Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Jóhannes meðhöndlari dæmdur fyrir fjórar nauðganir

Jó­hann­es Tryggvi Svein­björns­son var í dag dæmd­ur í fimm ára fang­elsi fyr­ir að hafa nauðg­að fjór­um kon­um sem leit­uðu með­höndl­un­ar hjá hon­um. Alls kærðu fimmtán kon­ur Jó­hann­es fyr­ir kyn­ferð­is­brot.

Jóhannes meðhöndlari dæmdur fyrir fjórar nauðganir
Dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Tryggvi var dæmdur fyrir að hafa nauðgað fjórum konum sem leituðu meðferðar hjá honum sem meðhöndlafa við stoðkerfisvanda.

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, meðhöndlari við stoðkerfisvanda, var dæmdur í fimm ára fangelsi í dag fyrir að hafa nauðgað fjórum konum sem leituðu meðferðar hjá honum á árunum 2009 til 2015. Dómur þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.

Stundin fjallaði ítarlega um Jóhannes Tryggva, kærur og ásakanir um nauðganir og kynferðisbrot á hendur honum í sumar. Fimmtán konur kærðu Jóhannes til lögreglu, ein dró kæruna til baka en tíu mál voru látin niður falla. Í umfjöllun Stundarinnar stigu fram þrjár konur sem lýstu brotum Jóhannesar á hendur sér. Mál þeirra allra voru látin niður falla og eru ekki meðal þeirra sem hann er dæmdur fyrir nú.

Flestar höfðu konurnar fimmtán svipaða sögu að segja af brotum Jóhannesar á hendur þeim, þær hefðu leitað til hans vegna stoðkerfisvandamála en hann hefði við meðferð þeirra brotið gegn þeim með því að snerta kynfæri þeirra og í flestum tilfellum farið með fingur inn í leggöng þeirra eða endaþarm. Ein kona, sem Stundin ræddi við í sumar, kærði Jóhannes hins vegar fyrir ítrekuð kynferðisbrot og nauðgun þegar hún var á unglingsaldri, meðal annars í félagsskap við aðra menn. Þá var mál vinkonu þeirrar konu, sem kærði Jóhannes fyrir nauðgun árið 2005, tekið til rannsóknar að nýju einnig. Mál þeirra voru látin niður falla.

Í ákærunum sem saksóknari gaf út á hendur Jóhannesi og hann hefur nú verið dæmdur fyrir voru brotin öll á svipaða leið. Var Jóhannes ákærður fyrir nauðgun í málunum fjórum með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konurnar án þeirra samþykkis.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Meðhöndlari kærður

„Hann heilaþvoði mig algjörlega“
FréttirMeðhöndlari kærður

„Hann heila­þvoði mig al­gjör­lega“

Frænka Jó­hann­es­ar Tryggva Svein­björns­son­ar kærði hann ár­ið 2018 fyr­ir ít­rek­uð kyn­ferðs­brot gegn sér, frá 15 ára aldri og þar til hún var orð­in 19 ára. Í skýrslu­tök­um lýs­ir hún því hvernig Jó­hann­es hafi brot­ið margoft á henni í fé­lagi við fjölda annarra karl­manna og hvernig hann hafi átt frum­kvæði að þeim brot­um. Þá ber hún að Jó­hann­es hafi einnig brot­ið á henni þeg­ar hann veitti henni hnykk­með­ferð líkt og á ann­an tug kvenna kærði hann fyr­ir.
Fann fyrir mikilli sektarkennd vegna hinna kvennanna
FréttirMeðhöndlari kærður

Fann fyr­ir mik­illi sekt­ar­kennd vegna hinna kvenn­anna

Ragn­hild­ur Eik Árna­dótt­ir kærði Jó­hann­es Tryggva Svein­björns­son fyr­ir að hafa brot­ið gegn sér kyn­ferð­is­lega í tvígang. Hún er óánægð með vinnu­brögð lög­reglu við rann­sókn máls­ins og óar við því að Jó­hann­es sé enn að með­höndla ung­ar kon­ur. Það að fjöldi kvenna lýsi sams kon­ar brot­um af hálfu Jó­hann­es­ar hljóti að eiga að hafa eitt­hvað að segja við máls­með­ferð­ina.
Fjöldi kvenna lýsir ítrekuðum og alvarlegum kynferðisbrotum Jóhannesar
FréttirMeðhöndlari kærður

Fjöldi kvenna lýs­ir ít­rek­uð­um og al­var­leg­um kyn­ferð­is­brot­um Jó­hann­es­ar

Fimmtán kon­ur kærðu Jó­hann­es Tryggva Svein­björns­son fyr­ir nauðg­an­ir og önn­ur kyn­ferð­is­brot sem sam­kvæmt vitn­is­burði áttu sér stað allt frá ár­inu 2005 og til árs­ins 2017. Yngsta stúlk­an var að­eins 14 ára þeg­ar hún kærði Jó­hann­es. Hann hef­ur nú ver­ið ákærð­ur fyr­ir fjór­ar nauðg­an­ir. Þrjár kvenn­anna sem kærðu Jó­hann­es stíga fram í Stund­inni og segja sögu sína. Sjálf­ur neit­ar hann að hafa brot­ið gegn kon­un­um og seg­ir þær ljúga.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár