Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Af hverju má ein sex ára stúlka búa á Íslandi en önnur ekki?

Coumba og Urð­ur Vala eru báð­ar sex ára og byrj­uðu í skóla í haust. Þær eru báð­ar fædd­ar á Ís­landi og hafa bú­ið hér og al­ist upp alla tíð. Ís­lensk yf­ir­völd hyggj­ast senda aðra þeirra úr landi en hina ekki.

Þrjár stelpur fæddar á Íslandi Systurnar Coumba og Marie eru fæddar hér á landi, eins og Urður Vala. Tvær þessara stúlkna eiga á hættu að vera sendar úr landi.

Regine Martha, sem alltaf er kölluð Coumba, er sex ára, fædd árið 2014 á Íslandi, og gengur í 1. bekk í Vogaskóla. Urður Vala er líka sex ára, fædd árið 2014 á Íslandi, og gengur í 1. bekk í Grandaskóla. Coumbu finnst gaman að fara í skotbolta í frímínútum og Urði Völu finnst gaman að leika úti. Báðar eiga litlar systur á leikskóla. Uppáhaldslitur þeirra beggja er fjólublár. Önnur þeirra á íslenskt vegabréf, hin ekki. Önnur hefur kennitölu en hin bara gervikennitölu. Önnur þeirra getur verið viss um að ríkisborgararéttur hennar á Íslandi tryggi henni búsetu hér á landi og velferðarþjónustu. Að óbreyttu munu íslensk yfirvöld senda hina úr landi.

Coumba er dóttir hjónanna Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf, sem hafa búið og starfað á Íslandi í sjö ár. Þau eru frá Senegal en forðuðu sér þaðan vegna trúar sinnar og telja að í heimalandinu bíði þeirra félagsleg útskúfun og hætta. Coumba er sem fyrr segir fædd hér á landi árið 2014 og yngri systir hennar, Marie, er fædd árið 2017, einnig hér á landi. Þær systur hafa alla sína ævi búið hér og aldrei komið út fyrir landsteinana.

Urður Vala er dóttir hjónanna Freys Rögnvaldssonar, höfundar greinarinnar, og Snærósar Sindradóttur. Hún er fædd hér á landi árið 2014 og á yngri systur, Tíbrá Myrru, fædda árið 2018. Þær systur hafa búið alla sína ævi hér á landi en hafa oftar en einu sinni komið út fyrir landsteinana.

Vilja vera á ÍslandiForeldrar þeirra Coumbu og Marie hafa búið hér á landi í sjö ár, unnið og greitt sína skatta og skyldur. Þau vilja fá að dvelja hér til frambúðar með dætrum sínum en hefur fram til þessa verið neitað um það.

Fá ekki að dvalarleyfi eða vernd

Bassirou og Mahe hafa barist fyrir því í sex ár að fá hér alþjóðlega vernd, dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið, en án árangurs. Síðastliðinn föstudag féll dómur í Landsrétti þar sem úrskurðir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála voru staðfestir. Þó búið sé að fara fram á enn eina endurupptökuna hjá kærunefnd útlendingamála virðist afstaða þeirra sem málum ráða ljós: Hér á landi fær fjölskyldan ekki að búa. Að óbreyttu verður fjölskyldunni, foreldrunum, sem búið hafa hér í sjö ár, og dætrunum tveimur, sem eru fæddar hér á landi og aldar upp, því vísað úr landi.

Uppáhaldsmatur annarrar er hakk og spaghettí, hinnar er plokkfiskur

Foreldrar Urðar Völu hafa aldrei þurft að berjast fyrir því að búa hér á landi, og aldrei hafa dætur þeirra átt á hættu að verða vísað úr landi. Þau sögðu Urði Völu frá fjölskyldunni og því að Coumba, sem væri jafn gömul henni, fengi ekki að búa áfram hér á landi. Urður Vala vildi hitta Coumbu og kynnast henni, spyrja hana um skólann hennar, hvað henni þætti gaman að gera, hvað væri uppáhalds. Það varð úr.

Ákveðnar í að hittast aftur

Þær jafnöldrur hittust heima hjá Coumbu. Svo vill til að fjölskyldan býr í húsnæði sem Urður Vala þekkir vel, húsi sem áður hýsti ungbarnaleikskólann sem Urður Vala gekk í. Þær tóku tal saman.

Uppáhaldsliturinn er fjólublárÞær jafnöldrur Urður og Coumba eiga sér sama uppáhaldslit.

Uppáhaldsmatur annarrar er hakk og spaghettí, hinnar er plokkfiskur. Uppáhaldsdrykkur annarrar er Kóka kóla en hinnar Pepsí. Uppáhaldsdót annarrar eru Barbie dúkkur en hin segir að uppáhaldsdótið sitt sé slím. Fæstir myndu sennilega halda því fram að á þessu sé grundvallarmunur, að þessar tvær sex ára stúlkur séu gjörólíkar. Báðum þykir gaman að leika sér, lita og mála. Báðum þykir gaman að leika við vinkonur sínar. Báðar eru þær ákveðnar í að hittast aftur, oft og mörgum sinnum í framtíðinni, og leika sér meira saman.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár