Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fékk þau svör að þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks fyndi lítinn stuðning við þingfund

Odd­ný Harð­ar­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir þing­flokks­for­menn Sjál­stæð­is­flokks­ins og Vinstri grænna ólík­lega til að taka und­ir þá kröfu að fram fari þing­fund­ur um þá hættu sem skap­ast get­ur vegna hópa­mynd­unn­ar um ára­mót.

Fékk þau svör að þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks fyndi lítinn stuðning við þingfund
Skrýtið mat á stöðunni Oddný furðar sig á því að þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna vilji ekki ræða á þingi hverjar afleiðingar háttsemi fjármálaráðherra gætu orðið

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar, Oddný Harðardóttir, segir í samtali við Stundina að allir stjórnarandstöðuþingmenn hafi nú tekið undir kröfu hennar að haldinn verði sérstakur þingfundur þann 29. desember vegna hættu á hópamyndun yfir áramót og háttsemi Bjarna Benediktssonar á Þorláksmessu þegar hann var staddur í samkvæmi sem lögregla leysti upp um að verða ellefu fyrir miðnætti vegna meints brots á sóttvarnarreglum.

Hins vegar hafi þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks, Birgir Ármannsson, og Vinstri grænna, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, tjáð henni að ólíklegt sé að þau taki undir slíka kröfu. „Þrjátíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa tekið undir þessa kröfu og við erum ekki fleiri í stjórnarandstöðu. Við þurfum tvo af stjórnarliðum með okkur svo meirihluti sé kominn til að kalla saman þingið. Ég er búin að fá svör frá þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um að ekki sé líklegt að þau taki undir þessa kröfu,“ segir Oddný.

Birgir hafði þá tjáð henni í skriflegu svari að miðað við það sem hann hafi heyrt í kringum sig undanfarna daga væri ekki að finna stuðning við þingfund nú í þinghlé og Bjarkey tekið undir það með honum.

Þá segir hún það vekja furðu að þingflokksformennirnir vilji ekki ræða þá stöðu sem komið hefur upp á þingi. „Mér finnst þetta mjög skrýtið og skrýtið mat á stöðunni. Það má vel vera að þau vilji halda áfram samstarfi með Bjarna þrátt fyrir háttsemi hans en þau vilja ekki einu sinni ræða hvaða áhrif það getur haft ef þetta verður til þess að almenningur slaki á sóttvarnarreglum um áramót. Það er hættulegt heilsu fólks og efnahagsins á þessum viðkvæma tíma núna meðan við bíðum eftir bóluefni,“ segir hún þá.

Hefur áhyggjur af afleiðingunum

Oddný segist hafa áhyggjur af því að almenningur slaki á sóttvörnum vegna háttsemi ráðherra og viðbrögðum forsætisráðherra og samgönguráðherra. „Ég hef áhyggjur af því að það muni slakna á hjá almenningi þegar ráðherra er búinn að sýna þetta slæma fordæmi og samstarfsmenn hans í ríkisstjórn og forsætisráðherra hafa sagt að slíkt sé afsakanlegt.“

Uppfærð frétt

Forseti Alþingis staðfesti í samtali við mbl.is síðdegis í dag að þingið yrði ekki kallað saman á milli jóla og nýárs vegna málsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár