Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tugir útsettir fyrir smiti eftir hópsmit í búsetuúrræði Útlendingastofnunar

Átta um­sækj­end­ur um al­þjóð­lega vernd hafa greinst smit­að­ir af Covid-19 og fleiri eru út­sett­ir. Hæl­is­leit­end­urn­ir búa í bú­setu­úr­ræði á veg­um Út­lend­inga­stofn­unn­ar en stofn­un­in hef­ur áð­ur ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að­bún­að í tengsl­um við far­ald­ur­inn.

Tugir útsettir fyrir smiti eftir hópsmit í búsetuúrræði Útlendingastofnunar

Hópsmit hefur komið upp í búsetuúrræði Útlendingastofnunnar í Hafnafjarðarbæ, fyrir umsækjendur um alþjóðalega vernd, en átta manns sem þar búa eru smitaðir af Covid-19 og fleiri eru í sóttkví. 

Þeir átta sem smituðust dvelja nú í Farsóttahúsinu á Rauðarárstíg en Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður hússins, staðfestir í samtali við Stundina að þessir átta einstaklingar séu ekki allir úr sömu fjölskyldu. „Alls komu tólf einstaklingar í Farsóttahúsið í gær úr þessum tveimur húsum í Hafnarfirði og þeir fóru allir í einangrun að beiðni Covid deildar. Átta þeirra eru smitaðir en svo eru einhverjir þeirra börn sem koma í fylgd sýktra foreldra en svo er einnig sýkt barn í húsinu ásamt foreldrum sínum sem ekki eru sýktir.“

Á þriðja tug eru útsettir fyrir smiti vegna hópsmitsins og eru nú í sóttkví. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarnadeildar lögreglunnar í samtali við Stundina. Þá segir hann skýrast á næstu dögum hvort fleiri íbúar reynist smitaðir.

Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunnar, segir að búsetuúrræðið sé í tveimur fjölbýlishúsum og í þeim búi tæplega sextíu manns en hún viti ekki nákvæmlega hvernig þeir sextíu skiptast í húsin tvö. Í báðum húsum eru nú íbúar sem eru í sóttkví vegna hópsmitsins.

Hælisleitendur segja aðbúnað hræðilegan

Áður hafa búsetuúrræði á vegum stofnunarinnar ratað í fjölmiðla varðandi Covid-19 smithættu.

Í umfjöllun Stundarinnar frá 26. október síðastliðnum, kom fram að heimilismenn í búsetuúrræði Útlendingastofnunar á Ásbrú, töldu aðstæður sínar hafa versnað til muna vegna Covid, þeir höfðu ekki fengið viðunandi búnað til að verja sig gegn smiti, gátu ekki yfirgefið herbergi sín til að elda sér mat og fengu því mat frá Útlendingastofnun tvisvar á dag en náðu þeir ekki í mat á tilsettum tíma fengu þeir ekkert. 

„Við þjáumst af hungri vegna skorts á mat og einnig vegna þess hve óviðunandi hann er. Menn hafa tekið upp á því að biðja um að fá að vera endursendir til Grikklands, stað sem þeir flúður til að sækja öryggi hingað.“ Svona lýsti einn heimilismaður aðstæðum á Ásbrú í október síðastliðnum.

Fréttablaðið greindi frá því þriðjudaginn 8. desember að íbúar í húsnæði Útlendingastofnunar á Grensásvegi lýstu aðstæðum sínum sem hræðilegum og að þeir óttuðust um að smit kæmi upp í húsnæðinu vegna skorts á sóttvörnum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár