Tvö börn Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og fyrrverandi eiginkonu hans keyptu hlutabréf í eignarhaldsfélags þeirra í útgerðarfélaginu Samherja fyrir rúmlega 29 milljarða króna í fyrra. Félagið í eigu Þorsteins Más og Helgu S. Guðmundsdóttur sem átti hlutabréfin, Eignarhaldsfélagið Steinn ehf., lánar félagi sonar hans og dóttur, Baldvins og Kötlu Þorsteinsbarna, fyrir öllu kaupverðinu, tæplega 30 milljarða króna í evrum. Lánið er til langs tíma, 25 ára, og greiðist rúmlega 1.1 milljarður króna af því í afborganir á hverju ári út lánstímann.
Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningum félags Baldvins og Kötlu, K&B ehf., sem og í ársreikningi Eignarhaldsfélagsins Steins ehf. Um er að ræða viðskipti með 43,1 prósenta hlut í Samherja.
Hlutabréfin K&B ehf. í Samherja eru verðmetin á rúmlega 31 milljarð í árslok 2019.
Fyrr á árinu greindi Samherji frá því að stærstu eigendur Samherja, Þorsteinns Már Baldvinsson, Helga S. Guðmundsdóttir, fyrrverandi …
Athugasemdir