Hlín Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA), segir að það sé ekki í lagi að hennar mati að Kristján Vilhelmsson í Samherja hafi sent tölvupóst til framkvæmdastjóra akademíunnar í janúar í fyrra til að reyna að láta svipta Helga Seljan sjónvarpsmann Edduverðlaunum sínum.
„Auðvitað finnst mér þetta ekki í lagi að menn séu að setja sig svona í samband við okkur og véfengja verðlaun tiltekinna einstaklinga. Þetta er skrítið að gera þetta svona,“ segir Hlín.
ÍKSA veitir Edduverðlaunin í mörgum flokkum á hverju ári. Tekið skal fram að þetta er persónulegt mat Hlínar og ekki sameiginlegt mat stjórnarinnar sem heildar.
Hún segir að auk þess þá geti stjórn ÍKSA ekki tekið verðlaunin af tilteknum einstaklingum þar sem um er að ræða vinsældakosningu meðal almennings. Helgi var valinn sjónvarpsmaður árins á Íslandi 2016 og 2017.
Stundin …
Athugasemdir