Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Kvikmyndahátíð, uppistand og bleiki liturinn

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 8.-28. janú­ar.

Kvikmyndahátíð, uppistand og bleiki liturinn

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna almannavarna og að áhorfendur þurfa að virða fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk.

Barnamánuður í Borgarleikhúsinu

Yngstu áhorfendur eru boðnir velkomnir í leikhúsið, en janúar verður barnamánuður í Borgarleikhúsinu. Fyrsta frumsýning ársins fer fram helgina 9.–10. janúar, þegar sviðslistahópurinn Hin fræga önd stígur á svið með samstarfssýninguna Fuglabjargið, þar sem fylgst er með einu ári í eynni Skrúði þar sem flytjendur bregða sér í allra fugla líki. Um er að ræða tónleikhúsverk fyrir börn í leikstjórn Hallveigar Kristínar Eiríksdóttur en textinn var í höndum Birnis Jóns Sigurðssonar, sem hlaut Grímuverðlaun fyrir leikrit ársins, Kartöflur. Sýningar á Gosa hefjast á ný þann 16. janúar og Stúlkan sem stöðvaði heiminn fer af stað þann 30. janúar. 

Reykjavík Feminist Film Festival

Hvar? Á netinu
Hvenær? 14.–17. janúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Femíníska kvikmyndahátíð Reykjavíkur hóf göngu sína í fyrra, en hún hefur það að markmiði að skapa nýjar fyrirmyndir fyrir upprennandi kvikmyndagerðarkonur. Í ár snýr hún aftur, alltént á netinu, en nú er einblínt á hinsegin samfélagið. Á hátíðinni eru til sýnis ýmsar kvikmyndir og stuttmyndir, málþing með Samtökunum '78, Trans Ísland og viðtöl við konur og hinsegin fólk sem vinnur í kvikmyndaiðnaðinum. Opnunarmynd hátíðarinnar er Port Authority sem var sýnd og tilnefnd til verðlauna á Kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2019. Einnig verða sýndar myndir sem taka þátt í stuttmyndakeppninni Systir, auk stuttmynda eftir fyrsta kvenkyns kvikmyndaleikstjóra heimsins, Alice Guy-Blaché.

VHS – Nýtt ár, nýtt grín

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 9. & 23. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Hópur grínista, leiddur af hópnum VHS (Vilhelm Neto, Vigdís Hafliðadóttir, Hákon Örn og Stefán Ingvar), býður upp á kvöld af tilraunauppistandi með það fyrir augum að breyta lífi áhorfenda. Nýtt ár og nýjar aðstæður í samfélaginu kalla á nýtt efni, sem er einmitt það sem áhorfendum er boðið upp á á þessari sýningu.

Þrjár kynslóðir af bleikum

Hvar? Midpunkt
Hvenær? 9.–24. janúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þessi einkasýning Gígju Jónsdóttur kannar hlutverk sem birtast í mæðraveldinu, samskiptamynstur milli systra, mæðra, mæðgna, dætra, frænkna, dótturdætra og ömmu í gegnum athöfn þar sem hinn elskaði og/eða hataði litur innan fjölskyldunnar, bleikur, er í brennidepli. Gígja nálgast viðfangsefni sín í gegnum ólíka miðla svo sem gjörninga, myndbönd, tónlist, teikningu, sviðslistir og dans.

Tómamengi: Tumi Torfason

Hvar? FB-síða Mengis
Hvenær? 10. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frjáls framlög

Tónskáldið og trompetleikarinn Tumi Torfason fagnar jólaleyfi sínu frá hinni virtu Konunglegu tónlistarakademíu í Stokkhólmi og stígur á svið ásamt fríðu fötuneyti. Í tónsmíðum sínum hefur Tumi til þessa helst sótt innblástur í nútímajazz, þá sérstaklega íslenskan, en kafar nú einnig í stefnur og stíla jazztónlistar síðustu aldar. 

Sinfó í janúar

Hvar? Harpa
Hvenær? 14., 21. & 28. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frá 2.400 kr.

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur þrenna tónleika á komandi vikum. Á þeim fyrstu eru flutt verk eftir Robert Schumann og Kaiju Saariaho, á þeim öðru eftir Strauss, Bottesini og Brahms og á þeim þriðju er flutt tónverkið Over Light Earth eftir Daníel Bjarnason, en hann mun sjálfur stjórna Sinfóníuhljómsveitinni það kvöld.

GusGus 25 ára

Hvar? Harpa
Hvenær? 15. & 16. janúar
Aðgangseyrir: Frá 5.990 kr.

Rafmagnaða hljómsveitin sem hefur það sem yfirlýst markmið að skapa unaðslega tónlist, GusGus, heldur sérstaka stórtónleika í Hörpu til að fagna 25 ára afmæli sínu. Farið verður í gegnum alla helstu slagara hljómsveitarinnar og því munu margir fyrrum hljómsveitarmeðlimir stíga aftur upp á svið til að flytja þau í upprunalegri mynd.

Listþræðir – málþing

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? 16. janúar kl. 10.00–12.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Listasafn Íslands efnir til málþings tengt sýningunni Listþræðir. Sýningin samanstendur af verkum úr safneign þar sem unnið er með þráð sem efnivið. Erindin fjalla um sýninguna sjálfa, tengsl á milli textílverka og jafnréttisbaráttu kynjanna, og faglegt flæði á milli hönnunar, handverks og listar. Málþinginu verður streymt á Facebook-síðu safnsins.

Af fingrum fram: Júníus Meyvant

Hvar? Salurinn
Hvenær? 21. janúar kl. 20.30
Aðgangseyrir: 4.990 kr.

Júníus Meyvant kemur frá Vestmannaeyjum og var skírður Unnar Gísli. Hann hefur sankað að sér stóran fylgjendahóp með sálarríku indípopptónlist sinni. Hann hefur herjað mikið á erlendri grundu, en mætir nú í Salinn þar sem hann tekur þátt í spjalltónleikaröðinni Af fingrum fram.

Krókótt

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 28. janúar til 14. mars
Aðgangseyrir: 1.880 kr.

Með samtvinningi af heimildagerð og skáldskap reynir Klængur Gunnarsson að ná fram hlykkjóttu sjónarhorni á hversdagslega atburði og athafnir. Þaðan vill hann vekja spurningar hjá áhorfendum sem snúa meðal annars að mikilvægi þess að staldra við í hringrás daglegs lífs. Sýningin samanstendur meðal annars af ljósmyndun og textagerð.

Nocturne

Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Hvenær? Til 1. febrúar 
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Hrafna Jóna Ágústsdóttir er náttfari að eðlisfari, en sýning hennar, Nocturne, fangar ævintýraveröld næturinnar í hversdagslegu íslensku borgarlandslagi, lágstemmdan en margslunginn heim sem hreyfir við tilfinningum áhorfandans. Myndirnar sýna íslenskt úthverfi í allri sinni dulúð á meðan þorri íbúa þess fylgjast með regnhlífum Óla Lokbrár.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár