Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Joe Biden sigurvegari kosninganna

Fjöl­miðl­ar vest­an­hafs hafa lýst Joe Biden sig­ur­veg­ara for­seta­kosn­ing­anna í Banda­ríkj­un­um. Kamala Harris verð­ur fyrsta kon­an til að gegna embætti vara­for­seta. Don­ald Trump og fjöl­skylda hans tala hins veg­ar um kosn­inga­s­vindl og bar­áttu fyr­ir dóm­stól­um.

Joe Biden sigurvegari kosninganna
Joe Biden Varaforsetinn fyrrverandi verður næsti forseti Bandaríkjanna samkvæmt niðurstöðum kosninganna á þriðjudag. Mynd: AFP

CNN, Fox News og The New York Times hafa lýst Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, sigurvegara forsetakosninganna í Bandaríkjunum á þriðjudag. Hefur hann verið lýstur sigurvegari í Pennsylvaníu, en það tryggir honum nægan fjölda kjörmanna til að sigra. Kamala Harris verður fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta.

Talið hefur verið áfram upp úr kjörkössum undanfarna daga og sýndu niðurstöður úr Georgíu og Pennsylvaníu að Biden hefði forskot í þeim ríkjum þegar atkvæði úr póstkosningu voru talin. Með sigri í Pennsylvaníu í dag er orðið ómögulegt fyrir Trump að vinna nógu mörg ríki til að fá nógu marga kjörmenn til þess að tryggja sér sigur.

Þó hefur verið staðfest að endurtalið verði í Georgíu þar eð munurinn á milli frambjóðendanna tveggja er mjög mjór. Ekki þarf þó að búast við að það breyti neinu um niðurstöður kosninganna. Á landsvísu hefur Biden fengið yfir 4 milljónum fleiri atkvæði en Trump, en úrslitin velta engu að síður á fjölda kjörmanna.

Joe Biden fæddist í Scranton í Pennsylvaníu og settist fyrst á bandaríska þingið árið 1973 í öldungardeild þess fyrir ríkið Delaware. Hann bauð sig fyrst fram til forseta árið 1988, en náði ekki árangri í forkosningum Demókrata. Árið 2008 varð hann varaforseti Bandaríkjanna þegar Barack Obama var kjörinn forseti. Gegndi hann því embætti í átta ár. Hann verður 78 ára gamall þegar hann tekur við embættinu.

Kamala HarrisNæsti varaforseti Bandaríkjanna var fyrst kjörin á þing fyrir fjórum árum.

Kamala Harris, varaforsetaefni hans, verður fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta í sögu Bandaríkjanna. Engin kona hefur verið forseti landsins. Hún var einnig fyrsta svarta konan til að hljóta slíka tilnefningu fyrir annan af stóru flokkunum tveimur og fyrsta konan af asískum uppruna, en móðir hennar fæddist á Indlandi. Hún settist fyrst í öldungardeildina fyrir fjórum árum fyrir hönd Kaliforníu, en áður starfaði hún sem saksóknari í sama ríki.

Ekki líklegt að Trump viðurkenni ósigur

Trump, fjölskylda hans og starfsfólk, hafa hins vegar gefið til kynna að forsetinn muni ekki viðurkenna sigur Biden. Lögmaður framboðs Trump, Matt Morgan, telur að margt hafi farið úrskeiðis í Pennsylvaníu og Nevada. „Loks lítur út fyrir að forsetinn muni vinna í Arizona, þrátt fyrir óábyrga og ranga yfirlýsingu Fox News og Associated Press um að Biden hafi unnið þar,“ bætti hann við.

Forsetinn sjálfur sagði í færslu í dag að hann væri sigurvegari kosninganna með yfirburðum. Talningin staðfestir hins vegar hið gagnstæða.

Donald Trump Jr., sonur forsetans, segir á Twitter að enginn hafi trú á því að Biden hafi fengið fleiri atkvæði en Obama fékk árið 2008. Í öðrum færslum segir hann kosningasvik hafa átt sér stað og að faðir sinn ætti að berjast áfram um embættið þar til 20. janúar á næsta ári þegar Biden á formlega að taka við því.

Forsetinn fráfarandi hefur ýmsar leiðir til að hafa áhrif á ferlið næstu mánuðina. Hann hefur nú þegar kært kosningarnar í nokkrum lykilríkjum og eygir að endanleg ákvörðun endi hjá hæstarétti Bandaríkjanna. Á dögunum valdi hann nýjan dómara við réttinn, Amy Coney Barrett, en hún þykir íhaldssöm og nýtur stuðnings Repúblikanaflokks forsetans.

Gæti komið til kasta þingsins

Þá munu kjörmennirnir svokölluðu koma saman til að kjósa nýjan forseta formlega 14. desember og geta Repúblikanar reynt að hafa áhrif á það í ríkjum sem þeir stjórna hvaða kjörmenn verða sendir. Eru þeir ekki bundnir til að kjósa samkvæmt niðurstöðum kosninganna og hefur það gerst áður að þeir hlaupist undan merkjum. Gæti það því komið í hlut Mike Pence, varaforseta Trump, að greiða úr hvaða atkvæði kjörmanna teljast gild.

„Fullkomlega fær um að fylgja boðflennum út úr Hvíta húsinu“

Njóti Biden ekki stuðnings 270 kjörmanna, eins og niðurstöður kosninganna segja til um, gæti það komið í hönd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings að velja nýjan forseta. Þrátt fyrir að Demókratar séu þar í meirihluta dugar Biden það ekki þar sem hvert ríki Bandaríkjanna fær eitt atkvæði. Eru Repúblikanar í meirihluta þingmanna í 27 ríkjum af 50, þrátt fyrir að vera í minnihluta í heildina. Enn er því möguleiki fyrir Trump að þvinga fram áframhaldandi setu í embætti, þvert á niðurstöður kosninganna.

Kosningateymi Biden hefur hins vegar áður lýst því yfir að bandarísk stjórnvöld séu „fullkomlega fær um að fylgja boðflennum út úr Hvíta húsinu“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2020

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár