Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Ég var farin að kveðja fólkið mitt í huganum“

Hólm­fríð­ur Guð­jóns­dótt­ir seg­ist aldrei hafa upp­lif­að neitt í lík­ingu við það þeg­ar skrið­urn­ar féllu á Seyð­is­firði síð­ast­lið­inn föstu­dag. Hún von­ara að hún þurfi aldrei að upp­lifa ann­að eins aft­ur.

„Ég var farin að kveðja fólkið mitt í huganum“
Hefur aldrei upplifað annað eins Hólmfríður Guðjónsdóttir segist vonast til að þurfa aldrei að upplifa aftur annað eins og þegar skriðurnar féllu á Seyðisfjörð síðastliðinn föstudag. Hér er hún með barnabarni sínu og nöfnu, Hólmfríði Öglu Arnarsdóttur. Mynd: Úr einkasafni

Hólmfríður Guðjónsdóttir, varaformaður Slysavarnardeildarinnar Ránar á Seyðisfirði, óttaðist að síðasta stund sín og fólksins hennar væri upprunnin þegar skriðan stóra féll á Seyðisfirði um miðjan dag síðastliðinn föstudag. Hún og aðrir sem staddir voru í björgunarsveitarhúsinu í bænum áttu fótum sínum fjör að launa þegar þau hlupu undan skriðunni. „Ég vissi ekki að ég gæti hlaupið svona hratt,“ segir Hólmfríður.

Stundin ræddi við Hólmfríði að morgni föstudagsins, eftir að skriða hafði tekið með sér eitt hús í bænum þá um nóttina. Hólmfríður sagði heimamenn þá rólega en kvíðna. Það átti eftir að koma í ljós að sá kvíð átti sannarlega rétt á sér.

Um klukkan þrjú um daginn féll risastór skriða á bæinn og fleiri fylgdu á eftir. Yfir tugur húsa eru ýmist ónýt eða mikið skemmd og talið er að tjónið sé yfir milljarður króna. Til allrar hamingju slasaðist þó enginn í hamförunum, þó það hafi staðið tæpt.

„Ég hélt að allt fjallið væri að koma yfir okkur“

„Ég var úti í björgunarsveitarhúsi þegar þetta skeði og maður átti fótum sínum fjör að launa, það var bara að hlaupa. Við horfðum á skriðuna koma niður og ég var farin að kveðja mitt fólk í huganum. Ég óttaðist um okkur öll sem að hlupum úr björgunarsveitarhúsinu og á bak við Ríkið. Þar biðum við bara og mér leið eins og þetta tæki óratíma,“ segir Hólmfríður. „Ég var eiginlega bara í sjokki frá því þetta byrjaði, þegar ég hélt að allt fjallið væri að koma yfir okkur, og lengi á eftir. Ég skalf eins og hrísla í vindi. Ég hef aldrei lent í öðru eins, ég hef aldrei upplifað nokkuð í líkingu við þetta og ég vona að ég þurfi aldrei að upplifa annað eins aftur.“

EyðileggingSkriður hrifu fjölda húsa með sér og eyðilögðu á Seyðisfirði síðasta föstudag.

Getur ekki hrósað Héraðsbúum nóg

Hólmfríður segir að fólkið hafi forðað sér yfir í ferjuhúsið við höfnina á Seyðisfirði en svo hafi borist boð um að allir ættu að mæta í fjöldahjálparstöðina í félagsheimilinu Herðubreið. Í framhaldinu var tekin ákvörðun um að rýma bæinn og héldu Seyðfirðingar upp á Fljótsdalshérað yfir Fjarðarheiði, ýmist í rútum eða einkabílum. Hólmfríður fór með bróður sínum og mágkonu þar eð hennar eiginn bíll var fastur úti í bænum vegna skriðufallana.

Þegar upp á Hérað var komið hafði dóttir Hólmfríðar þegar pantað fyrir hana gistingu á Hótel Héraði. „Það var alveg dásamlegt að vera þar, það var allt gert fyrir okkur og snúist í kringum okkur. Það er sko ekki af þeim Héraðsbúum skafið hvað þeir eru búnir að vera yndislegir við þá sem þurftu að flýja heimili sín, allt gert til að hjálpa fólki.“

Uppi á Héraði var Hólmfríður í tvær nætur en var svo ein þeirra sem fékk að snúa heim á Seyðisfjörð í gær. „Ég kom í myrkri, sem betur fer. Ég er farin að sjá hvernig er umhorfs núna í dag hér í bænum. Það er ömurlegt að sjá þetta, í einu orði sagt. Hreinsunarstarf er ekkert hafið. En, við ætlum okkur að byggja þetta upp og vonandi koma sem flestir til baka.“

Bærinn yfirgefinnSeyðfirðingar söfnuðust saman í fjöldarhjálparstöðinni Herðubreið og bjuggu sig undir að halda úr bænum upp á Hérað eftir að ákveðið var að rýma bæinn.

Verður að tryggja að fólki finnist það öruggt

Í samtali Stundarinnar við Hólmfríði síðastliðinn föstudag, áður en mestu hamfarirnar gengu yfir Seyðisfjörð, orðaði hún áhyggjur sínar af því að ekki myndu allir treysta sér til að búa áfram á Seyðisfirði eftir það sem á hefði gengið. Þá voru stóru skriðurnar, sem eyðilögðu tug húsa og settu fólk í bráða hættu, enn ekki fallnar. Hólmfríður segir að þær áhyggjur séu enn meiri nú en þá, af því að fólk muni ekki þora að búa áfram í bænum. „Veistu, mér þætti það ekki skrýtið, ég verð að segja alveg hreint eins og er. Það var rosalegt að lenda í þessu, hlusta á drunurnar og enginn vissi hvað væri að gerast, hvort fjallið væri allt að koma. Við vissum ekki hvort allir væru óhultir, svo fór rafmagnið til að bæta gráu ofan á svart og þetta var bara skelfilegt, einu orði sagt.“

„Þó að gólfið sé skítugt hjá manni þá skiptir það engu máli, við höldum bara jólin“

Hólmfríður segir að Seyðfirðingar hafi aldrei upplifað aðrar eins rigningar og búnar voru að vera í aðdraganda skriðufallanna. Það verði að fara í einhverjar aðgerðir strax til að fyrirbyggja að svona nokkuð geti aftur komið fyrir, einhvers konar ofanflóðavarnir. „Það verður að gera eitthvað svo fólki finnist það öruggt, og treysti sér til að koma heim.“

Hólmfríður hitti marga Seyðfirðinga uppi á Hótel Héraði og þar hélt fólk þétt utan um hvert annað, spjallaði saman og reyndi að vinna úr upplifuninni. „Maðu hefur auðvitað áhyggjur af sálarástandi fólks. Það er áfallateymi sem hægt var að leita til og ég skora á sem flesta að sækja þjónustu þess, ræða hlutina, það hjálpar rosalega mikið. Ég gerði það sjálf og það hjálpaði mér. Það er alveg nauðsynlegt þegar fólk lendir í svona, það á að sækja sér hjálp.“

Hólmfríður sagði við Stundina síðasta föstudag að jólin væru kannski komin á smá bið en núna er hún þeirrar skoðunar að það sé mikilvægara en nokkru sinni fyrr að halda upp á þau, reyna að gleðjast saman. „Það er það, við tökum hvern dag, eða hvern klukkutíma í einu. við fögnum því að það fórst enginn, það slasaðist enginn og það er auðvitað númer eitt, tvö og þrjú. Þó að gólfið sé skítugt hjá manni þá skiptir það engu máli, við höldum bara jólin.“

Gríðarlegt tjónGríðarlegt tjón varð í skriðuföllunum. Þessa mynd tók Gunnar Gunnarsson ritstjóri Austurfréttar á föstudaginn, áður en stóru skriðurnar féllu.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár