Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Íslendingar borga 40% meira fyrir matinn

Ís­lend­ing­ar greiða 40 pró­sent hærra verð fyr­ir mat og drykk en að með­al­tali í öðr­um Evr­ópu­ríkj­um, sam­kvæmt nýj­um töl­um. Mat­arkarf­an hér á landi er sú þriðja dýr­asta í Evr­ópu, en var sú dýr­asta ár­ið áð­ur. Laun á Ís­landi voru 60 pró­sent­um hærri en að með­al­tali í Evr­ópu á sama tíma.

Íslendingar borga 40% meira fyrir matinn
Dýr matarkarfa Matarkarfan hér á landi er sú þriðja dýrasta í Evrópu. Mynd: Davíð Þór

Matarverð á Íslandi var 40 prósent hærra en að meðaltali í Evrópusambandinu á árinu 2019. Verð á matvöru og drykkjum var hið þriðja hæsta hér á landi. Aðeins í Noregi og í Sviss var matarkarfan dýrari.

Þetta kemur fram í tölum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Samanburðurinn tekur til 34 landa, allra 26 aðildarríkja sambandsins, Bretlands, EFTA-ríkjanna Íslands, Noregs og Sviss, Norður-Makedóníu, Póllands, Serbíu og Tyrklands.

Sé miðað við meðaltalsverð í Evrópusambandinu greiða Svisslendingar um 63 prósent hærra verð fyrir matarkörfuna og Norðmenn um 57 prósent hærra verð. Verð á mat og drykk á Íslandi er afgerandi hærra en á Norðurlöndunum, utan Noregs. Danir eru næstir eftir Íslendingum en þar kostar matarkarfan um 29 prósentum meira en að meðaltali í í Evrópusambandinu. Finnsk heimili greiða 18,5 prósentum meira en að meðaltali og Svíar um 14 prósent.

45 prósent dýrari en í Bretlandi

Þá er mun hagstæðara að gera matarinnkaupin í öðrum nágrannalöndum okkar, eins og Hollandi og Þýskalandi til að mynda en þar er matarkarfan tæplega 40 prósentum ódýrari en hér á landi. Í Bretlandi er hún síðan um 45 prósentum ódýrari en hér á landi. Útganga Breta úr Evrópusambandinu um síðustu áramót kann hins vegar að hafa áhrif þar á í framtíðinni.

Matarverð er lægst í Norður-Makedóníu, 40 prósentum lægra en að meðaltali í samanburðarlöndunum, og í Rúmeníu þar sem það er 34 prósent lægra. Kaupmáttur á Íslandi er mun meiri en í þessum löndum. Árið 2019 voru laun á Íslandi um 60 prósentum hærri en að meðaltali í öðrum Evrópuríkjum.

Mikil verðhækkun á síðasta ári

Tölur Eurostat eru fyrir árið 2019 sem fyrr segir. Í frétt á vef Landsbankans frá því 21. september síðastliðinn kemur fram að á því ári hafi matarkarfa Íslendinga hækkað um 1,1 prósent. Sögulega séð er það lítil hækkun, enda var matvælaverð enn hærra hlutfalslega árið 2018, þegar Ísland var með hæsta verðlag í Evrópu.

Árið 2018 munaði mestu um að Íslendingar greiddu langmest á hótelum og veitingastöðum, hátt í tvöfalt meira en meðaltalið í Evrópu. Landsmenn borguðu meira en aðrir í menningu- og skemmtun, eða 66% yfir meðaltalinu, og mest allra í almenningssamgöngur og klæðnað. Norðmenn borguðu hins vegar meira fyrir áfengi og tóbak og bæði þeir og Danir meira en Íslendingar fyrir einkabílinn. Hagstæðast var verðlag í fjarskiptum fyrir Íslendinga, aðeins 19 prósent yfir meðaltalinu.

Verðhækkanir árið 2020

Þrátt fyrir hlutfallslega lækkun í samanburði við aðrar þjóðir árið 2019 eru horfur á því að Íslendingar greiði meira núna. Þrátt fyrir lækkandi hráefnaverð hefur matarkarfan á Íslandi hækkað um 6,3 prósent fyrstu þrjá ársfjórðunga ársins 2020. Það var verulega mikið meira en hækkun á vísitölu neysluverðs, sem hafði hækkað um 2,5 prósent á sama tímabili á síðasta ári. Veiking krónunnar var þar talin vega hvað þyngst, en lækkun eldsneytis- og hráefnisverðs á heimsmarkaði hafði mótvægisáhrif.

Samkvæmt vef Hagstofunnar verja íslensk heimili um 15 prósentum af útgjöldum sínum til kaupa á matar- og drykkjavörum. Þá eru undanskilin útgjöld vegna kaupa á mat og drykk sem neytt er á veitinga- og kaffihúsum og í mötuneytum. Hæst hlutfall er vegna kaupa á kjörvöru, um 19 prósent, og síðan vegna kaupa á mjólkurvörum og eggjum. Samkvæmt tölum Eurostat er kjöt að meðaltali 56 prósentum dýrara hér á landi en í Evrópulöndunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár