Ég er lítið að bralla þessa dagana þar sem ég er sjötíu og eins árs og er ellilífeyrisþegi. Ég reyni sem mest að hafa það náðugt. Ég þvæ þvott og þríf heimilið á meðan konan er í vinnunni.
Annars geng ég daglega um miðbæinn og hef gert svo áratugum skiptir. Ég gekk kannski ekki á hverjum degi þessi ár sem ég var enn að vinna en almennt hef ég sótt mikið í miðbæinn. Uppáhaldið mitt er Laugavegurinn og Austurstræti, þar labba ég upp og niður og út um allan bæ.
Í gönguferðunum fylgist ég vel með framkvæmdum í miðbænum. Ég fer og skoða hvernig gengur að byggja hótelin og svona. Ég hef því séð á þessum árum hvernig miðbærinn hefur breyst, það er komið svo miklu meira líf í borgina. Við hjónin bjuggum á Kárastíg í nokkur ár, þá var ekkert um að vera. Núna síðustu fimmtán ár hefur allt …
Athugasemdir