Kínversk leyniskjöl sýna að áður óþekktur flensufaraldur greip um sig skammt frá borginni Wuhan undir lok síðasta árs, á sömu slóðum og veiran sem veldur Covid-19 átti upptök sín. Skjölin sýna að Kínverjum gekk í fyrstu illa að takast á við hugsanlegan faraldur og í byrjun árs voru minnst tvöfalt fleiri veikir en greint var frá opinberlega. Ráðamenn í Peking hreinsuðu til og ráku embættismenn sem báru ábyrgð á upplýsingagjöf í héraðinu.
Það voru útsendarar bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN í Lundúnum sem komust fyrstir yfir skjölin frá kínverskum uppljóstrara. Þau telja alls 117 síður og allt bendir til þess að þau séu komin beint frá heilbrigðisyfirvöldum í Hubei héraði, hvers höfuðborg er Wuhan þar sem Covid-19 faraldurinn er sagður hafa átt upptök sín. Fjöldi sérfræðinga hefur yfirfarið gögnin og staðfest að þau beri þess merki að vera ósvikin afrit af vinnuskjölum kínverskra heilbrigðisyfirvalda.
Á fyrstu síðunni stendur stórum stöfum: „Til innri …
Athugasemdir