Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gluggasýning, einleikur og óður til vináttunnar

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar sem eru á döf­inni dag­ana 13. nóv­em­ber til 3. des­em­ber.

Gluggasýning, einleikur og óður til vináttunnar

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna almannavarna og að áhorfendur þurfa að virða fjöldatakmarkanir.

Kjarnahiti

Hvar? Harbinger.
Hvenær? Til jóla.
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Föstudaginn þrettánda verður gerð tilraun til að hafa öðruvísi opnun nú á tímum heimsfaraldurs. Harbinger er lítið listamannarekið rými sem hefur í gegnum tíðina gjarnan verið pakkfullt á opnunum sýninga, en nú eru slíkar samkomur ekki leyfilegar. Í stað þess að halda enga eða fyrirferðarlitla opnun verður gripið til þeirra ráða að stilla næstu sýningu þannig upp að hægt verður að sjá hana í gegnum gluggana. Í sýningu Fritz Hendriks IV, Kjarnahiti, er tekist á við væntingar, örlög og vonbrigði á tímum hnattrænnar hlýnunar og faraldssjúkdóma. Í myndlist sinni fjallar Fritz meðal annars um þá meðvituðu og ómeðvituðu sviðsetningu sem einkennir lífið, listir og menningu.

Landflæði

Hvar? Þula.
Hvenær? 14. nóvember til 6. desember.
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Myndlistarmaðurinn Tolli opnar nýja sýningu þann 14. nóvember, en opnunin fer fram á Facebook-síðu gallerísins Þulu. Sýningin samanstendur af vatnslitaverkum sem Tolli málaði síðastliðið sumar og haust á heiðum uppi og vegum úti. Vatnið í myndunum kemur úr lækjum, ám eða vötnum og ­tjörnum sem liggja næst viðfangsefninu.

Ausa 

Hvar? Mengi.
Hvenær? 18. & 19. nóvember kl. 20.00.
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Ausa er einleikur sem fjallar um unga stelpu sem hefur fengið það flókna verkefni að kynnast dauðanum á barnsaldri. Hún segir sögu sína og leggur af stað í mikið ferðalag um minningar sínar og hugmyndir um lífið og dauðann. Verkið var frumflutt sem útvarpsleikrit á BBC 1997, en hefur verið sýnt víðs vegar af ýmsum leikhópum síðan þá.

Listamannaspjall: Tilvera

Hvar? Gallerí Fold.
Hvenær? 21. nóvember kl. 13.00.
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á lokadegi sýningarinnar heldur Þórunn Bára Björnsdóttir listamannaspjall um sýninguna Tilveru sem hefur verið opin frá lok október. Rauður þráður í verkum Þórunnar Báru er náttúruskynjun, en hún trúir því að skynreynsla sé vannýtt leið að gagnrýnni hugsun. Listamannaspjallið fer fram á Facebook-síðu gallerísins, en áhorfendum gefst þar tækifæri til að spyrja Þórunni spurningar.

ÓraVídd

Hvar? Hafnarhúsið.
Hvenær? 21. nóvember–24. janúar.
Aðgangseyrir: 1.840 kr.

ÓraVídd er yfirlitssýning á verkum Sigurðar Árna Sigurðssonar, en verk hans fjalla um það hvernig við horfum á heiminn í kringum okkur, þau vekja spurningar um eðli og takmörk sjónsviðsins og hvernig það leggur grunn að heimsmynd okkar. Þar kallast á bæði það sem sést með berum augum og einnig það sem við sjáum ekki.

Leyniþjónustan

Hvar? Midpunkt.
Hvenær? Til 22. nóvember.
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Sýning Rúnars Arnar Marinóssonar fjallar um skáldaða óopinbera stofnun, eins konar sálríkislögreglu, sem gegnir því hlutverki að rannsaka og útrýma óeðlilegum, dularfullum, yfirskilvitlegum, undarlegum og óstýrilátum fyrirbærum. Líta má á niðurstöðulausar rannsóknir hins óopinbera og þar eru til sýnis ýmis sönnunargögn, tæki og tól sem stofnunin hefur sankað að sér og notað í gegnum tíðina. 

Svartir Sunnudagar: Freaks

Hvar? Bíó Paradís.
Hvenær? 22. nóvember kl. 20.00.
Aðgangseyrir: 1.690 kr.

Umdeilda hryllingsmyndin Freaks frá 1932 í leikstjórn Tod Brownings segir frá fallegri loftfimleikakonu sem trúlofast leiðtoga furðusýninga-atriðanna í sirkusnum en atburðarásin tekur myrka stefnu þegar vinir hans í sirkusnum uppgötva að hún er aðeins á höttunum eftir arfinum hans. Myndin byggir á reynslu Brownings, en hann strauk að heiman 16 ára og gekk í sirkusinn.

Umbúðarlaust – Ertu hér?

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 28. nóvember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir hafa verið bestu vinkonur frá því þær voru sex ára. Nú, 25 árum síðar, birta þær umbúðalaust dans- og hljóðverk um þessa vináttu; um að vera til staðar, og ekki til staðar, fyrir hvor aðra í gegnum þennan tíma. Verkið fjallar um að fullorðnast í gegnum vináttuna. 

Aðventutónleikar Sinfó

Hvar? Harpa.
Hvenær? 3. desember kl. 20.00.
Aðgangseyrir: Frá 2.600 kr.

Á aðventutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands hljómar hátíðleg tónlist eftir meistara barokksins frá 17. og 18. öld sem ekki eru daglega á efnisskrám sinfóníuhljómsveita. Á þessari jólalegu efnisskrá verður meðal annars konsert fyrir tvær fiðlur eftir Vivaldi, í flutningi hjónanna Veru Panitch og Páls Palomares, en þau spiluðu sig inn í hjörtu landsmanna fyrr á árinu ásamt ungum tvíburum sínum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár