Klukkan slær sex á aðfangadegi jóla og heyra má í jólabjöllum klingja inn jólin. Fjölskylda situr saman skrúðklædd við borðhald og meðlimir hennar bjóða hvort öðru gleðileg jól. Borðið er yfirfullt af kræsingum, meira en nóg er af öllu og eitt í einu raða fjölskyldumeðlimirnir mat á diskinn sinn og fá sér sopa af malt og appelsíni með. Börnin eru óþreyjufull en undir jólatrénu bíða þeirra fjöldamargir pakkar.
Gleðileg jól, hátíð ljóss og friðar. Hátíð ástvina og kærleika, hátíð þeirra sem eiga einhvern að.
Við erum flest hluti af þessum hópi, tilheyrum hópi þeirra sem koma saman til að halda upp á jólin. En svo er annar hópur, hópur einstæðinga sem standa andspænis því að vera ein á jólunum.
„Þegar allir aðrir eru með fjölskyldu og vinum og hafa það huggulegt um jólin, þá er líka hópur sem situr einn heima, því miður. Þá sitjum við símann og spjöllum við …
Athugasemdir