Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Áslaug Arna býður fólki að dæma sig

„Dæmdu dóms­mála­ráð­herra“ er heiti nýrr­ar síðu Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur þar sem lands­menn geta gef­ið henni ein­kunn og um­mæli fyr­ir frammi­stöðu.

Áslaug Arna býður fólki að dæma sig
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Dómsmálaráðherra býður landsmönnum að dæma sig. Mynd: xd.is

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur opnað vefsíðu þar sem landsmönnum er boðið að gefa henni umsögn og einkunn. „Dæmdu dómsmálaráðherra“ er yfirskriftin.

„Hvernig finnst þér Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hafa staðið sig á kjörtímabilinu?“ er spurt og netverjum boðið að merkja við með broskalli með stjörnur í augunum, þumalputta upp, þumalinn niður eða reiðan kall að ausa fúkyrðum.

Smelli þátttakandi á jákvæða broskallinn eða þumalinn upp birtast skilaboðin „Gaman að heyra! Má ég vera í sambandi við þig áfram?“ Þar er viðkomandi boðið að skilja eftir nafn, netfang, fæðingarár og síma, auk þess að geta skrifað skilaboð um áherslumál sín. Þá er spurt hvort viðkomandi sé búsettur í Reykjavík, kjördæmi ráðherrans, en þingkosningar verða haldnar í september og prófkjör í Sjálfstæðisflokknum því haldin á næstu misserum.

Smelli þátttakandi á þumalinn niður eða reiða broskallinn koma upp skilaboðin „Leiðinlegt að heyra. Hvað finnst þér að ég geti gert betur?“ og form til að senda ábendingu á ráðherrann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár