Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fékk þau svör að þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks fyndi lítinn stuðning við þingfund

Odd­ný Harð­ar­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir þing­flokks­for­menn Sjál­stæð­is­flokks­ins og Vinstri grænna ólík­lega til að taka und­ir þá kröfu að fram fari þing­fund­ur um þá hættu sem skap­ast get­ur vegna hópa­mynd­unn­ar um ára­mót.

Fékk þau svör að þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks fyndi lítinn stuðning við þingfund
Skrýtið mat á stöðunni Oddný furðar sig á því að þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna vilji ekki ræða á þingi hverjar afleiðingar háttsemi fjármálaráðherra gætu orðið

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar, Oddný Harðardóttir, segir í samtali við Stundina að allir stjórnarandstöðuþingmenn hafi nú tekið undir kröfu hennar að haldinn verði sérstakur þingfundur þann 29. desember vegna hættu á hópamyndun yfir áramót og háttsemi Bjarna Benediktssonar á Þorláksmessu þegar hann var staddur í samkvæmi sem lögregla leysti upp um að verða ellefu fyrir miðnætti vegna meints brots á sóttvarnarreglum.

Hins vegar hafi þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks, Birgir Ármannsson, og Vinstri grænna, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, tjáð henni að ólíklegt sé að þau taki undir slíka kröfu. „Þrjátíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa tekið undir þessa kröfu og við erum ekki fleiri í stjórnarandstöðu. Við þurfum tvo af stjórnarliðum með okkur svo meirihluti sé kominn til að kalla saman þingið. Ég er búin að fá svör frá þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um að ekki sé líklegt að þau taki undir þessa kröfu,“ segir Oddný.

Birgir hafði þá tjáð henni í skriflegu svari að miðað við það sem hann hafi heyrt í kringum sig undanfarna daga væri ekki að finna stuðning við þingfund nú í þinghlé og Bjarkey tekið undir það með honum.

Þá segir hún það vekja furðu að þingflokksformennirnir vilji ekki ræða þá stöðu sem komið hefur upp á þingi. „Mér finnst þetta mjög skrýtið og skrýtið mat á stöðunni. Það má vel vera að þau vilji halda áfram samstarfi með Bjarna þrátt fyrir háttsemi hans en þau vilja ekki einu sinni ræða hvaða áhrif það getur haft ef þetta verður til þess að almenningur slaki á sóttvarnarreglum um áramót. Það er hættulegt heilsu fólks og efnahagsins á þessum viðkvæma tíma núna meðan við bíðum eftir bóluefni,“ segir hún þá.

Hefur áhyggjur af afleiðingunum

Oddný segist hafa áhyggjur af því að almenningur slaki á sóttvörnum vegna háttsemi ráðherra og viðbrögðum forsætisráðherra og samgönguráðherra. „Ég hef áhyggjur af því að það muni slakna á hjá almenningi þegar ráðherra er búinn að sýna þetta slæma fordæmi og samstarfsmenn hans í ríkisstjórn og forsætisráðherra hafa sagt að slíkt sé afsakanlegt.“

Uppfærð frétt

Forseti Alþingis staðfesti í samtali við mbl.is síðdegis í dag að þingið yrði ekki kallað saman á milli jóla og nýárs vegna málsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár