Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Joe Biden sigurvegari kosninganna

Fjöl­miðl­ar vest­an­hafs hafa lýst Joe Biden sig­ur­veg­ara for­seta­kosn­ing­anna í Banda­ríkj­un­um. Kamala Harris verð­ur fyrsta kon­an til að gegna embætti vara­for­seta. Don­ald Trump og fjöl­skylda hans tala hins veg­ar um kosn­inga­s­vindl og bar­áttu fyr­ir dóm­stól­um.

Joe Biden sigurvegari kosninganna
Joe Biden Varaforsetinn fyrrverandi verður næsti forseti Bandaríkjanna samkvæmt niðurstöðum kosninganna á þriðjudag. Mynd: AFP

CNN, Fox News og The New York Times hafa lýst Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, sigurvegara forsetakosninganna í Bandaríkjunum á þriðjudag. Hefur hann verið lýstur sigurvegari í Pennsylvaníu, en það tryggir honum nægan fjölda kjörmanna til að sigra. Kamala Harris verður fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta.

Talið hefur verið áfram upp úr kjörkössum undanfarna daga og sýndu niðurstöður úr Georgíu og Pennsylvaníu að Biden hefði forskot í þeim ríkjum þegar atkvæði úr póstkosningu voru talin. Með sigri í Pennsylvaníu í dag er orðið ómögulegt fyrir Trump að vinna nógu mörg ríki til að fá nógu marga kjörmenn til þess að tryggja sér sigur.

Þó hefur verið staðfest að endurtalið verði í Georgíu þar eð munurinn á milli frambjóðendanna tveggja er mjög mjór. Ekki þarf þó að búast við að það breyti neinu um niðurstöður kosninganna. Á landsvísu hefur Biden fengið yfir 4 milljónum fleiri atkvæði en Trump, en úrslitin velta engu að síður á fjölda kjörmanna.

Joe Biden fæddist í Scranton í Pennsylvaníu og settist fyrst á bandaríska þingið árið 1973 í öldungardeild þess fyrir ríkið Delaware. Hann bauð sig fyrst fram til forseta árið 1988, en náði ekki árangri í forkosningum Demókrata. Árið 2008 varð hann varaforseti Bandaríkjanna þegar Barack Obama var kjörinn forseti. Gegndi hann því embætti í átta ár. Hann verður 78 ára gamall þegar hann tekur við embættinu.

Kamala HarrisNæsti varaforseti Bandaríkjanna var fyrst kjörin á þing fyrir fjórum árum.

Kamala Harris, varaforsetaefni hans, verður fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta í sögu Bandaríkjanna. Engin kona hefur verið forseti landsins. Hún var einnig fyrsta svarta konan til að hljóta slíka tilnefningu fyrir annan af stóru flokkunum tveimur og fyrsta konan af asískum uppruna, en móðir hennar fæddist á Indlandi. Hún settist fyrst í öldungardeildina fyrir fjórum árum fyrir hönd Kaliforníu, en áður starfaði hún sem saksóknari í sama ríki.

Ekki líklegt að Trump viðurkenni ósigur

Trump, fjölskylda hans og starfsfólk, hafa hins vegar gefið til kynna að forsetinn muni ekki viðurkenna sigur Biden. Lögmaður framboðs Trump, Matt Morgan, telur að margt hafi farið úrskeiðis í Pennsylvaníu og Nevada. „Loks lítur út fyrir að forsetinn muni vinna í Arizona, þrátt fyrir óábyrga og ranga yfirlýsingu Fox News og Associated Press um að Biden hafi unnið þar,“ bætti hann við.

Forsetinn sjálfur sagði í færslu í dag að hann væri sigurvegari kosninganna með yfirburðum. Talningin staðfestir hins vegar hið gagnstæða.

Donald Trump Jr., sonur forsetans, segir á Twitter að enginn hafi trú á því að Biden hafi fengið fleiri atkvæði en Obama fékk árið 2008. Í öðrum færslum segir hann kosningasvik hafa átt sér stað og að faðir sinn ætti að berjast áfram um embættið þar til 20. janúar á næsta ári þegar Biden á formlega að taka við því.

Forsetinn fráfarandi hefur ýmsar leiðir til að hafa áhrif á ferlið næstu mánuðina. Hann hefur nú þegar kært kosningarnar í nokkrum lykilríkjum og eygir að endanleg ákvörðun endi hjá hæstarétti Bandaríkjanna. Á dögunum valdi hann nýjan dómara við réttinn, Amy Coney Barrett, en hún þykir íhaldssöm og nýtur stuðnings Repúblikanaflokks forsetans.

Gæti komið til kasta þingsins

Þá munu kjörmennirnir svokölluðu koma saman til að kjósa nýjan forseta formlega 14. desember og geta Repúblikanar reynt að hafa áhrif á það í ríkjum sem þeir stjórna hvaða kjörmenn verða sendir. Eru þeir ekki bundnir til að kjósa samkvæmt niðurstöðum kosninganna og hefur það gerst áður að þeir hlaupist undan merkjum. Gæti það því komið í hlut Mike Pence, varaforseta Trump, að greiða úr hvaða atkvæði kjörmanna teljast gild.

„Fullkomlega fær um að fylgja boðflennum út úr Hvíta húsinu“

Njóti Biden ekki stuðnings 270 kjörmanna, eins og niðurstöður kosninganna segja til um, gæti það komið í hönd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings að velja nýjan forseta. Þrátt fyrir að Demókratar séu þar í meirihluta dugar Biden það ekki þar sem hvert ríki Bandaríkjanna fær eitt atkvæði. Eru Repúblikanar í meirihluta þingmanna í 27 ríkjum af 50, þrátt fyrir að vera í minnihluta í heildina. Enn er því möguleiki fyrir Trump að þvinga fram áframhaldandi setu í embætti, þvert á niðurstöður kosninganna.

Kosningateymi Biden hefur hins vegar áður lýst því yfir að bandarísk stjórnvöld séu „fullkomlega fær um að fylgja boðflennum út úr Hvíta húsinu“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2020

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár