Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fékk þau svör að þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks fyndi lítinn stuðning við þingfund

Odd­ný Harð­ar­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir þing­flokks­for­menn Sjál­stæð­is­flokks­ins og Vinstri grænna ólík­lega til að taka und­ir þá kröfu að fram fari þing­fund­ur um þá hættu sem skap­ast get­ur vegna hópa­mynd­unn­ar um ára­mót.

Fékk þau svör að þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks fyndi lítinn stuðning við þingfund
Skrýtið mat á stöðunni Oddný furðar sig á því að þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna vilji ekki ræða á þingi hverjar afleiðingar háttsemi fjármálaráðherra gætu orðið

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar, Oddný Harðardóttir, segir í samtali við Stundina að allir stjórnarandstöðuþingmenn hafi nú tekið undir kröfu hennar að haldinn verði sérstakur þingfundur þann 29. desember vegna hættu á hópamyndun yfir áramót og háttsemi Bjarna Benediktssonar á Þorláksmessu þegar hann var staddur í samkvæmi sem lögregla leysti upp um að verða ellefu fyrir miðnætti vegna meints brots á sóttvarnarreglum.

Hins vegar hafi þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks, Birgir Ármannsson, og Vinstri grænna, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, tjáð henni að ólíklegt sé að þau taki undir slíka kröfu. „Þrjátíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa tekið undir þessa kröfu og við erum ekki fleiri í stjórnarandstöðu. Við þurfum tvo af stjórnarliðum með okkur svo meirihluti sé kominn til að kalla saman þingið. Ég er búin að fá svör frá þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um að ekki sé líklegt að þau taki undir þessa kröfu,“ segir Oddný.

Birgir hafði þá tjáð henni í skriflegu svari að miðað við það sem hann hafi heyrt í kringum sig undanfarna daga væri ekki að finna stuðning við þingfund nú í þinghlé og Bjarkey tekið undir það með honum.

Þá segir hún það vekja furðu að þingflokksformennirnir vilji ekki ræða þá stöðu sem komið hefur upp á þingi. „Mér finnst þetta mjög skrýtið og skrýtið mat á stöðunni. Það má vel vera að þau vilji halda áfram samstarfi með Bjarna þrátt fyrir háttsemi hans en þau vilja ekki einu sinni ræða hvaða áhrif það getur haft ef þetta verður til þess að almenningur slaki á sóttvarnarreglum um áramót. Það er hættulegt heilsu fólks og efnahagsins á þessum viðkvæma tíma núna meðan við bíðum eftir bóluefni,“ segir hún þá.

Hefur áhyggjur af afleiðingunum

Oddný segist hafa áhyggjur af því að almenningur slaki á sóttvörnum vegna háttsemi ráðherra og viðbrögðum forsætisráðherra og samgönguráðherra. „Ég hef áhyggjur af því að það muni slakna á hjá almenningi þegar ráðherra er búinn að sýna þetta slæma fordæmi og samstarfsmenn hans í ríkisstjórn og forsætisráðherra hafa sagt að slíkt sé afsakanlegt.“

Uppfærð frétt

Forseti Alþingis staðfesti í samtali við mbl.is síðdegis í dag að þingið yrði ekki kallað saman á milli jóla og nýárs vegna málsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
4
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár