­kvæmt nýj­um töl­um. Mat­arkarf­an hér á landi er sú þriðja dýr­asta í Evr­ópu, en var sú dýr­asta ár­ið áð­ur. Laun á Ís­landi voru 60 pró­sent­um hærri en að með­al­tali í Evr­ópu á sama tíma.

Íslendingar borga 40% meira fyrir matinn
Dýr matarkarfa Matarkarfan hér á landi er sú þriðja dýrasta í Evrópu. Mynd: Davíð Þór

Matarverð á Íslandi var 40 prósent hærra en að meðaltali í Evrópusambandinu á árinu 2019. Verð á matvöru og drykkjum var hið þriðja hæsta hér á landi. Aðeins í Noregi og í Sviss var matarkarfan dýrari.

Þetta kemur fram í tölum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Samanburðurinn tekur til 34 landa, allra 26 aðildarríkja sambandsins, Bretlands, EFTA-ríkjanna Íslands, Noregs og Sviss, Norður-Makedóníu, Póllands, Serbíu og Tyrklands.

Sé miðað við meðaltalsverð í Evrópusambandinu greiða Svisslendingar um 63 prósent hærra verð fyrir matarkörfuna og Norðmenn um 57 prósent hærra verð. Verð á mat og drykk á Íslandi er afgerandi hærra en á Norðurlöndunum, utan Noregs. Danir eru næstir eftir Íslendingum en þar kostar matarkarfan um 29 prósentum meira en að meðaltali í í Evrópusambandinu. Finnsk heimili greiða 18,5 prósentum meira en að meðaltali og Svíar um 14 prósent.

45 prósent dýrari en í Bretlandi

Þá er mun hagstæðara að gera matarinnkaupin í öðrum nágrannalöndum okkar, eins og Hollandi og Þýskalandi til að mynda en þar er matarkarfan tæplega 40 prósentum ódýrari en hér á landi. Í Bretlandi er hún síðan um 45 prósentum ódýrari en hér á landi. Útganga Breta úr Evrópusambandinu um síðustu áramót kann hins vegar að hafa áhrif þar á í framtíðinni.

Matarverð er lægst í Norður-Makedóníu, 40 prósentum lægra en að meðaltali í samanburðarlöndunum, og í Rúmeníu þar sem það er 34 prósent lægra. Kaupmáttur á Íslandi er mun meiri en í þessum löndum. Árið 2019 voru laun á Íslandi um 60 prósentum hærri en að meðaltali í öðrum Evrópuríkjum.

Mikil verðhækkun á síðasta ári

Tölur Eurostat eru fyrir árið 2019 sem fyrr segir. Í frétt á vef Landsbankans frá því 21. september síðastliðinn kemur fram að á því ári hafi matarkarfa Íslendinga hækkað um 1,1 prósent. Sögulega séð er það lítil hækkun, enda var matvælaverð enn hærra hlutfalslega árið 2018, þegar Ísland var með hæsta verðlag í Evrópu.

Árið 2018 munaði mestu um að Íslendingar greiddu langmest á hótelum og veitingastöðum, hátt í tvöfalt meira en meðaltalið í Evrópu. Landsmenn borguðu meira en aðrir í menningu- og skemmtun, eða 66% yfir meðaltalinu, og mest allra í almenningssamgöngur og klæðnað. Norðmenn borguðu hins vegar meira fyrir áfengi og tóbak og bæði þeir og Danir meira en Íslendingar fyrir einkabílinn. Hagstæðast var verðlag í fjarskiptum fyrir Íslendinga, aðeins 19 prósent yfir meðaltalinu.

Verðhækkanir árið 2020

Þrátt fyrir hlutfallslega lækkun í samanburði við aðrar þjóðir árið 2019 eru horfur á því að Íslendingar greiði meira núna. Þrátt fyrir lækkandi hráefnaverð hefur matarkarfan á Íslandi hækkað um 6,3 prósent fyrstu þrjá ársfjórðunga ársins 2020. Það var verulega mikið meira en hækkun á vísitölu neysluverðs, sem hafði hækkað um 2,5 prósent á sama tímabili á síðasta ári. Veiking krónunnar var þar talin vega hvað þyngst, en lækkun eldsneytis- og hráefnisverðs á heimsmarkaði hafði mótvægisáhrif.

Samkvæmt vef Hagstofunnar verja íslensk heimili um 15 prósentum af útgjöldum sínum til kaupa á matar- og drykkjavörum. Þá eru undanskilin útgjöld vegna kaupa á mat og drykk sem neytt er á veitinga- og kaffihúsum og í mötuneytum. Hæst hlutfall er vegna kaupa á kjörvöru, um 19 prósent, og síðan vegna kaupa á mjólkurvörum og eggjum. Samkvæmt tölum Eurostat er kjöt að meðaltali 56 prósentum dýrara hér á landi en í Evrópulöndunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár