Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kvikmyndahátíð, uppistand og bleiki liturinn

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 8.-28. janú­ar.

Kvikmyndahátíð, uppistand og bleiki liturinn

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna almannavarna og að áhorfendur þurfa að virða fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk.

Barnamánuður í Borgarleikhúsinu

Yngstu áhorfendur eru boðnir velkomnir í leikhúsið, en janúar verður barnamánuður í Borgarleikhúsinu. Fyrsta frumsýning ársins fer fram helgina 9.–10. janúar, þegar sviðslistahópurinn Hin fræga önd stígur á svið með samstarfssýninguna Fuglabjargið, þar sem fylgst er með einu ári í eynni Skrúði þar sem flytjendur bregða sér í allra fugla líki. Um er að ræða tónleikhúsverk fyrir börn í leikstjórn Hallveigar Kristínar Eiríksdóttur en textinn var í höndum Birnis Jóns Sigurðssonar, sem hlaut Grímuverðlaun fyrir leikrit ársins, Kartöflur. Sýningar á Gosa hefjast á ný þann 16. janúar og Stúlkan sem stöðvaði heiminn fer af stað þann 30. janúar. 

Reykjavík Feminist Film Festival

Hvar? Á netinu
Hvenær? 14.–17. janúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Femíníska kvikmyndahátíð Reykjavíkur hóf göngu sína í fyrra, en hún hefur það að markmiði að skapa nýjar fyrirmyndir fyrir upprennandi kvikmyndagerðarkonur. Í ár snýr hún aftur, alltént á netinu, en nú er einblínt á hinsegin samfélagið. Á hátíðinni eru til sýnis ýmsar kvikmyndir og stuttmyndir, málþing með Samtökunum '78, Trans Ísland og viðtöl við konur og hinsegin fólk sem vinnur í kvikmyndaiðnaðinum. Opnunarmynd hátíðarinnar er Port Authority sem var sýnd og tilnefnd til verðlauna á Kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2019. Einnig verða sýndar myndir sem taka þátt í stuttmyndakeppninni Systir, auk stuttmynda eftir fyrsta kvenkyns kvikmyndaleikstjóra heimsins, Alice Guy-Blaché.

VHS – Nýtt ár, nýtt grín

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 9. & 23. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Hópur grínista, leiddur af hópnum VHS (Vilhelm Neto, Vigdís Hafliðadóttir, Hákon Örn og Stefán Ingvar), býður upp á kvöld af tilraunauppistandi með það fyrir augum að breyta lífi áhorfenda. Nýtt ár og nýjar aðstæður í samfélaginu kalla á nýtt efni, sem er einmitt það sem áhorfendum er boðið upp á á þessari sýningu.

Þrjár kynslóðir af bleikum

Hvar? Midpunkt
Hvenær? 9.–24. janúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þessi einkasýning Gígju Jónsdóttur kannar hlutverk sem birtast í mæðraveldinu, samskiptamynstur milli systra, mæðra, mæðgna, dætra, frænkna, dótturdætra og ömmu í gegnum athöfn þar sem hinn elskaði og/eða hataði litur innan fjölskyldunnar, bleikur, er í brennidepli. Gígja nálgast viðfangsefni sín í gegnum ólíka miðla svo sem gjörninga, myndbönd, tónlist, teikningu, sviðslistir og dans.

Tómamengi: Tumi Torfason

Hvar? FB-síða Mengis
Hvenær? 10. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frjáls framlög

Tónskáldið og trompetleikarinn Tumi Torfason fagnar jólaleyfi sínu frá hinni virtu Konunglegu tónlistarakademíu í Stokkhólmi og stígur á svið ásamt fríðu fötuneyti. Í tónsmíðum sínum hefur Tumi til þessa helst sótt innblástur í nútímajazz, þá sérstaklega íslenskan, en kafar nú einnig í stefnur og stíla jazztónlistar síðustu aldar. 

Sinfó í janúar

Hvar? Harpa
Hvenær? 14., 21. & 28. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frá 2.400 kr.

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur þrenna tónleika á komandi vikum. Á þeim fyrstu eru flutt verk eftir Robert Schumann og Kaiju Saariaho, á þeim öðru eftir Strauss, Bottesini og Brahms og á þeim þriðju er flutt tónverkið Over Light Earth eftir Daníel Bjarnason, en hann mun sjálfur stjórna Sinfóníuhljómsveitinni það kvöld.

GusGus 25 ára

Hvar? Harpa
Hvenær? 15. & 16. janúar
Aðgangseyrir: Frá 5.990 kr.

Rafmagnaða hljómsveitin sem hefur það sem yfirlýst markmið að skapa unaðslega tónlist, GusGus, heldur sérstaka stórtónleika í Hörpu til að fagna 25 ára afmæli sínu. Farið verður í gegnum alla helstu slagara hljómsveitarinnar og því munu margir fyrrum hljómsveitarmeðlimir stíga aftur upp á svið til að flytja þau í upprunalegri mynd.

Listþræðir – málþing

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? 16. janúar kl. 10.00–12.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Listasafn Íslands efnir til málþings tengt sýningunni Listþræðir. Sýningin samanstendur af verkum úr safneign þar sem unnið er með þráð sem efnivið. Erindin fjalla um sýninguna sjálfa, tengsl á milli textílverka og jafnréttisbaráttu kynjanna, og faglegt flæði á milli hönnunar, handverks og listar. Málþinginu verður streymt á Facebook-síðu safnsins.

Af fingrum fram: Júníus Meyvant

Hvar? Salurinn
Hvenær? 21. janúar kl. 20.30
Aðgangseyrir: 4.990 kr.

Júníus Meyvant kemur frá Vestmannaeyjum og var skírður Unnar Gísli. Hann hefur sankað að sér stóran fylgjendahóp með sálarríku indípopptónlist sinni. Hann hefur herjað mikið á erlendri grundu, en mætir nú í Salinn þar sem hann tekur þátt í spjalltónleikaröðinni Af fingrum fram.

Krókótt

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 28. janúar til 14. mars
Aðgangseyrir: 1.880 kr.

Með samtvinningi af heimildagerð og skáldskap reynir Klængur Gunnarsson að ná fram hlykkjóttu sjónarhorni á hversdagslega atburði og athafnir. Þaðan vill hann vekja spurningar hjá áhorfendum sem snúa meðal annars að mikilvægi þess að staldra við í hringrás daglegs lífs. Sýningin samanstendur meðal annars af ljósmyndun og textagerð.

Nocturne

Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Hvenær? Til 1. febrúar 
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Hrafna Jóna Ágústsdóttir er náttfari að eðlisfari, en sýning hennar, Nocturne, fangar ævintýraveröld næturinnar í hversdagslegu íslensku borgarlandslagi, lágstemmdan en margslunginn heim sem hreyfir við tilfinningum áhorfandans. Myndirnar sýna íslenskt úthverfi í allri sinni dulúð á meðan þorri íbúa þess fylgjast með regnhlífum Óla Lokbrár.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár