Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Gluggasýning, einleikur og óður til vináttunnar

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar sem eru á döf­inni dag­ana 13. nóv­em­ber til 3. des­em­ber.

Gluggasýning, einleikur og óður til vináttunnar

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna almannavarna og að áhorfendur þurfa að virða fjöldatakmarkanir.

Kjarnahiti

Hvar? Harbinger.
Hvenær? Til jóla.
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Föstudaginn þrettánda verður gerð tilraun til að hafa öðruvísi opnun nú á tímum heimsfaraldurs. Harbinger er lítið listamannarekið rými sem hefur í gegnum tíðina gjarnan verið pakkfullt á opnunum sýninga, en nú eru slíkar samkomur ekki leyfilegar. Í stað þess að halda enga eða fyrirferðarlitla opnun verður gripið til þeirra ráða að stilla næstu sýningu þannig upp að hægt verður að sjá hana í gegnum gluggana. Í sýningu Fritz Hendriks IV, Kjarnahiti, er tekist á við væntingar, örlög og vonbrigði á tímum hnattrænnar hlýnunar og faraldssjúkdóma. Í myndlist sinni fjallar Fritz meðal annars um þá meðvituðu og ómeðvituðu sviðsetningu sem einkennir lífið, listir og menningu.

Landflæði

Hvar? Þula.
Hvenær? 14. nóvember til 6. desember.
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Myndlistarmaðurinn Tolli opnar nýja sýningu þann 14. nóvember, en opnunin fer fram á Facebook-síðu gallerísins Þulu. Sýningin samanstendur af vatnslitaverkum sem Tolli málaði síðastliðið sumar og haust á heiðum uppi og vegum úti. Vatnið í myndunum kemur úr lækjum, ám eða vötnum og ­tjörnum sem liggja næst viðfangsefninu.

Ausa 

Hvar? Mengi.
Hvenær? 18. & 19. nóvember kl. 20.00.
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Ausa er einleikur sem fjallar um unga stelpu sem hefur fengið það flókna verkefni að kynnast dauðanum á barnsaldri. Hún segir sögu sína og leggur af stað í mikið ferðalag um minningar sínar og hugmyndir um lífið og dauðann. Verkið var frumflutt sem útvarpsleikrit á BBC 1997, en hefur verið sýnt víðs vegar af ýmsum leikhópum síðan þá.

Listamannaspjall: Tilvera

Hvar? Gallerí Fold.
Hvenær? 21. nóvember kl. 13.00.
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á lokadegi sýningarinnar heldur Þórunn Bára Björnsdóttir listamannaspjall um sýninguna Tilveru sem hefur verið opin frá lok október. Rauður þráður í verkum Þórunnar Báru er náttúruskynjun, en hún trúir því að skynreynsla sé vannýtt leið að gagnrýnni hugsun. Listamannaspjallið fer fram á Facebook-síðu gallerísins, en áhorfendum gefst þar tækifæri til að spyrja Þórunni spurningar.

ÓraVídd

Hvar? Hafnarhúsið.
Hvenær? 21. nóvember–24. janúar.
Aðgangseyrir: 1.840 kr.

ÓraVídd er yfirlitssýning á verkum Sigurðar Árna Sigurðssonar, en verk hans fjalla um það hvernig við horfum á heiminn í kringum okkur, þau vekja spurningar um eðli og takmörk sjónsviðsins og hvernig það leggur grunn að heimsmynd okkar. Þar kallast á bæði það sem sést með berum augum og einnig það sem við sjáum ekki.

Leyniþjónustan

Hvar? Midpunkt.
Hvenær? Til 22. nóvember.
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Sýning Rúnars Arnar Marinóssonar fjallar um skáldaða óopinbera stofnun, eins konar sálríkislögreglu, sem gegnir því hlutverki að rannsaka og útrýma óeðlilegum, dularfullum, yfirskilvitlegum, undarlegum og óstýrilátum fyrirbærum. Líta má á niðurstöðulausar rannsóknir hins óopinbera og þar eru til sýnis ýmis sönnunargögn, tæki og tól sem stofnunin hefur sankað að sér og notað í gegnum tíðina. 

Svartir Sunnudagar: Freaks

Hvar? Bíó Paradís.
Hvenær? 22. nóvember kl. 20.00.
Aðgangseyrir: 1.690 kr.

Umdeilda hryllingsmyndin Freaks frá 1932 í leikstjórn Tod Brownings segir frá fallegri loftfimleikakonu sem trúlofast leiðtoga furðusýninga-atriðanna í sirkusnum en atburðarásin tekur myrka stefnu þegar vinir hans í sirkusnum uppgötva að hún er aðeins á höttunum eftir arfinum hans. Myndin byggir á reynslu Brownings, en hann strauk að heiman 16 ára og gekk í sirkusinn.

Umbúðarlaust – Ertu hér?

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 28. nóvember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir hafa verið bestu vinkonur frá því þær voru sex ára. Nú, 25 árum síðar, birta þær umbúðalaust dans- og hljóðverk um þessa vináttu; um að vera til staðar, og ekki til staðar, fyrir hvor aðra í gegnum þennan tíma. Verkið fjallar um að fullorðnast í gegnum vináttuna. 

Aðventutónleikar Sinfó

Hvar? Harpa.
Hvenær? 3. desember kl. 20.00.
Aðgangseyrir: Frá 2.600 kr.

Á aðventutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands hljómar hátíðleg tónlist eftir meistara barokksins frá 17. og 18. öld sem ekki eru daglega á efnisskrám sinfóníuhljómsveita. Á þessari jólalegu efnisskrá verður meðal annars konsert fyrir tvær fiðlur eftir Vivaldi, í flutningi hjónanna Veru Panitch og Páls Palomares, en þau spiluðu sig inn í hjörtu landsmanna fyrr á árinu ásamt ungum tvíburum sínum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár