Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hvað er hamingjan fyrir þér?

Vellíð­un­ar­til­finn­ing, að vera í góðu sam­bandi við raun­veru­leik­ann, ástand sem við sköp­um sjálf. Svona er mis­jafnt hvernig fólk skil­grein­ir ham­ingj­una.

Hvað er hamingjan fyrir þér?

Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður

Hamingja er vellíðunartilfinning. Tilfinning sem bæði gefur hlýju og ró en líka svona smá fiðrildi í magann. Það góða við tilfinningar er að maður getur sjálfur haft svo mikið með þær að gera.

Þannig getur maður hjálpað til og aukið á hamingjutilfinningu með því að næra sjálfið sitt.

Ég geri það með útiveru og hreyfingu og samvistum við mína nánustu. Það skiptir máli að komast út í fallega náttúru og njóta hennar en á sama tíma að muna að vera þakklát fyrir að geta notið.

Þetta er aðferð sem nýtist mér og virkar svona eins og sprinklerkerfi sem dreifir hamingjuhormóni um líkamann. 

Daði Guðbjörnsson listmálari

Að vera í góðu sambandi við raunveruleikann er uppspretta hamingjunnar að mínu áliti. Þetta hljómar kannski ekki spennandi en eltingarleikurinn við draumóra og mikil veraldleg gæði getur valdið streitu og vonbrigðum.

Núið er vettvangur hamingjunnar; fortíðin er liðin og ekkert hægt að lagfæra hana og framtíðin kemur í ljós, það er ágætt að gera skynsamleg framtíðarplön en heimurinn mun ekki farast þó að við séum stundum örlítið afslappaðri.

Það er örugglega betra að geta hlegið að sínum eigin göllum og mistökum en að vera sífellt að rannsaka flísina í auga náungans; ef maður er fullkominn er maður sennilega ekki alveg í lagi. 

Guðrún Kristín Kristinsdóttir háskólanemi

Hamingja er ástand sem við sköpum okkur sjálf. Lífið gefur okkur verkfærin til þess og er það undir okkur komið að nota þau til að byggja upp lífið sem okkur langar að lifa. Vissir atburðir geta veitt okkur hamingju hverju sinni, að ganga vel í prófi, bæta tímann sinn í hlaupi, gleðja ástvin eða sjá einhvern sem maður elskar brosa og líða vel. Það veitir okkur hamingju þegar maður er duglegur og sér árangur sem maður vonaðist eftir, því hvað er lífið annað en samansafn af verkefnum? Verkfæri til hamingjunnar eru allt í kringum okkur, við þurfum bara að sjá þau og nota þau.   

Sólveig Svala Hannesdóttir nemi

Hamingja er tilfinning sem ég finn fyrir þegar ég er bæði sátt við sjálfa mig og þau hlutverk sem ég tek mér fyrir hendur. Hamingja er samt að mínu mati einnig ákvörðun. Maður þarf að taka alls konar ákvarðanir á hverjum degi sem hefur áhrif á hamingju manns. Ég reyni að ákveða daglega að hafa gott viðhorf gagnvart verkefnum mínum. Ég ákveð að umgangast fólk sem veitir mér hamingju. Ég ákveð að vera góð við sjálfa mig og fólkið í kringum mig. Ég ákveð að hugsa daglega um þrjá hluti sem ég er þakklát fyrir. Allar þessar litlu ákvarðanir hafa áhrif á hamingju mína og viðhorf mitt til lífsins. Mikilvægt finnst mér að viðhalda hamingju með því að gleðjast með vinum mínum og fjölskyldu. 

Aron Freyr Stefánsson nemi

Þegar ég hugsa um hamingjuna þá er það fyrsta sem mér dettur í hug góðu stundirnar með fjölskyldunni minni og góðum vinum. Að skapa minningar, og þær bestu eru þegar ég geng á fjöll og næ markmiði mínu eftir erfiða göngu og stend á toppnum og nýt þess sem ég sé. Stundum er ekki mikið útsýni en það skiptir ekki öllu því toppnum er náð. Að vera úti í náttúrunni og njóta með góðum göngufélögum. Náttúran gefur mér svo mikla hamingju og sérstaklega þegar ég er með góðu, traustu og skemmtilegu fólki þar sem aldur, kyn og starf skiptir engu máli. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamingjan

Endurheimti hamingjuna með aðstoð og breyttu hugarfari
Hamingjan

End­ur­heimti ham­ingj­una með að­stoð og breyttu hug­ar­fari

Eva Hrund Ein­ars­dótt­ir gekk á vegg fyr­ir mörg­um ár­um en hún upp­lifði kuln­un með­al ann­ars vegna of­þjálf­un­ar. Hún fékk alls kon­ar hjálp til að kom­ast yf­ir ástand­ið og end­ur­heimta ham­ingj­una. „Helsti lær­dóm­ur­inn var að læra að segja nei, að lifa í nú­inu, nýta tím­ann með þeim sem mað­ur elsk­ar sem og verja tím­an­um í hluti sem veita manni já­kvæða orku.“
Fjallgöngur veita hamingju
Hamingjan

Fjall­göng­ur veita ham­ingju

Jó­hanna Fríða Dal­kvist seg­ir að sér finn­ist að fólk geti ekki alltaf ver­ið „sky high“; það sé ekki ham­ingj­an að vera alltaf ein­hvers stað­ar á bleiku skýi. Hún seg­ir að fólk þurfi að kunna og ákveða hvernig það ætli að bregð­ast við ef það finn­ur fyr­ir óham­ingju. Það þurfi að ákveða að vinna sig út úr því og tala um hlut­ina. Fjall­göng­ur hjálp­uðu Jó­hönnu Fríðu í kjöl­far sam­bands­slita á sín­um tíma og síð­an hef­ur hún geng­ið mik­ið á fjöll og er meira að segja far­in að vinna sem far­ar­stjóri í auka­vinnu.
Maður varð heill
Hamingjan

Mað­ur varð heill

Guð­mund­ur Andri Thors­son seg­ir að þeg­ar eitt­hvað kem­ur upp á í líf­inu verði mað­ur bara að standa á fæt­ur aft­ur, hrista sig og halda áfram. Það að vinna úr hlut­un­um á já­kvæð­an hátt sé alltaf ákvörð­un. Guð­mund­ur Andri og eig­in­kona hans gátu ekki eign­ast barn og ákváðu því að ætt­leiða og eiga tvær upp­komn­ar dæt­ur. Þeg­ar hann hafi feng­ið eldri dótt­ur­ina í fang­ið þá hafi hann orð­ið heill.
„Ég þurfti að samþykkja sjálfa mig fyrir það sem ég er“
Hamingjan

„Ég þurfti að sam­þykkja sjálfa mig fyr­ir það sem ég er“

Ingi­leif Frið­riks­dótt­ir var góð í að fela það hvernig henni leið í æsku. Um ára­bil var hún skot­spónn bekkj­ar­fé­laga sinna og upp­lifði sig eina þótt hún ætti vin­kon­ur. Hún þorði ekki að koma út úr skápn­um en til að losna við til­finn­inga­doð­ann varð hún að horfa í speg­il og finna sjálfa sig. „Það var risa­stórt og ótrú­lega ógn­væn­legt skref,“ seg­ir Ingi­leif sem er nú ham­ingju­sam­lega gift. Fjöl­skyld­an er henni allt.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár