Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, studdi í september tillögu í nefnd Norðurlandaráðs um viðbrögð við upplýsingaóreiðu og baráttu gegn dreifingu falsfrétta. Þegar þingmenn úr Íslandsdeild ráðsins fluttu sams konar tillögu á Alþingi í október var hún sú eina sem tók ekki þátt.
Þingsályktunartillöguna flytja þingmenn úr öllum flokkum Íslandsdeildarinnar nema Miðflokknum og er Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og forseti Norðurlandaráðs, fyrsti flutningsmaður. Lagt er til að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipi starfshóp um upplýsingaóreiðu, sem hefði það hlutverk að leggja til lagabreytingar og aðgerðir til að hindra útbreiðslu falsfrétta og miðla fræðslu til almennings og fjölmiðla. Slíkar falsfréttir séu meðal annars notaðar til að hafa áhrif á niðurstöðu kosninga.
Aðspurð um hvort stefna hennar og Miðflokksins í málaflokknum sé breytileg eftir því hvort það er á Íslandi eða á erlendum vettvangi segir Anna Kolbrún að afstaða sín hafi ekki breyst. „Ég styð opna umræðu um upplýsingaóreiðu og falsfréttir sem er …
Athugasemdir