Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Af hverju má ein sex ára stúlka búa á Íslandi en önnur ekki?

Coumba og Urð­ur Vala eru báð­ar sex ára og byrj­uðu í skóla í haust. Þær eru báð­ar fædd­ar á Ís­landi og hafa bú­ið hér og al­ist upp alla tíð. Ís­lensk yf­ir­völd hyggj­ast senda aðra þeirra úr landi en hina ekki.

Þrjár stelpur fæddar á Íslandi Systurnar Coumba og Marie eru fæddar hér á landi, eins og Urður Vala. Tvær þessara stúlkna eiga á hættu að vera sendar úr landi.

Regine Martha, sem alltaf er kölluð Coumba, er sex ára, fædd árið 2014 á Íslandi, og gengur í 1. bekk í Vogaskóla. Urður Vala er líka sex ára, fædd árið 2014 á Íslandi, og gengur í 1. bekk í Grandaskóla. Coumbu finnst gaman að fara í skotbolta í frímínútum og Urði Völu finnst gaman að leika úti. Báðar eiga litlar systur á leikskóla. Uppáhaldslitur þeirra beggja er fjólublár. Önnur þeirra á íslenskt vegabréf, hin ekki. Önnur hefur kennitölu en hin bara gervikennitölu. Önnur þeirra getur verið viss um að ríkisborgararéttur hennar á Íslandi tryggi henni búsetu hér á landi og velferðarþjónustu. Að óbreyttu munu íslensk yfirvöld senda hina úr landi.

Coumba er dóttir hjónanna Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf, sem hafa búið og starfað á Íslandi í sjö ár. Þau eru frá Senegal en forðuðu sér þaðan vegna trúar sinnar og telja að í heimalandinu bíði þeirra félagsleg útskúfun og hætta. Coumba er sem fyrr segir fædd hér á landi árið 2014 og yngri systir hennar, Marie, er fædd árið 2017, einnig hér á landi. Þær systur hafa alla sína ævi búið hér og aldrei komið út fyrir landsteinana.

Urður Vala er dóttir hjónanna Freys Rögnvaldssonar, höfundar greinarinnar, og Snærósar Sindradóttur. Hún er fædd hér á landi árið 2014 og á yngri systur, Tíbrá Myrru, fædda árið 2018. Þær systur hafa búið alla sína ævi hér á landi en hafa oftar en einu sinni komið út fyrir landsteinana.

Vilja vera á ÍslandiForeldrar þeirra Coumbu og Marie hafa búið hér á landi í sjö ár, unnið og greitt sína skatta og skyldur. Þau vilja fá að dvelja hér til frambúðar með dætrum sínum en hefur fram til þessa verið neitað um það.

Fá ekki að dvalarleyfi eða vernd

Bassirou og Mahe hafa barist fyrir því í sex ár að fá hér alþjóðlega vernd, dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið, en án árangurs. Síðastliðinn föstudag féll dómur í Landsrétti þar sem úrskurðir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála voru staðfestir. Þó búið sé að fara fram á enn eina endurupptökuna hjá kærunefnd útlendingamála virðist afstaða þeirra sem málum ráða ljós: Hér á landi fær fjölskyldan ekki að búa. Að óbreyttu verður fjölskyldunni, foreldrunum, sem búið hafa hér í sjö ár, og dætrunum tveimur, sem eru fæddar hér á landi og aldar upp, því vísað úr landi.

Uppáhaldsmatur annarrar er hakk og spaghettí, hinnar er plokkfiskur

Foreldrar Urðar Völu hafa aldrei þurft að berjast fyrir því að búa hér á landi, og aldrei hafa dætur þeirra átt á hættu að verða vísað úr landi. Þau sögðu Urði Völu frá fjölskyldunni og því að Coumba, sem væri jafn gömul henni, fengi ekki að búa áfram hér á landi. Urður Vala vildi hitta Coumbu og kynnast henni, spyrja hana um skólann hennar, hvað henni þætti gaman að gera, hvað væri uppáhalds. Það varð úr.

Ákveðnar í að hittast aftur

Þær jafnöldrur hittust heima hjá Coumbu. Svo vill til að fjölskyldan býr í húsnæði sem Urður Vala þekkir vel, húsi sem áður hýsti ungbarnaleikskólann sem Urður Vala gekk í. Þær tóku tal saman.

Uppáhaldsliturinn er fjólublárÞær jafnöldrur Urður og Coumba eiga sér sama uppáhaldslit.

Uppáhaldsmatur annarrar er hakk og spaghettí, hinnar er plokkfiskur. Uppáhaldsdrykkur annarrar er Kóka kóla en hinnar Pepsí. Uppáhaldsdót annarrar eru Barbie dúkkur en hin segir að uppáhaldsdótið sitt sé slím. Fæstir myndu sennilega halda því fram að á þessu sé grundvallarmunur, að þessar tvær sex ára stúlkur séu gjörólíkar. Báðum þykir gaman að leika sér, lita og mála. Báðum þykir gaman að leika við vinkonur sínar. Báðar eru þær ákveðnar í að hittast aftur, oft og mörgum sinnum í framtíðinni, og leika sér meira saman.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár