Það hefur sjaldan reynst vel að reyna að spá fyrir um framtíðina af einhverri nákvæmni, sérstaklega á sviði alþjóðamála. Fáir hefðu t.d. séð það fyrir sér í fyrra hversu mjög Covid-19 faraldurinn ætti eftir að setja svip sinn á árið um allan heim. Þó er þegar ljóst að ákveðin heimssvæði, og ákveðin málefni, verða mikið í sviðsljósinu í heimsfréttum næstu mánuði.
Strax í janúar munum við sjá mikið af fréttum frá Washington þar sem ný ríkisstjórn Joe Bidens þarf að takast á við mörg erfið mál bæði heima fyrir og á erlendum vettvangi. Milljónir Bandaríkjamanna lögðu allt undir í stuðningi sínum við Trump og ljóst er að margir þeirra munu eiga erfitt með að sætta sig við stjórnarskiptin.
Biden er að taka við af umdeildasta þjóðarleiðtoga síðari tíma og segja stjórnmálaskýrendur að hans bíði ærin verkefni við að vinda ofan af alls kyns vandræðum sem rekja megi til óstöðugleika í …
Athugasemdir