Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Veitingamenn skoða málsókn á hendur ríkinu

Sam­tök fyr­ir­tækja á veit­inga­mark­aði hafa feng­ið lög­menn til að kanna mögu­leika á að sækja bæt­ur á hend­ur hinu op­in­bera vegna tak­mark­ana á rekstri þeirra í tengsl­um við sótt­varn­ir. Þær tak­mark­an­ir segja veit­inga­menn að séu ígildi lok­un­ar en án þess að bæt­ur komi fyr­ir. „Grein­inni er í raun bara að blæða út,“ seg­ir Jó­hann Örn Þór­ar­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Gleðip­inna.

Veitingamenn skoða málsókn á hendur ríkinu
Takmarkanir ígildi lokunar Takmarkanir vegna sóttvarnaraðgerða leggjast þungt á veitingageirann. Einkum eru veitingahúsaeigendur í miðborg Reykjavíkur ósáttir og skoða það að leita réttar síns með aðstoð lögmanna. Mynd: Davíð Þór

Nýlega stofnuð samtök fyrirtækja á veitingamarkaði íhuga nú málsókn á hendur ríkinu vegna þeirra takmarkana sem rekstur þeirra hefur mátt sæta vegna sóttvarnaraðgerða. Þær fjöldatakmarkanir sem settar hafa verið þegar kemur að rekstri veitingastaða og styttur opnunartími jafngilda að þeirra mati lokun staðanna. Hins vegar hafi veitingastaðir engin færi á að sækja lokunarstyrki eins og þeir rekstraraðilar sem hefur verið gert að loka starfsemi sinni með fyrirskipunum frá ríkinu.

„Þetta hefur verið rætt af fullri alvöru. Það hefur verið rætt enn meira milli aðila sem eru með rekstur í miðborginni en við höfum líka rætt þetta í okkar röðum,“ segir Jóhann Örn Þórarinsson, einn stjórnarmanna í stjórn Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SFV. Jóhann er framkvæmdastjóri Gleðipinna sem reka tugi veitingastaða undir ólíkum vörumerkjum, veitingastaði eins og Hamborgarafabrikkuna, Aktu taktu, Pítuna og Eldsmiðjuna, svo eitthvað sé nefnt.

Jóhann segir veitingamenn hafa verið í sambandi við stjórnvöld og ráðuneyti um möguleg úrræði sem þeir hafi óskað eftir að kæmu til framkvæmda til að styðja við veitingageirann á þessum erfiðu og krefjandi tímum. Það hafi hins vegar ekki skilað neinni niðurstöðu enn sem komið er. „Við viljum auðvitað forðast það að fara í málsókn vegna þessa, það er ekki fyrsti kostur, en hins vegar er það þannig að súrefni í greininni er orðið nánast ekki neitt. Tíminn líður og enn sem komið er hafa ekki verið í boði nein sértæk úrræði fyrir fyrirtæki á veitingamarkaði, þrátt fyrir gríðarlega skerðingu í greininni.“

Segja takmarkanir ígildi lokunar

Jóhann segir að sú skerðing sem hafi verið við lýði á starfsemi veitingastaða með einum eða öðrum hætti frá því í mars samsvari í raun og veru lokun. Í praxís er það þannig. Fyrir fyrirtæki sem eru með þá kjarnastarfsemi að taka á móti gestum í sal, að búa við þær fjöldatakmarkanir sem eru í gildi núna og mega bara taka við tíu manns í sal inni á staðnum, það er ígildi lokunar.“

„Lagalega finnst mönnum þetta vera á mjög gráu svæði“

Á meðan að fyrirtæki sem hefur verið gert að loka á starfsemi sína, eins og hárgreiðslustofur, krár og skemmtistaðir til að mynda, hafa átt rétt á lokunarstyrkjum hefur ekkert slíkt verið í boði fyrir veitingastaði. „Við höfum bent á að það að okkur sé ekki gert, með tilskipun stjórnvalda, að loka þýði að við eigum ekki rétt á þeim lokunarstyrkjum sem aðrir aðilar í rekstri eiga rétt á. Á þetta höfum við sem sagt bent en ekki fengið þann skilning á okkar stöðu sem við hefðum vonast eftir. Það þykir okkur afar miður og tíminn vinnur ekki með okkur í þessu. Besti tíminn fyrir mjög marga í veitingarekstri ætti að vera að fara í hönd núna. Þessi mánuður og desembermánuður eru fyrir marga bestu mánuðir ársins og uppistaðan í rekstri og rekstrarafkomu, sem hefur gjarnan fleytt mönnum í gegnum erfiða mánuði, janúar, febrúar og mars, þar sem margi hafa setið uppi með tap. Greininni er í raun bara að blæða út. Þess vegna finnst okkur mjög aðkallandi að það komi tafarlaus úrræði fram fyrir fyrirtæki í greininni, til að geta haldið ráðningarsambandi við starfsmenn og fyrirtækjunum á lífi, með von um að þetta ástand muni komast í eðlilegra horf,“ segir Jóhann.

Horft hefur verið til þess að með tilkomu bólefnis gegn Covid-19 geti ferðaþjónusta glæðst og náð vopnum sínum, og verið mikilvæg stoð í endurreisn íslensks efnahags og atvinnulífs. Jóhann segir að veitingamenn hafi bent á að veitingamarkaðurinn gegni þar mikilvægu hlutverki, þegar komi að endurreisn og viðspyrnu. Það sé ekki jákvætt ef stór hluti fyrirtækja í greininni verði farinn í gjaldþrot þegar að hagurinn vænkist hvað varði ferðaþjónustuna. „Það er ekki hægt að halda úti aðgerðum sem eru ígildi lokunar og skilja fyrirtækin síðan eftir á þeim stað að þau geti ekki sótt nein úrræði. Það einfaldlega gengur ekki upp og lagalega finnst mönnum þetta vera á mjög gráu svæði, svo ekki sé meira sagt. Við erum með lögmenn í því að skoða það fyrir okkur hvað sé hægt að gera og hvernig sé hægt að bregðast við þessari stöðu.“

SAF hafa skoðað málarekstur

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka aðila í ferðaþjónustu, segir að þessi leið, lögsóknarleiðin, hafi verið rædd hér á landi og einnig hafi þessi umræða komið upp í samstarfi við systursamtök SAF í Evrópu. „Við höfum hjá SAF skoðað þetta úrræði. Ýmsir hafa bent á að í sóttvarnarlögum séu ekki endilega nægileg sterkar heimildir fyrir þeim úrræðum sem beitt hefur verið, við sjáum það líka núna á því að það hafa verið áform í samráðsgátt stjórnvalda um breytingar á þeirri löggjöf. Þetta sjónarmið veitingamanna hefur, eins og öll sjónarmið sem upp koma, verið rætt og farið í gegnum lagatæknileg atriði. Það er hins vegar ekki komið á þann stað að verið sé að skoða það með hvaða hætti slíkt gæti farið fram. Í svona efnum eru það ákveðnir hlutir sem hagsmunasamtök geta staðið í málarekstri um og svo eru það aðrir hlutir, eins og til að mynda hvort hægt sé að sækja skaðabætur, þá eru það þeir aðilar sem hafa orðið fyrir tjóni sem geta staðið fyrir slíku. Þetta er enn allt á skoðunarstigi hjá okkur hvað varðar lagalegu hliðina.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár